Skessuhorn - 20.01.2021, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 20. jANúAR 2021 19
N1 Borgarnesi leitar að kraftmiklum og þjónustuliprum vaktstjóra til framtíðarstarfa.
Um er að ræða fullt starf í vaktavinnu. Þjónustustöðin okkar er líflegur vinnustaður
sem iðar af mannlífi frá morgni til kvölds.
Umsækjendur þurfa að vera liprir í samskiptum og eiga auðvelt með að vinna í hóp.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Magnús Fjeldsted stöðvarstjóri í síma 440 1333 eða
magnusf@n1.is
Áhugasamir sæki um á www.n1.is – merkt Borgarnes
Umsóknarfrestur er til og með 29.janúar 2021.
Helstu verkefni:
• Almenn afgreiðsla
• Stjórnun starfsmanna á vakt
• Vaktauppgjör
• Pantanir
• Önnur tilfallandi verkefni á stöðinni
Hæfniskröfur:
• Almenn þekking á verslun og þjónustu
• Samskiptafærni og þjónustulund
• Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
• Góð íslenskukunnátta skilyrði
• 25 ára eða eldri
Vilt þú vinna
á líflegum
vinnustað?
440 1000 n1.is
ALLA LEIÐ
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
1
Kynningarfundur um
deiliskipulag fyrir
Auðarskóla og
íþróttamiðstöð í Búðardal
Kynningarfundur verður haldinn í fundarsal
(2. hæð) Stjórnsýsluhússins
í Búðardal, þriðjudaginn 26. janúar
frá kl. 17:00-19:00.
Til kynningar verður deiliskipulag fyrir Auðarskóla
og íþróttamiðstöð í Búðardal.
Á fundinum gefst áhugasömum kostur á að kynna sér
skipulagsgögn og ræða við skipulagsfulltrúa um verkefnið.
Í gildi eru samkomutakmarkanir en hámarksfjöldi einstaklinga
í sama rými eru 20 manns með ákveðnum takmörkunum í
opinberu rými. Því þurfa þeir sem ætla að mæta á fundinn að
láta vita á netfangið skipulag@dalir.is til að hægt sé að halda
utan um fjölda gesta. Grímuskylda er á gestum fundarins.
Hægt verður að nálgast einnota grímur á staðnum.
Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi.
Samkvæmt skýrsluhaldi Ráðgjaf-
armiðstöðvar landbúnaðarins var
kúabúið að Búrfelli í Svarfaðardal
afurðahæsta kúabú landsins á síð-
asta ári. Þar mjólkaði hver kýr að
meðaltali 8.579 kg yfir árið. Ann-
að afurðahæsta búið var Hurðar-
baksbúið í Flóahreppi, með 8.445
kg meðalnyt. Í þriðja sæti á árinu
2020, líkt og tvö ár þar á undan,
var svo Hraunhálsbúið í Helga-
fellssveit á Snæfellsnesi. Bændur á
Hraunhálsi eru þau Guðlaug Sig-
urðardóttir og jóhannes Eyberg
Ragnarsson. Kýr þeirra mjólkuðu
að meðaltali 8.357 kg yfir árið, en
27,7 árskýr eru á bænum. Kýrnar á
Hraunhálsi hafa skorað mjög hátt
á landsvísu árum saman og hafa
margoft verið afurðahæstar á Vest-
urlandi.
Eyberg og Guðlaug eru engir ný-
græðingar þegar kemur að kúabú-
skap, en þau hafa verið við bústörf
á Hraunhálsi í fjóra áratugi. „Við
tókum við af mömmu minni ára-
mótin 1981-1982, en pabbi var þá
dáinn. Þá vorum við bara krakkar,
innan við tvítugt bæði tvö,“ sagði
Eyberg þegar blaðamaður ræddi
við hann á síðasta ári af sama tilefni.
„Þetta var það sem okkur langaði til
að gera og þarna höfðum við tæki-
færi til að láta verða af því,“ bætti
hann við. „Kúabúskapurinn er bara
í blóðinu og þetta er lífsstíll, að fá
að vakna á hverjum einasta morgni,
fyrir klukkan sjö, allt árið um
kring,“ segir bóndinn. En er þetta
alltaf jafn gaman? „Auðvitað koma í
þessu hæðir og lægðir eins og geng-
ur, það er eðlilegt. Er ekki oft sagt
að líftími manns í starfi sé sjö ár?
Þau eru nú að nálgast 40 hjá okkur,
þannig að það er eðlilegt að þetta
hafi gengið í bylgjum. Búskapur-
inn hefur ekki verið eintóm sæla og
hamingja, langt því frá, en heilt yfir
hefur þetta verið gott,“ segir hann.
„Þetta er það sem við kunnum. Við
leggjum okkur fram um að gera vel
og reynum að hafa gaman af á með-
an við höfum heilsu til,“ segir Ey-
berg á Hraunhálsi.
mm/kgk
Kýrnar á Hraunhálsi gáfu
þriðju hæstu meðalnyt landsins
Guðlaug og Jóhannes Eyberg í fjósinu. Ljósm. Skessuhorns frá 2020/kgk.