Skessuhorn - 20.01.2021, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 20. jANúAR 202118
Nýtt þjónustuver tók til starfa í
Borgarbyggð frá og með síðasta
mánudegi, en frá þessu er greint í
frétt á vef sveitarfélagsins. Í Borg-
arbyggð var ráðist í rýnivinnu og
ferlagreiningu á stjórnsýslunni á
síðasta ári og voru í kjölfarið inn-
leiddar skipulagsbreytingar til
að efla starfsemi sveitarfélagsins.
Nýtt svið var stofnað innan sveit-
arfélagsins, sem nefnist stjórnsýslu-
og þjónustusvið. Þar verður áhersla
lögð á að auka faglega stjórnsýslu,
skilvirkni og þjónustu gagnvart íbú-
um og gestum sveitarfélagsins. „Til
þess að einfalda afgreiðslu erinda
og auka gæði þjónustu var ákveð-
ið að stofna nýtt þjónustuver. Hlut-
verk þjónustuversins er að veita há-
gæða þjónustu og að vera upplýs-
ingaveita fyrir íbúa Borgarbyggðar
og annarra sem leita til þjónustu-
versins, óháð þeirri leið sem erindi
berast. Þjónustufulltrúar munu
kappkosta að veita framúrskarandi
þjónustu og upplýsingagjöf þar
sem áhersla verður lögð á að leysa
erindi jafnóðum við fyrstu snert-
ingu. Þannig verður leitast við að
stytta afgreiðslutíma erinda og ein-
falda boðleiðir,“ segir á vef sveitar-
félagsins.
Þjónustuverið verður opið frá
kl. 9:30 til 15:00 alla virka daga.
Netfang er thjonustuver@borgar-
byggd.is og er fólk hvatt til að nýta
það til að hafa samband. Þá stendur
til að opna fyrir netspjall á heima-
síðu Borgarbyggðar en það verður
kynnt síðar. arg
Byggingarfélagið X ehf. byggir
um þessar mundir fjölbýlishús við
Krossvelli í Hvalfjarðarsveit. Er
þetta jafnframt fyrsta fjölbýlishús-
ið í sveitarfélaginu. Um er að ræða
tveggja hæða fjölbýlishús með sex
íbúðum alls og fylgir bílskúr öllum
íbúðunum og er innangengt í bíl-
skúra úr íbúðum jarðhæðar.
Í lýsingu á íbúðunum segir m.a:
„Við hönnun hússins var lögð
áhersla á að allar íbúðir njóti út-
sýnis og sólar, meðal annars með
góðum svölum. Innréttingar verða
frá IKEA. Einnig eru í húsinu tvær
sameiginlegar hjólageymslur. Hús-
ið er steinsteypt á hefðbundinn
hátt, einangrað og klætt að utan
með litaðri álbáruklæðningu og
sléttu áli. Allt burðarvirki; sökklar,
botnplata, útveggir og gólfplötur er
staðsteypt, járnbent steinsteypa.“
Í samtali við Aron Frey Eiríksson,
löggildan fasteignasala hjá Fast-
eignasölunni Ás, sem hefur íbúð-
irnar til sölumeðferðar, sagði hann
að verkefnið færi vel af stað og að
þegar sé ein íbúð seld en íbúðirnar
eru svo gott sem nýkomnar í form-
legt söluferli. „Allar íbúðirnar hafa
sína kosti eins og sérinngang, sér
bílskúr, glæsilegt útsýni til sjávar og
einnig fylgja óvenju stórar verand-
ir með íbúðum á jarðhæð eða allt
að 75,2 fermetrar. Algengt er að sér
verandir séu um 10-20 fermetrar í
fjölbýlishúsum. Þarna eru íbúðir
sem henta stórum hópi fólks. Til
dæmis þeim sem vilja minnka við
sig án þess að missa bílskúrinn og
einnig eru þær kjörnar fyrir litlar
fjölskyldur, hvort sem verið er að
stækka eða minnka við sig. Íbúð-
irnar verða tilbúnar til afhending-
ar í apríl/maí á þessu ári og ég hvet
alla áhugasama að hafa samband
við sölumenn verkefnisins og bóka
tíma fyrir skoðun, sjón er sögu rík-
ari.“ sagði Aron.
„Punkturinn yfir i-ið í þessu
verkefni er svo að þarna er um að
ræða öflugan verktaka sem hefur
getið sér gott orð í byggingarbrans-
anum undanfarna áratugi en við hjá
Ás fasteignasölu höfum notið þeirra
forréttinda að selja fyrir jónas hjá
Byggingarfélaginu X í mörg ár og
átt með honum fyrirmyndar sam-
starf,” sagði Aron að lokum.
frg
Teitur Björn Einarsson, lögmað-
ur og varaþingmaður Sjálfstæðis-
flokksins í Norðvesturkjördæmi;
„gefur kost á sér fyrir næstu þing-
kosningar þar sem hann mun sækj-
ast eftir þingsæti fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn í kjördæminu,“ eins og
hann orðar það sjálfur á Facebo-
ok. Sjálfstæðisflokkurinn á nú tvo
þingmenn í kjördæminu; þau Har-
ald Benediktsson 1. þingmann
kjördæmisins og Þórdísi Kolbrúnu
R Gylfadóttur ferðamála,- nýsköp-
unar- og iðnaðarráðherra. Harald-
ur hefur ekki gefið það út hvort
hann sækist eftir endurkjöri, en í
viðtali við Morgunblaðið fyrr í vet-
ur lét Þórdís Kolbrún í ljós vilja
sinn til að sækjast eftir endurkjöri
í kjördæminu. Halldór jónsson for-
maður Kjördæmisráðs Sjálfstæðis-
flokksins í NV kjördæmi segir að-
spurður að ekki hafi verið tekin
ákvörðun um hvort raðað verður á
lista eða fram fari prófkjör í kjör-
dæminu í aðdraganda kosninganna
í haust.
Teitur Björn er 40 ára Flateyr-
ingur, búsettur í Skagafirði. Í dag
starfar hann sem lögmaður hjá Ís-
lensku lögfræðistofunni með starfs-
stöð í Skagafirði. „Meginverkefnið
framundan verður að svara spurn-
ingunni hvernig við aukum lífsgæði
og búum til meiri verðmæti þannig
hægt sé að treysta afkomu fólks og
fjölga atvinnutækifærum í byggð-
um landsins,“ segir ennfremur í
tilkynningunni Teits Björns á Fa-
cebook. mm
Ásmundur Einar Daðason, oddviti
Framsóknarflokksins í Norðvest-
urkjördæmi og sitjandi félags- og
barnamálaráðherra, tilkynnti í síð-
ustu viku að hann hyggist ekki gefa
kost á sér til að leiða lista flokksins í
Norðvesturkjördæmi fyrir komandi
alþingiskosningar. Fyrirfram þótti
staða hans sterk í kjördæminu og
þingsæti nánast öruggt í ljósi þess
að flokkurinn á nú tvo þingmenn
í kjördæminu og hann sjálfur þyk-
ir hafa komið sterkt út úr störfum
sínum í ríkisstjórn. Ásmundur Ein-
ar hyggst í stað þess gefa kost á sér
til að leiða lista Framsóknarflokks-
ins í Reykavíkurkjördæmi norð-
ur, þar sem flokkurinn á nú eng-
an þingmann og hefur ekki mælst
yfir 4,5% fylgi á þessu kjörtímabili.
Í Reykjavíkurkjördæmi suður er
Lilja D Alfreðsdóttir menntamála-
ráðherra þingmaður og mun vafa-
lítið gefa kost á sér að nýju. Þessi
leikflétta er skipulögð af forystu
flokksins og tilraun til að styrkja
stöðu hans í höfuðborginni.
Stefnir í baráttu
um forystusætin
Um leið galopnaðist staða flokksins
í Norðvesturkjördæmi. Póstkosn-
ing mun fara fram við val á fram-
boðslista í kjördæminu og kosið um
röðun í fimm efstu sætin. Fram-
boðsfrestur til þátttöku í póstkosn-
ingunni rennur út 1. febrúar nk.
Ljóst er að baráttan um efstu sæti
listans verður hörð. Halla Signý
Kristjánsdóttir þingkona tilkynnti
sama dag og yfirlýsing Ásmund-
ar Einars barst að hún sæktist eftir
að skipa 1.-2. sæti listans, en hafði
áður sóst eftir 2. sætinu enda gerði
hún ráð fyrir að hann gæfi áfram
kost á sér. Sama breyt-
ing varð hjá Stefáni
Vagni Stefánssyni sveit-
arstjórnarmanni og yfir-
lögregluþjóni á Sauðár-
króki. Hann hafði í árs-
lok gefið það út að hann
sæktist eftir 2. sæti á
listanum, en gaf það út
sama dag að hann sækt-
ist nú eftir að leiða lista
flokksins, skipa 1. sæt-
ið. Þá gaf Guðveig Lind
Eyglóardóttir, odd-
viti Framsóknarflokks
í sveitarstjórn Borgar-
byggðar, það út sama
daginn að hún gæfi
kost á sér í 1.-2. sæti í
prófkjörinu. Loks hef-
ur Lilja Rannveig Sig-
urgeirsdóttir, formað-
ur Sambands ungra Framsóknar-
manna og varaþingmaður, sem bú-
sett er í Bakkakoti í Stafholtstung-
um, gefið það að hún gefi kost á sér
í 2. sæti listans og Friðrik Már Sig-
urðsson á Lækjarmótum í Húna-
vatnssýslu sækist eftir 3.-4. sætinu.
Loks hefur Iða Marsibil jónsdóttir
á Bíldudal tilkynnt að hún bjóði sig
fram í 2.-3. sæti. Það stefnir því í
harða baráttu í prófkjörinu.
mm
Fjölbýlishús risið við Krossvelli
í Hvalfjarðarsveit
Nýtt fjölbýlishús við Krossvelli í Hvalfjarðarsveit.
Ásmundur Einar í Reykjavík og
galopnar framboðsmál í kjördæminu
Borgarbyggð opnar
nýtt þjónustuver
Teitur Björn Einarsson.
Teitur Björn sækist
eftir þingsæti