Skessuhorn


Skessuhorn - 20.01.2021, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 20.01.2021, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 20. jANúAR 202120 Vertíðin er komin á fullt þessa dagana og afli báta að aukast í öll veiðarfæri. Mikið líf er því að færast í kringum hafnir Snæ- fellsbæjar. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem teknar voru á sunnudaginn en þá var verið að landa úr nokkrum bátum og skipum; ágætum afla. Fiskverð er ennþá gott, en hefur þó að- eins dalað frá því þegar það var í hámarki um áramótin. af Vertíðarstemning í höfnum Snæfellsbæjar Sævar Rúnarsson og Sigurður Scheving á Saxhamri SH frá Rifi að landa 14 tonnum af vænum netafiski í heimahöfn. Gunnar Helgi Baldursson að hífa körin úr Saxhamri SH. Höskuldur Árnason og Pétur Pétursson að landa í Rifi úr netabátnum Bárði SH sem var með 23 tonn. Pétur Pétursson og Emir Dokara. Landað úr línubátnum Tjaldi SH í Rifi alls 113 tonnum. Grzegorz Marcin Lakomski landar aflanum úr Brynju SH. Norbert Swiderski löndunarmaður hjá Fiskmarkaði Snæfellsbæjar aðstoðar hér Heiðar Magnússon skipstjóra á línubátnum Brynju í Ólafsvík við löndun en Heiðar sagði að aflinn væri um 9 tonn og var um 65% aflans ýsa. Norbert Swiderski stillti sér upp við lyftarann í Ólafsvík, en hann starfar hjá Fiskmarkaði Snæfellsbæjar og sér um að landa úr bátum sem þar leggja upp.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.