Skessuhorn


Skessuhorn - 20.01.2021, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 20.01.2021, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 20. jANúAR 2021 29 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Ert þú ekki örugglega áskrifandi? Nýfæddir Vestlendingar AtvinnA Á döfinni 8. janúar. Drengur. Þyngd: 3.408 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Beata Maria Szymichowska og Michal Roman Szymicowski, Stykkis- hólmi. Ljósmóðir: Unnur Berglind Friðriksdóttir. Smáauglýsingar Nú þegar Bankasýslan, nefnd hvers forysta er nátengd Sjálfstæðis- flokknum, hefur ákveðið að selja Íslandsbanka, þá væri gott fyrir al- menning að tækifærið væri notað til að skifta bönkunum upp. Aðskilja fjárfestingarbanka starfsemina frá viðskiptabankastarfseminni, áður en sala fer fram. Þannig myndu hluthafar einir bera ábyrgð á fjár- festingarþættinum og taka skellinn þegar illa gengur. Hrunið sýndi okkur að það var fjárfestingarstarfsemin sem setti bankana og reyndar líka sparisjóð- ina á hausinn. Nú þegar sjá má að braskið er far- ið að endurtaka sig. Íslandsbanki og Arion banki styðja nú skuldsetta yf- irtöku á Skeljungi en aðalgerendur í brallinu eru gamlir kunningjar úr hruninu. Aðferðin er gamalkunn, kaupa félagið á verði langt undir verðmati, taka lán hjá Arion og Ís- landsbanka, selja hluta starfsemin- ar og greiða lánið, kanski bara að hluta. Og þegar þetta tókst ekki í fyrstu atrennu þá kom Stefnir sjóðs- félag Arionbanka til hjálpar og seldi sína hluti í Skeljungi til yfirtöku- félagsins á verði sem líklega er vel undir raunvirði hlutabréfanna. Það er mikil óvissa um verðmæti hluta í Íslandsbanka því verðmæti útlána á tímum Covid er óvissu háð. Því er líklega slæmt að selja nú um stundir, en hag- stætt að kaupa, því óvissa lækkar verðið. Allavega ætti að tappa af eigin fé bankans fyrir sölu til þess að takmarka tjón nú- verandi eigenda. Það er líklegt að áhugi forystu Sjálfstæðisflokksins á að selja sé sú að tímasetningin henti kaupendum vel, hægt verði að fá Íslandsbanka á hagstæðu verði. En líklega munu ráðherrar og þingmenn VG og Framsóknar meta ráðherrastólana í nokkra mánuði til viðbótar meira en hagsmuni al- mennings í landinu. Borgarnesi, 11. janúar 2021 Guðsteinn Einarsson. Fjárfestingarbankar - viðskiptabankar? 13. janúar. Drengur. Þyngd: 3.924 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Díana Brá Bragadóttir og Arnar Gylfi Jó- hannesson, Borgarnes. Ljósmóð- ir: Elísabet Harles / Ilmur Björg Einarsdóttir 18. desember. Stúlka. Þyngd: 4.272 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Sigurbjörg Halldórsdóttir og Birk- ir Örn Arnarson, Mosfellsbæ. Ljós- móðir: G. Erna Valentínusdóttir. Óska eftir vinnu í Hvalfjarðarsveit- inni, á Akranesi eða Borgarnesi. Hlutastarf eða fullt starf. Dagvinna eða vaktavinna. Tímabúndið eða til langtíma. Er til í flest allt. Frekari upplýsingar um mig fæst í gegn- um tölvupósti. 67dagny@gmail. com Til leigu Til leigu snyrtileg íbúð að Suður- götu 46, Akranesi. Íbúðin er u.þ.b. 100 m2, 4ra herb. (3 svefnher- bergi). Uppl. í s. 864-3000 og í net- fangi gghus@gghus.is. LEiGUMARKAÐUR Snemma í desember var auglýst eftir umsóknum úr Lista- og menn- ingarsjóði Stykkishólms en um- sóknarfrestur rann út 4. janúar síð- astliðinn. Alls bárust 14 umsókn- ir sem stjórn Lista- og menningar- sjóðs fór yfir á fundi 6. janúar og ákváðu úthlutun úr sjóðnum. Eftir- farandi fá styrk: Hjördís Pálsdóttir – Heima- tónleikar í Stykkishólmi 150.000 kr fyrir þrenna tónleika, Norska húsið – Menningarviðburðir – 100.000 kr, Norska húsið – Skott- húfan – 100.000 kr, Skógræktar- félag Stykkishólms – Skoðaðu skóginn – 200.000 kr, Anna Mel- steð – Saga og menning Stykkis- hólms – 200.000 kr, Anna Melsteð – Tilraunastofa Árna Thorlacius – 100.000 kr, Hollvinasamtök Dval- arheimilisins í Stykkishólmi – Fyrir þorrablót og/eða annan sambæri- legan viðburð – 100.000 kr, Kirkju- kórinn – Tónleikahald – 150.000 kr og Heimir Laxdal – 200.000 kr. Sjóðurinn ákvað að styrkja tónleika- hald um kr. 50.000 sem skipist á tvenna brúsapallstónleika. Þá verða tónleikar á Sjómannadag styrkt- ir um kr. 75.000, Blúshátíðin fær 75.000 kr, FAS – Félag atvinnulífs í Stykkishólmi – Ýmsir viðburðir – 300.000 kr, Skeljahátíð fær 300.000 kr og útivistarhelgar og jólaþorpið 100.000 krónur fyrir hvora hátíð. Loks fær júlíana – Hátíð sögu og bóka – 200.000 kr. arg Pennagrein Úthlutun úr Lista- og menningarsjóði Stykkishólms Frá Skottuhúfunni síðasta sumar. Ljósm. úr safni Akranes – Laugardagur 23. janúar Þorrablót Skagamanna í streymi. Sjá nánar auglýsingu hér í blaðinu. Stykkishólmur – laugardagur 23. janúar Kvennalið Snæfells í körfu tekur á móti Breiðabliki í íþróttahúsinu í Stykkishólmi. Leikurinn hefst kl. 16:00. Borgarnes – laugardagur 23. janúar. Skallagrímskonur fá Fjölni í heim- sókn í Borgarnes. Leikurinn hefst kl. 16:30. Borgarnes – mánudagur 25. janúar. Skallagrímur fær Selfyssinga í heim- sókn í Borgarnes. Leikurinn hefst kl. 19:15. Stykkishólmur – miðvikudagur 27. janúar. Snæfellskonur fá Fjölniskonur í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 18:15. Borgarnes – miðvikudagur 27. janúar. Skallagrímskonur fá Hauka í heim- sókn í Borgarnes. Leikurinn hefst kl. 19:15.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.