Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2021, Síða 10

Skessuhorn - 27.01.2021, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 27. jANúAR 202110 Þrátt fyrir heimsfaraldur eru nú þrettán skiptistúdentar frá sjö lönd- um að koma sér fyrir á Bifröst. Um mánaðamótin febrúar-mars bætast við tveir nemar sem verða í skólan- um í seinni lotu haustannar. Nem- arnir nú koma frá Þýskalandi, Aust- urríki, Frakklandi, Rúmeníu, Ít- alíu, Tékklandi og Bandaríkjunum og koma sér fyrir í þremur náms- mannaíbúðum í háskólaþorpinu. „Segja má að nemarnir hafi vað- ið eld og brennistein til þess að komast í sveitasæluna í Borgarfirði. Fólkið hefur að sjálfsögðu allt ver- ið í sóttkví með tilheyrandi auka- kostnaði, auk þess sem það lenti í ýmiskonar hremmingum á leið sinni hingað til lands, svo sem nið- urfellingu á flugi. En stúdentarnir létu ekki stoppa sig og nú eru þau komin, kát og glöð, og sest við nám meðal annars í forystu og stjórnun, hagvexti og þróun og alþjóðahag- fræði. Skiptistúdentarnir munu dvelja á Bifröst fram í maí og von- ast til að bólusetningar gangi nægi- lega vel til þess að heimferð þeirra verði með einfaldara sniði en ferð þeirra hingað til lands,“ segir í frétt frá skólanum. mm Byggðarráð Borgarbyggðar fjallaði á fundi sínum síðastliðinn fimmtu- dag um rakavandamál í Ráðhúsinu við Borgarbraut 14 í Borgarnesi. Fram kemur í fundargerð að hafn- ar séu framkvæmdir við húsið og til staðar séu nú fyllri upplýsingar en áður um umfang viðhalds á því. Byggðarráð samþykkti að fela sveit- arstjóra að finna tímabundið hús- næði fyrir hluta eða alla starfsemi ráðhússins þar sem ástand þess vegna rakavandamála sé verra en búist var við, eftir forskoðun Eflu á hluta fasteignarinnar. „Byggðar- ráð leggur jafnframt til að ljúka við úttekt á ráðhúsi Borgarbyggðar og að farið verði í viðeigandi aðgerðir í kjölfarið. Málið verður lagt aftur fyrir næsta fund byggðarráðs.“ Guðveig Eyglóardóttir, fulltrúi Framsóknarflokks og minnihlut- ans í byggðarráði, lagði fram bók- un þar sem hún segir ljóst af lýsing- um að dæma að húsnæði Ráðhúss Borgarbyggðar sé illa farið af raka, myglu og skemmdum af þeim sök- um. „Undirrituð telur óforsvaran- legt að sveitarfélagið leggi í kostnað við viðgerðir á húsinu og leggur til að unnið verði að því að húsið verði rifið eða selt í því ástandi sem húsið er. Brýnt er að koma starfsemi Ráð- hússins í nýtt og hentugra húsnæði til framtíðar.“ Samkvæmt heimildum Skessu- horns hefur sveitarfélaginu boð- ist til kaups hús Arionbanka við Digranesgötu og hefur umræða um flutning starfsemi Ráðhúss þangað átt sér stað. Engin ákvörðun hef- ur þó verið tekin í sveitarstjórn um slíkt. Yfirlýsing frá sveitarfélaginu Síðastliðinn mánudag sendi Borg- arbyggð frá sér yfirlýsingu vegna rakaskemmda í Ráðhúsinu. „Í lok síðasta árs skilaði verkfræðistof- an EFLA skýrslu vegna úttektar á neðstu hæð Ráðhússins með það að markmiði að meta núverandi ástand á ytra byrði hússins og kanna inn- vist, þar á meðal athuga hvort raka- vandamál væru til staðar. Niður- staða úttektar gaf til kynna að raka- skemmdir er að finna í húsnæðinu og því nauðsynlegt að bregðast við. Á 549. fundi byggðarráðs var er- indið tekið fyrir og ákveðið að hefja endurbætur á Ráðhúsinu þegar í stað. Framkvæmdir hófust í síðustu viku og í ljós kom að rakaskemmd- irnar eru umfangsmeiri en upphaf- lega var talið og því ljóst að end- urbæturnar koma til með að taka lengri tíma en áætlað var í fyrstu. Byggðarráð tók málið til umfjöll- unar á 550. fundi þann 21. janú- ar s.l. þar sem ákveðið var að fela sveitarstjóra að finna tímabundið húsnæði fyrir hluta eða alla starf- semi Ráðhússins.“ Þá segir að einungis hafi ver- ið gerð úttekt á afmörkuðu svæði Ráðhússins sem hefur verið afgirt á meðan unnið er að frekari úrbótum. „Starfsstöðvar starfsmanna í ná- lægð við umrætt svæði voru færðar, öryggi og heilsa starfsmanna hefur og verður ávallt í fyrirrúmi. Það er mat sérfræðinga að einungis þurfi að flytja hluta af starfseminni úr Ráðhúsinu og þá er einungis um að ræða starfsstöðvar sem eru í nálægð við framkvæmdarsvæðið. Á þessum tímapunkti máls liggja ekki fyrir framtíðaráform Ráðhússins. Brýnt er að klára að gera heildarúttekt á öllu húsnæðinu áður en ákvörð- un er tekin um framtíðarstaðsetn- ingu þess. Engin áform eru um að rífa húsið, heldur er fullnægjandi að fara í endurbætur á húsinu. Byggð- arráð ákvað á fundi sínum 21. janú- ar sl. að ljúka við úttekt og í fram- haldinu skoða viðeigandi aðgerðir í kjölfarið. Ekki hefur verið ákveð- ið hvert hluti af starfseminni flyst á meðan unnið er að endurbótum.“ mm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, mælti á Alþingi í síðustu viku fyr- ir frumvarpi um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Um er að ræða heild- arendurskoðun laga, sem kveðið er á um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar. Umhverfi málaflokksins hefur tekið töluverðum breyting- um frá því núverandi löggjöf tók gildi fyrir 25 árum, til að mynda með aukinni áherslu á umhverfis- og loftslagsmál, breyttum skuld- bindingum Íslands á grundvelli al- þjóðasamninga og fjölgun ferða- manna sem vilja skoða náttúru og dýralíf landsins. Meðal helstu áherslna í frum- varpinu sem ráðherra mælti fyrir er aukin dýravernd og dýravelferð og alhliða vernd villtra fugla, villtra spendýra og helstu búsvæða þeirra. Eins er kveðið á um lögfestingu válista vegna villtra fugla og villtra spendýra og að sérstakar stjórnun- ar- og verndaráætlanir verði gerðar fyrir alla helstu stofna og tegundir villtra dýra. Ákvarðanir um vernd og veiðar byggi þannig á vísinda- legum og faglegum forsendum, en gerð áætlananna verður samvinnu- verkefni Náttúrufræðistofnunar Ís- lands og Umhverfisstofnunar og eiga þær að liggja til grundvallar ákvarðanatöku í málaflokknum. Í frumvarpinu er kveðið á um að allar veiðar á villtum dýrum, þ.m.t. hlunnindaveiðar, eigi að vera sjálf- bærar, mælt er fyrir um virka veiði- stjórnun og veiðieftirlit á landinu öllu og að tekið verði með mark- vissum hætti á tjóni sem villt dýr og fuglar valdi. Þá er þar komið til móts við sérstakar þarfir veiði- manna sem bundnir eru við hjóla- stól. mm Lilja D Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að hefja skuli undirbún- ing að tilfærslu starfsmenntanáms í garðyrkju og skyldum greinum frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi og undir yfir- stjórn og ábyrgð Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þessi ákvörðun er tek- in að fenginni niðurstöðu starfs- hóps sem fjallaði um starfsmennt- anám við LbhÍ. Samhliða er lögð áhersla á að efla rannsóknir og ný- sköpun á vegum Landbúnaðarhá- skólans. „Til að vinna að þessum áform- um er stefnt að því að gera sérstak- an þríhliða samning á milli Land- búnaðarháskóla Íslands, Fjölbraut- arskóla Suðurlands og Mennta- og menningarmálaáðuneytisins, og er undirstrikað að tilfærslan hafi ekki áhrif á nemendur skólans,“ segir í tilkynningu. mm Talsverðrar óánægja hefur gætt um stöðu starfsmenntanáms í garðyrkju. Nú hyggst ráðherra færa námið undir ábyrgð Fjölbrautaskóla Suðurlands. Ljósm. úr safni af hvítkálsuppskeru á Flúðum. Starfsmenntanám í garðyrkju frá LbhÍ til FS Hópur skiptinema mættur á Bifröst Mælti fyrir frum- varpi um villt dýr Miklar rakaskemmdir á Ráðhúsi Borgarbyggðar

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.