Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2021, Side 8

Skessuhorn - 03.02.2021, Side 8
MIÐVIKUDAGUR 3. FEbRúAR 20218 Aflatölur fyrir Vesturland 23. - 29. janúar Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 2 bátur. Heildarlöndun: 11.664 kg. Mestur afli: Eskey ÓF-80: 11.638 kg. í einni löndun. Arnarstapi: 3 bátar. Heildarlöndun: 18.394 kg. Mestur afli: Kristinn HU-812: 14.697 kg. í tveim- ur löndunum. Grundarfjörður: 8 bátar. Heildarlöndun: 419.193 kg. Mestur afli: Sigurborg SH-12: 83.618 kg. í einni löndun. Ólafsvík: 11 bátar. Heildarlöndun: 108.294 kg. Mestur afli: Ólafur bjarna- son SH-137: 29.978 kg. í þremur löndunum. Rif: 17 bátar. Heildarlöndun: 481.454 kg. Mestur afli: Rifsnes SH-44: 125.999 kg. í tveimur lönd- unum. Stykkishólmur: 4 bátar. Heildarlöndun: 8.179 kg. Mestur afli: Fjóla SH-7: 3.040 kg. í fimm löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Tjaldur SH-270 - RIF: 88.339 kg. 26. jan. 2. Sigurborg SH-12 - GRU: 83.618 kg. 25. jan. 3. Rifsnes SH-44 - RIF: 75.807 kg. 28. jan. 4. Hringur SH-153 - GRU: 70.404 kg. 27. jan. 5. Farsæll SH-30 - GRU: 66.510 kg. 26. jan. -frg Svínaði á lögguna VESTURLAND: Ökumað- ur sem ók Innnesveg ók í veg fyrir lögreglumenn á eftir- litsferð á gatnamótum Akra- fjallsvegar og Innnesveg- ar. Þar sem ökumaður lög- reglubifreiðarinnar þurfti að hemla var það metið svo að hinn ökumaðurinn hefði ekki virt biðskyldu. Sá neitaði og sagðist telja að hann hefði ekki valdið því að lögreglu- maðurinn þurfti að hemla. Hann hlaut engu að síður 30 þúsund krónur í sekt. -frg Vélsleðaslys við Stóra Kamb SNÆFELLSBÆR: Síðdeg- is á föstudag barst Neyðar- línu tilkynning um vélsleða- slys við bæinn Stóra Kamb í Snæfellsbæ. Það hafði 12 ára drengur ekið vélsleða ofan í skurð með þeim afleiðingum að hann slasaðist á fæti og mjöðm. Lögregla og sjúkra- lið kom á staðinn og ósk- aði læknir eftir þyrlu Land- helgisgæslunnar til þess að sækja drenginn. Drengurinn var vel búinn, með hjálm og brynju en það reyndist ekki nóg til að koma í veg fyrir meiðsli. -frg Dóttir tefst á Háahnjúk AKRANES: Um kl. 20:25 á mánudagskvöld barst Neyð- arlínu tilkynning frá föður sem hafði áhyggjur af dóttur sinni. Dóttirin hafði gengið á Háahnjúk á Akrafjalli, lagt af stað um kl. 16:00 og ætlað að koma heim um kl. 18:00. Faðirinn náði ekki símasam- bandi við dóttur sína og fór því lögregla að Akrafjalli og þegar þeir komu á stað- inn sást ljós í hlíðinni fyrir ofan. Kom hún síðan af fjalli heil á húfi. Afar mikilvægt er að þegar fólk er einsamalt á gönguferðum utan alfara- leiða verði það að vera með síma svo hægt sé að ná sam- bandi við fólkið eða finna það ef slys ber að höndum. -frg Íbúum fækkar milli mánaða VESTURLAND: Sam- kvæmt nýjum tölum Þjóð- skrár fækkaði íbúum á Vest- urlandi um ellefu frá 1. janú- ar til 1. febrúar á þessu ári, en það jafngildir tæplega 0,1% fækkun. Íbúum á Akra- nesi fjölgaði um 25 í nýliðn- um mánuði og í Hvalfjarðar- sveit um 13. Íbúum í borg- arbyggð fækkaði hins veg- ar um 21 í janúar, í Grund- arfirði fækkaði um 14, tíu í Dalabyggð og sjö í Stykkis- hólmi. -mm Versluninni og veitingastaðnum baulunni í borgarfirði var nú um mánaðamótin lok- að tímabundið. Skeljungur keypti stað- inn í byrjun síðasta árs og var markmiðið með kaupunum að þétta stöðvanet Ork- unnar um landið, eins og fram kom í til- kynningu. Að sögn Karenar Rúnarsdótt- ur, framkvæmdastjóra einstaklingssviðs hjá Skeljungi, er stefnt að opnun staðarins að nýju með vorinu þegar umferð fer að aukast aftur. Karen segir ekki liggja fyrir hvort fyrirtækið muni sjálft reka staðinn eftir enduropnun eða bjóða áhugasömum rekstraraðila að taka við. Áfram verður hægt að fá eldsneyti við bauluna þrátt fyr- ir lokun verslunarinnar. Næstu mánuðina verður að sögn Karenar unnið að ýmsum endurbótum og lagfæringum í og við hús- ið. Meðal annars verður leiksvæðið betr- umbætt. mm Talsvert frost hefur verið að und- anförnu. Meðfylgjandi mynd var tekin í Ólafsvíkurhöfn síðastlið- inn miðvikudag. Á henni má sjá að krapahröngl leggur nú yfir en þarna eru bátarnir Indriði Kristins bA frá Tálknafirði sem hefur undanfarið róið til fiskar og lagt afla sínum upp í Ólafsvík. Indriði er einn af stærri „smábátum“ í íslenska flotanum. Um borð í honum er beitningar- vél og er hann skráður 29,63 tonn og lengdin er 13,2 metrar. Aftan við Indriða í heimahöfn sinni er svo dragnótarbáturinn Guðmundur Jensson SH sem er 242,4 tonn að stærð og 31,35 metri á lengd. At- hygli vekur að brúin á báðum bát- unum er álíka hátt yfir sjávarmáli, þrátt fyrir skráðan tonnafjölda. af Mjög góð aflabrögð voru í öll veiðarfæri um helgina hjá bátum sem gera út frá höfnum í Snæfellsbæ. Sem dæmi landaði Hafdís SK, sem er beitningarvélarbátur, á sunnu- dagskvöldið 25 tonnum eftir eina lögn. Á Arnarstapa var landað um helgina 135 tonnum af sex línubátum sem mokfiskuðu og var nóg um að vera á hafna- svæðinu þar, enda höfnin ekki stór og því þröngt á þingi þegar margir leggja að á sama tíma. Aðeins er einn lönd- unarkrani og þurfa sjómenn því að sýna biðlund uns röðin kemur að þeim í löndun. Á meðfylgjandi mynd er Em- anúel Magnússon skipstjóri á Óla G GK ásamt skipverj- anum Senjor að landa afla dagsins sem var um ellefu tonn af stórþorski. af „Gjafmildi Kaupfélags Skagfirð- inga við hjálparstofnanir ger- ir okkur kleift að úthluta matvæl- um tvisvar í febrúarmánuði, þriðju- daginn 9. febrúar og miðvikudag- inn 24. febrúar frá kl 12-16,“ seg- ir í tilkynningu frá Mæðrastyrks- nefnd Akraness. úthlutunin verður nú í Hb Granda húsinu við báru- götu 8-10. Umsækjendur geta sótt um í síma 859-3000 og í 859-3200 og á netfanginu maedrastyrkurakra- nes@gmail.com Símatími var í gær, þriðjudag, og í dag miðvikudaginn 3. febrúar frá kl. 11-13 báða dag- ana. „Mikilvægt er að sækja um á auglýstum tíma því við þurfum að panta matinn fimmtudaginn 4. febrúar. Það er hægt að skrá sig í báðar úthlutanirnar. Einungis nýir umsækjendur þurfa að skila inn gögnum að þessu sinni; búsetuvott- orði og staðgreiðsluskrá.“ Styrktareikningur Mæðrastyrks- nefndar er: 0552-14-402048 kt: 411276-0829. „Við þiggjum líka glaðar matvörur ef einhver fyrir- tæki geti styrkt okkur með það. Ath. við gefum út reikning fyrir bókhaldið.“ mm/ Ljósm. jho. Baulunni lokað tímabundið Mokveiði hjá línubátunum Litli og stóri í Ólafsvíkurhöfn Tvær febrúarúthlutanir Mæðrastyrksnefndar

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.