Skessuhorn - 03.02.2021, Page 16
MIÐVIKUDAGUR 3. FEbRúAR 202116
Við Háskólann á bifröst fór í janú-
ar af stað nýtt nám í háskólagátt
en því lýkur í byrjun ágúst. Nám-
ið er ætlað fólki af erlendum upp-
runa sem búsett er hér á landi og
eru fjörutíu einstaklingar innritað-
ir nú í upphafi. Uppruni fólksins er
víða, en nemendur koma úr öllum
heimsálfum, utan Eyjaálfu. Fjórir af
fjörutíu stunda námið í staðnámi á
bifröst, en aðrir eru í fjarnámi en
sækja vinnuhelgar á bifröst. Um
er að ræða spegilmynd sambæri-
legs náms sem fer fram á íslensku,
sambærilegt að öðru leyti en því að
kennt verður á ensku, en áhersla
lögð á íslenskunám. Í stað hefð-
bundinna íslenskuáfanga taka nem-
endur íslensku sem annað tungu-
mál og í stað dönskuáfanga geta
nemendur valið um að bæta við
sig áfanga í ensku- og/eða áfanga
í íslensku sem öðru máli. Náms-
tilhögun er sniðin að átaki stjórn-
valda; „Nám er tækifæri“ en mark-
mið Vinnumálastofnunar og fleiri
er að koma til móts við atvinnuleit-
endur og hvetja þá til þess að sækja
sér formlega menntun til að styrkja
stöðu sína á vinnumarkaði. Gríð-
arlegt atvinnuleysi er nú í landinu,
en mest er það í hópi fólks af er-
lendu bergi brotið sem margt starf-
aði við ferðaþjónustu fyrir hrun
hennar vegna kóvid. Leifur Finn-
bogason heldur utan um háskóla-
gátt á ensku á bifröst. Sjálfur lauk
hann bA prófi í Hagfræði, heim-
speki og stjórnmálafræði (HHS) í
staðnámi frá skólanum síðastliðið
vor og réðist til starfa við skólann í
haust. Leifur á rætur sínar á Vestur-
landi, fæddur og uppalinn í Hítar-
dal á Mýrum. blaðamaður Skessu-
horns ræddi við Leif um þetta nýja
námsframboð sem mun án nokkurs
vafa opna dyr fólki fólk af erlendum
uppruna sem búsett er hér á landi
og vill hvergi annarsstaðar búa.
Kúnst að koma upplýs-
ingum til markhópsins
„Stofnun háskólagáttar á ensku
átti sér skamman aðdraganda hér á
bifröst, en farið var hratt í skipu-
lagningu námsins á haustmánuð-
um vegna atvinnuástandsins og í
ljósi þess að hátt í 30 þúsund ein-
staklingar af erlendu bergi brotnir
eru án atvinnu hér á landi. Þörfin
er því mikil,“ segir Leifur. „Í upp-
hafi var aðal áskorun okkar að ná
með skömmum fyrirvara að koma
upplýsingum um væntanlegt náms-
framboð inn í hóp útlendinga sem
búsettur er hér á landi. Fæstir
þeirra lesa eða skilja íslenska fjöl-
miðla og því fórum við þá leið að
kynna væntanlegt nám inn á ýms-
um íbúasíðum á Facebook og láta
þetta fréttast. Þannig tókst okkur á
einungis örfáum vikum að fá um 70
umsóknir. 40 þeirra uppfylltu inn-
gönguskilyrði og hófu nám nú í
byrjun janúar,“ segir Leifur.
Lykill að frekara námi
Öllum nemendum var boðið að búa
á bifröst á meðan þeir stunduðu
þetta nýja nám og nýtti tíundi hver
sér það. „Kannski er hentugt núna
í ljósi sóttvarna að flestir eru í fjar-
námi en í framtíðinni, ef þetta nám
verður áfram í boði, má gera ráð
fyrir að fleiri þiggi að búa á bifröst
og nýta sér kosti staðnáms. Allir
okkar nemenda, utan einn, eru hins
vegar búsettir hér á landi og koma
raunar úr öllum landshlutum. Við
erum síðan í samstarfi við Vinnu-
málastofnun því allir sem hafa ver-
ið án atvinnu í sex mánuði eða
lengur geta stundað þetta nám án
þess að atvinnuleysisbætur þeirra
skerðist. Það er frábært að þessu
fólki bjóðist slíkt tækifæri, ekki síst
vegna þess að þetta er eina aðfar-
arnámið að grunnnámi í háskóla
sem því býðst hér á landi þar sem
kennt er á ensku. Markmið okkar
er að allt þetta fólk muni að námi
loknu getað lesið íslensku, hlust-
að á hana til gagns og tekið virk-
an þátt í náminu. Nemendur okk-
ar verða þannig betur búnir undir
þátttöku á vinnumarkaðinum þegar
hann hressist á ný, en einnig getur
það nýtt háskólagátt á ensku til að
innrita sig til háskólanáms hjá okk-
ur. Þar sem námið er sniðið til að
undirbúa fólk undir háskólanám á
bifröst geta nemendur t.a.m. ekki
farið í líffræðinám að námi loknu,
þeir væru ekki undirbúnir undir
slíkt nám, en vonandi komast þeir
að í öðrum námsleiðum hérlendis
sem viðurkenna háskólagátt á bif-
röst sem nægan undirbúning fyrir
viðkomandi nám. Eina sem við get-
um því lofað þessu fólki nú, er að
námið opnar möguleika til frekara
námi á bifröst.“
Íslenskunám í öndvegi
Lögð er mikil áhersla á kennslu í ís-
lensku í háskólagátt á ensku á bif-
röst. Kennarar eru þær Ólína Þor-
varðardóttir doktor í íslenskum
bókmenntum og þjóðfræðum og
Sigríður Kristinsdóttir aðjúnkt við
HÍ. „Við flokkum nemendur í þrjá
flokka eftir þekkingu þeirra í ís-
lensku. Það er gert til að sem flestir
komist sem lengst í íslenskunni og
öðlist betri færni í málinu. En al-
mennt á nám í háskólagátt að búa
nemendur undir nám á háskóla-
stigi í greinum hug- og félagsvís-
inda og veita undirstöðumenntun
á framhaldsskólastigi og auka sam-
keppnishæfni þeirra á vinnumark-
aði. Í náminu er auk íslenskunnar
lögð höfuðáhersla á færni nemenda
í grunngreinum svo sem ensku og
stærðfræði.“ Leifur segir að miðað
sé við að nemendur sem hefji nám
í háskólagátt á ensku séu með ein-
hverja formlega menntun á fram-
haldsskólastigi frá heimalandi sínu
og/eða íslenskum skólum. Ef um-
sækjandi uppfyllir ekki alveg inn-
tökuskilyrði, en býr yfir töluverðri
starfsreynslu, gefst viðkomandi
kostur á að brúa bilið með því að
leggja fram niðurstöður raunfærni-
mats þar sem reynsla er metin til
jafns við menntun.
Skipulagt lotunám
Námið í háskólagátt í ensku er
skipulagt í lotum og verða tvær lot-
ur nú á vorönn og tvær á sumarönn
og lýkur í byrjun ágúst eins og fyrr
segir. Hver lota stendur í sjö vikur
og er byggð upp þannig að kennt er
í sex vikur og sjöunda vika er náms-
matsvika. Þó eru nokkur námskeið,
eðlis þeirra vegna, ýmist kennd í
styttri eða lengri lotum. Á vorönn
er forlota sem stendur yfir í rúma
viku í upphafi annar og eru hún ein-
mitt framundan núna. Að sögn Leifs
auðveldar lotukerfið nemendum að
einbeita sér að þeim námsgreinum
sem þeir taka hverju sinni og álagið
verður jafnara yfir kennslutímabilið.
mm
Fjörutíu nemendur innritaðir í nýja háskólagátt í ensku
Háskólinn á Bifröst kemur til móts við fjölda fólks sem nú er án vinnu
Bifröst og umhverfið í Norðurárdal skartaði sínu fegursta síðastliðinn fimmtudag í björtu en köldu miðsvetrarveðri.
Hér er að hefjast kennslustund. Sævar Ari Finnbogason kennari lengst til hægri. Þrír af fjórum staðnemendum eru viðstaddir,
en flestir nemendur eru heima hjá sér í fjarnámi. Leifur Finnbogason stendur fjær. Ljósm. mm.
Áhugasamir nemendur í upphafi kennslustundar. Ljósm. mm.
Íslenskukennarar Háskólagáttar, f.h. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og Sigríður
Kristinsdóttur, ásamt Leifi Finnbogasyni. Þarna var verið að framkvæma munnleg
stöðupróf í íslensku til að hver og einn fái íslenskunám við hæfi. Ljósm. Bifröst.