Skessuhorn - 03.02.2021, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 3. FEbRúAR 2021 17
Verslun okkar á Akranesi er lokuð laugardaginn
6. febrúar vegna framkvæmda. Biðjumst velvirðingar
á þeim óþægindum sem þetta kanna að valda.
Skagamenn athugið
Leifur Finnbogason umsjónar-
maður háskólagáttar á ensku við
Háskólann á bifröst er með bA
próf í HHS frá skólanum og stefnir
síðar meir á masterspróf í alþjóða-
samskiptum. Hann er uppalinn í
Hítar dal á Mýrum, fæddur 1989 og
á tvær yngri systur. Foreldrar hans
eru Finnbogi Leifsson bóndi og
sveitarstjórnarmaður og Erla Dögg
Ármannsdóttir bókari. Hítardalur
á Mýrum er í samnefndum falleg-
um dal, langt upp til fjalla og sam-
göngulega nokkuð úr þjóðbraut.
Leifur segir að staðsetningin hafi
bæði kosti og galla. Kostirnir séu
náttúrufegurð og friðsæld sem felst
í afar lítilli umferð, en gallarnir séu
fyrst og fremst þeir að fjarskipta-
fyrirtæki hafa ekki séð hag sínum
borgið með að þjónusta bæina með
viðunandi sjónvarps- og símasam-
bandi. „Símasambandsleysi komst
í hámæli eftir að stóra skriðan féll
í dalnum sumarið 2018. Þá komu
margir á svæðið og það virtist
koma öllum í opna skjöldu að það
væri ekkert símasamband! Samt
hefur ítrekað verið bent á það og
pabbi lét meðal annars einhverju
sinni þau boð út ganga að betra
væri að senda honum reykmerki,
en reyna að ná í hann í síma eða
senda SMS skilaboð. Reyndar var
eftir að skriðan féll sett upp Tetra
stöð til bráðabirgða, en símasam-
band er ennþá nákvæmlega jafn lé-
legt og það hefur verið frá upphafi
byggðar. Það er bót í máli að net-
samband er viðunandi og hægt að
streyma fréttunum á RUV í gegn-
um það og pabbi getur tekið þátt
í streymisfundum sveitarstjórnar. Í
rauninni er Hítardalur afskekktur,
en samt eiginlega svona skemmti-
lega afskekktur. Þetta er falleg sveit
sem fáir þekkja og því er friðsælt
og það hefur vissulega sína kosti.
Engu að síður er heiman frá og til
Reykjavíkur ekki nema hálfs annars
tíma akstur og það telst ekki langur
ferðatími og ef maður lítur þann-
ig á málið þá er Hítardalur ekki af-
skekktur.“
Framhaldsskólagangan
í Reykjavík
Leifur fór allan grunnskólaaldurinn
með skólabíl í borgarnes en fram-
haldsnámið var tekið í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð. „Ég er
elstur systkinanna. Þegar ég byrj-
aði í námi í Reykjavík keyptu for-
eldrar mínir íbúð fyrir sunnan og
mamma flutti þangað og annaðist
okkur systkinin þegar við vorum
komin þangað í nám. Eftir nokk-
ur ár skellti hún sér svo í nám með-
fram vinnu. Pabbi var heima og
sá um búið og sinnti félagsmálun-
um, en hann er nú búinn að sitja
nánast samfellt í sveitarstjórn frá
1984. Mamma fer svo í sveitina til
hans um helgar, allavega þegar er
fært. Hún er nú búin að ljúka námi
sem viðurkenndur bókari og starf-
ar hjá fyrirtæki fyrir sunnan. Pabbi
er hins vegar áfram með kindur en
hefur fækkað þeim talsvert upp á
síðkastið, eru núna 300 en voru um
600 þegar mest var.“
Stefnir áfram á nám
Eftir að framhaldsskóla lauk prófaði
Leifur að læra heimspeki við Há-
skóla Íslands en hætti í því námi og
vann í nokkur ár fyrir sér í Reykja-
vík. Fór til náms á bifröst 2017 og
hefur búið þar síðan. „HHS námið
á bifröst er gagnlegt nám og hefur
nýst mér ágætlega við þessa vinnu
við háskólagáttina, en í bA ritgerð-
inni fjallaði ég um Lánasjóð náms-
manna,“ segir Leifur en markmið
hans er að taka mastersnám í al-
þjóðasamskiptum við Háskóla Ís-
lands. „Ég ætlaði að vera farinn í
það nám núna en frestaði því þar
sem mér var boðið þetta starf hér
á bifröst. Ég var fljótur að þiggja
það, enda er ekki eftirsóknarvert
að flytja í kóvið í Reykjavík við þær
aðstæður sem þar hafa verið.“
Ánægður með áherslur
nýs rektors
Leifur er ánægður með þær
áherslur sem Margrét Jónsdóttir
Njarðvík rektor er að leggja á bif-
röst og stefnumótun sem þar er í
gangi. „Ég er ánægður með að lögð
verði áherslu á að fjölga íbúum á
bifröst og að fá fólk hingað á svæð-
ið til búsetu. Sjálfum fannst mér
það ögrandi og skemmtilegt að
fara út fyrir þægindarammann og
kynnast sjálfum mér betur með því
að flytja á bifröst. Að kynnast öðr-
um íbúum er einnig ákveðinn skóli,
því þegar maður vinnur hópverk-
efni með Íslendingum jafnt og út-
lendingum kynnist maður ólíkum
siðum og venjum. Lærdómsum-
hverfið í svona skólaþorpum er því
skóli út af fyrir sig. Vissulega getur
það verið þægilegt að stunda fjar-
nám, en búseta á svona skólacam-
pus gefur manni meira. Ekki sakar
að hér í Norðurárdal er umhverf-
ið fallegt og friðsæld mikil. Nú eft-
ir að ég sjálfur er farinn að starfa
við skólann finnst mér ekki síður
skemmtilegt að hjálpa erlendu fólki
á Íslandi að aðlagast landinu okkar
betur. Þetta er ég sérlega ánægður
með í þeim áherslum sem nýr rekt-
or er að koma með. Helstu ógn-
anirnar fyrir bifröst núna eru þær
að fólk sem hér hefur búið og ver-
ið í skóla hefur gjarnan starfað eitt-
hvað samhliða náminu til að kljúfa
kostnaðarhliðina og flestir þá við
ferðaþjónustu. Nú eru takmörkuð
atvinnutækifæri þar vegna veirunn-
ar. Miðað við húsakostinn á bifröst
gætu hæglega búið þar 350-400
manns fleiri en gera í dag. Það er
því verkefni samfélagsins að kynna
kosti þess að búa á bifröst, hvort
sem það er til að stunda hér nám,
fjarvinnu eða vinnu á svæðinu. Það
styrkir svo stoðir leik- og grunn-
skóla, verslunar og annarrar þjón-
ustu við íbúa í héraðinu – og all-
ir hagnast. Samfélagið hér er þétt
og allir þekkjast, ekki of fjölmennt
en ekki of fámennt heldur,“ segir
Leifur Finnbogason að endingu.
mm
Segir spennandi að koma að skipulagningu náms fyrir útlendinga
Leifur Finnbogason umsjónarmaður háskólagáttar á ensku á Bifröst. Ljósm. James Einar Becker.