Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2021, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 03.02.2021, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 3. FEbRúAR 2021 31 VÍS er nýr bakhjarl Körfuknatt- leikssambands Íslands (KKÍ). „Þrátt fyrir óvissu vegna alheimsfaraldurs- ins er það gleðiefni að framundan sé bikarkeppni KKÍ en þá verður barist um VÍS bikarinn. Því er ljóst að körfuboltinn verður rauðari en hann hefur nokkurn tímann verið,“ segir í tilkynningu frá KKÍ og VÍS. mm Allir leikir íslenska karlalandsliðs- ins í fótbolta frá árinu 2022 til og með 2028 verða sýndir á streymis- veitunni Viaplay. Frá því var greint á fréttavef Ríkisútvarpsins að nor- ræna fjölmiðlasamsteypan NENT Group hafi samið við UEFA, Evr- ópska knattspyrnusambandið, og þar með tryggt sér sýningarrétt á öllum leikjum íslenska karlalands- liðsins í fótbolta. RúV hefur undanfarið sýnt alla leiki íslenska karlalandsliðsins í undankeppni EM og HM en Stöð 2 Sport hefur haft sýningarrétt á Þjóðadeild Evrópu. Leikir Íslands í undankeppni fyrir HM 2022 og HM 2022 verða þó sýndir á RúV þar sem RúV var búið að tryggja sýningarrétt á þeim leikjum. Stöð 2 Sport er enn með sýningarréttinn á EM 2020 sem átti að fara fram síðasta sumar en var frestað vegna COVID-19 þar til næsta sumar. RúV hefur eftir Anders Jens- en, forstjóra og framkvæmdastjóra NENT Group, að Viaplay vilji vera leiðandi íþróttastöð í þeim lönd- um sem veitan sendir út í. Viaplay er ekki aðgengilegt á myndlyklum en með áskrift er hægt að streyma efni þeirra í snjallsjónvarp, í gegn- um Apple TV eða sambærilegan búnað eða í símum og tölvum, ekki ósvipað og streymisveitan Netflix. Þetta er í fyrsta sinn sem UEFA gerir svona einkaréttarsamning við streymisveitu. Samkvæmt netsíðu Viaplay kostar mánaðaráskrift af efni streymisveitunnar 1.599 krón- ur með íþróttum. arg Nóg var að gera hjá Skallagrímsmönnum um helgina en liðið mætti Sindra á föstudaginn og Vestra á sunnudag í 1. deild karla í körfubolta. Skallagrímur tapaði stórt, 92-64, þegar lið- ið sóttir Sindra á heim á Höfn. borgnesingar eltu heimamenn allan leikinn og strax eftir fimm mín- útur skildu leiðir þegar heimamenn voru komnir sex stigum yfir, 14-8. Þegar fyrsta leikhluta lauk var Sindri 13 stiga forystu 27-14. borgnesing- ar náðu aldrei að minnka muninn í meira en níu stig í öðrum leik- hluta og þegar gengið var til bún- ingsklefa í hálfleik var staðan 52-31 heimamönnum í vil. Í síðari hálfleik var lítið að frétta, Sindri hélt áfram að skilja sig betur frá Skallagríms- mönnum og lokatölur 92-64. Í liði Skallagríms var Nebojsa Knezevic stigahæstur með 17 stig, Kristófer Gíslason skoraði tíu stig og tók fimm fráköst og Davíð Guð- mundsson skoraði níu stig en aðr- ir skoruðu minna. Í liði Sindra var Gerard blat baeza stigahæstur með 24 stig og sex fráköst, Gerald Rob- inson skoraði 16 stig og tók 14 frá- köst og Gísli Þórarinn Hallsson skoraði 15 stig en aðrir skoruðu minna. Töpuðu á heimavelli Skallagrímur kom sterkari til leiks þegar liðið mætti Vestra í borgar- nesi á sunnudag, en það dugði ekki til og töpuðu borgnesingar með þremur stigum, 84-81. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og voru heimamenn þremur stig- um yfir í lok leikhlutans. Í öðrum leikhluta náðu gestirnir að kom- ast í 13 stiga forystu um tíma en heimamenn voru fljótir að bregðast við og þegar flautað var til hálf- leiks var munurinn fimm stig, 52-47 fyrir gestina. Vestri náði að halda for- ystunni í þriðja leikhluta en heimamenn gættu þess að hleypa þeim ekki of langt framúr sér og stað- an 66-62 þegar lokaleik- hlutinn hófst. Lítið markvert gerð- ist eftir það, gestirnir leiddu áfram en borgnesingar eltu stíft og loka- tölur 84-81 gestunum í vil. Í liði Skallagríms var Mustapha Traore atkvæðamestur með 26 stig og sjö fráköst, Kristófer Gísla- son skoraði 13 stig og Davíð Guð- mundsson og Marinó Þór Pálma- son skoruðu tólf stig hvor, en aðrir skoruðu minna. Í liði Vestra voru Arnar Smári bjarnason og Ken-Jah bosley atkvæðamestir með 21 stig hvor. Skallagrímur leikur næst föstu- daginn 12. febrúar þegar liðið sæk- ir Álftanes heim. arg/ Ljósm. Sindri Snæfell tapaði með átta stigum gegn Fjölni þegar liðin mættust í Stykk- ishólmi í Domino‘s deild kvenna í körfubolta síðastliðinn miðviku- dag. Fjölniskonur komu sterkar til leiks og voru komnar fjórum stig- um yfir í lok fyrsta leikhluta, 22-18. Ekkert markvert átti sér stað í öðr- um leikhluta og Fjölnir hélt áfram að leiða og þegar haldið var til bún- ingsklefa í hléinu voru þær með 40 stig gegn 32. Eftir hléið lifnaði að- eins meira við Snæfellskonum og þær náðu að saxa vel á forskot gest- anna en komust aldrei nær þeim en tvö stig, 48-46 og þegar leiknum lauk var staðan 74-66 fyrir Fjölni. Í liði Snæfells var Haiden Denise Palmer með 15 stig, níu stoðsend- ingar og sex fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir skoraði einnig 15 stig auk þess að taka sex fráköst, Emese Vida skoraði ellefu stig og tók 17 fráköst, Tinna Guðrún Alexand- ersdóttir skoraði einnig ellefu stig, Kamilé berenyté var með sex stig, Rebekka Rán Karlsdóttir skoraði fimm stig og Dagný Inga Magnús- dóttir skoraði þrjú stig. Ariel Hearn átti góðan leik með Fjölni og skoraði 30 stig, tók 13 fráköst og gaf sex stoðsendingar, Fanney Ragnarsdóttir skoraði 14 stig, Lina Pikciuté og Margrét Ósk Einarsdóttir skoruðu átta stig hvor, Stefanía Ósk Ólafsdóttir skoraði fimm stig, Sara Carina Vaz Djassi skoraði fjögur stig og tók átta frá- köst, Emma Sóldís Svan Hjördís- ardóttir skoraði þrjú stig og Heiða Hlín björnsdóttir skoraði tvö. Snæfell er nú í sjötta sæti deild- arinnar með fjögur stig, eins og breiðablik. Nú er landsleikjahlé og verður næsti leikur Snæfells gegn Keflavík í Stykkishólmi 17. febrúar. arg Skallagrímur tapaði fyrir fyr- ir Haukum þegar liðin mættust í borgarnesi á miðvikudagskvöldið í Domino‘s deild kvenna í körfu- bolta. Skallagrímskonur kom- ust yfir á fyrstu tveimur mínútum leiksins en sú forysta entist stutt og eftir fjórar mínútur voru Hafnfirð- ingar búnir að jafna. Haukar tóku þá alveg við stjórninni á vellinum og voru komnar með átta stiga for- ystu í lok fyrsta leikhluta, 19-11. Skallagrímskonur eltu stíft í öðr- um leikhluta en náðu þó aldrei að jafna og þegar gengið var til klefa í hálfleik voru gestirnir með 32 stig gegn 25. Efti hléið gáfu Haukakon- ur allt í leikinn og voru þær 16 stig- um yfir þegar þriðji leikhluti klár- aðist, 54-38. Í lokaleikhlutanum sóttu Skallagrímskonur grimmt en Hakuar gáfu ekkert eftir og héldu yfirhöndinni allan tímann. Heima- menn náðu að minnka muninn í tvö stig en komust aldrei nær og loka- tölur 65 stig gegn 59 gestunum í vil. Keira Robinson var stigahæst í liðið Skallagríms með 23 stig. Ni- kita Telesford kom þar næst með 22 stig og átta fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði sjö stig og gaf fimm stoðsendingar, Maja Mic- halska skoraði þrjú stig og tók sex fráköst og Gunnhildur Lind Hans- dóttir og Embla Kristínardóttir skoruðu tvö stig hvor. Í liði Hauka var Alyesha Lovett atkvæðamest með 21 stig og 19 frá- köst, Eva Margrét Kristjánsdóttir skoraði 14 stig, bríet Sif Hinriks- dóttir skoraði átta stig, Þóra Kristín Jónsdóttir var með sjö stig og Irena Sól Jónsdóttir, Lovísa björt Henn- ingsdóttir og Rósa björk Péturs- dóttir skoruðu fimm stig hvor. Skallagrímur er nú í fimmta sæti deildarinnar með sex stig. Vegna landsleikjahlés leika Snæfellskonur næst við KR í borgarnesi 17. febrú- ar. arg Leikir karlalandsliðs- ins í fótbolta seldir til streymisveitu Haiden Denise Palmer var stigahæst Snæfellskvenna í tapi gegn Fjölni. Ljósm. sá. Snæfell tapaði fyrir Fjölni á heimavelli Keppt verður um VÍS bikarinn í körfunni Helgi Bjarnason forstjóri VÍS og Hannes S Jóns- son formaður KKÍ. Skallagrímskonur. Ljósm. úr safni. Tap gegn Haukum í Fjósinu Skallagrímsmenn töpuðu báðum leikjum vikunnar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.