Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2021, Síða 15

Skessuhorn - 24.02.2021, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 24. FeBRúAR 2021 15 AUGLÝSING UM SKIPULAG - BORGARBYGGÐ Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýstar tillögur að nýju deiliskipulagi í Borgarbyggð. Deiliskipulag Munaðarnes – Engjaás. Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 4. apríl 2020 að auglýsa tillögu að nýju deili- skipulagi í Engjaási, Munaðarnesi í Borgarbyggð. Deiliskipulagið er í landi Munaðarness og tekur til 1,8 ha svæðis. Innan þess eru skilgreindar tvær frístundalóðir. Aðkoma að lóðum verður um Kýrholtsás sem tengist heimreið að Munaðar- nesi (5294). Ætlunin er að skapa ramma um heildstæða og vistvæna frístundabyggð tveggja lóða og að landnýting sé eins hagkvæm og kostur er. Deiliskipulag íbúðarhúsa og frístundahúsa úr landi Mels í Borgarbyggð. Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 10. september 2020 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðar- og frístundahús í landi Mels í Borgarbyggð. Deiliskipulagið er í landi Mels og tekur til íbúðarsvæðis Í5 og frístundabyggðar F131 auk opins svæðis. Innan íbúðarsvæðis eru skilgreindar þrjár lóðir, þegar byggðar, hver lóð yfir 2,5 ha að flatarmáli og sex frístundalóðir rúmlega 1,3 ha að flatarmáli, hver lóð. Nes í Reykholtsdal. Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 10. september 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í landi Ness. Deiliskipulagið tekur til fjögurra lóða fyrir smábýli úr landi Ness og heita lóðirnar Hringanes 1-4. Allar lóðirnar eru yfir 1 ha að stærð og eru ætlaðar börnum ábúandans. Deiliskipulag golfvallar, íbúðarhúsalóða og frístundalóða Nesi, Reykholtsdal. Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 10. september 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í landi Ness. Deiliskipulagið tekur til 20 ha svæðis og gerir grein fyrir 6 frístundahúsum (F109) og 9 holu golfvelli (O29). Gert er ráð fyrir 2 íbúðarhúsalóðum og 2 lóðum fyrir frístundahús. Deiliskipulag útleiguhúsa í landi Steðja í Borgarbyggð. Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 8. október 2020 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi í landi Steðja. Deiliskipulagið er í landi Steðja og tekur til nýrrar lóðar þar sem skilgreindir eru fjórir bygg- ingarreitir. Heildarstærð nýrrar lóðar verður 3.970 m2. Heimilt verður að byggja útleiguhús til ferðaþjónustu í tengslum við núverandi starfsemi á jörðinni. Aðkoma að húsunum verður um veginn Steðja (5160) sem tengist Borgarfjarðarbraut (50). Ofangreindar deiliskipulagstillögur eru aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgar- byggd.is frá 27. febrúar 2021 til og með 10. apríl 2021. Ef óskað er eftir nánari kynningu á ofangreindum tillögum þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa. Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera at- hugasemd við auglýstar skipulagstillögur og er frestur til að skila inn athugasemdum til 10. apríl 2021. Athugasemdum skal skila skriflega í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulagsfulltrui@borgarbyggd.is . Borgarbyggð, 27. febrúar 2021. Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar. Michael Nevin sendiherra Bret- lands hér á landi, ásamt föruneyti, sótti Borgarbyggð heim síðast- liðinn mánudag. Sendiherrann fundaði með sveitarstjórn Borgar- byggðar, fulltrúum fyrirtækja í hér- aðinu, Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og fleirum. Blaða- maður Skessuhorns settist niður með sendiherranum á Kaffi Kyrrð í Borgarnesi og ræddi stuttlega við hann um tilgang heimsóknarinnar. Sendiherrann, Michael, sagðist í fyrsta lagi vera afskaplega feginn að komast aðeins út úr sendiráðinu og út fyrir borgarmörkin enda lítið getað farið síðastliðið ár. Borgar- byggð væri afskaplega góður staður til að koma á og tilgangurinn með heimsókninni væri að styrkja tengsl þjóðanna, að auka gagnkvæman skilning á milli þeirra og svo ein- faldlega að sjá hvað um væri að vera í íslensku samfélagi. Á Íslandi búa í dag um 1.100 Bretar og þar af eru þeir hér á Vest- urlandi um 50. Hlutverk sendi- ráðsins er fyrst og fremst að gæta hagsmuna Breta á Íslandi en jafn- framt að fylgjast með og koma auga á tækifæri í viðskiptum og að fylgj- ast með ýmis konar áhugaverðum nýjungum og nýsköpun. „Hér í Borgarbyggð hafið þið mjög góðan landbúnaðarháskóla og við eigum að sama skapi mjög góða landbún- aðarháskóla. Við höfum áhuga á að skoða hvernig skólinn hér horf- ir til framtíðar og hvort við sjáum grundvöll fyrir hvers kyns samstarfi á þeim vettvangi. Við getum vissu- lega lært hvert af öðru á þessu sviði. Við hugsum þetta til lengri tíma og viljum skoða hvort við getum átt samstarf sem gagnast báðum að- ilum um ókomna framtíð,“ sagði Michael. Mikilvægara hlutverk eftir Brexit Aðspurður um hvort útganga Breta úr evrópusamstarfinu, Brex- it, hafi breytt hlutverki sendiráðs- ins þá segir Michael að það geri hlutverk sendiráðsins jafnvel enn mikilvægara en það var áður. „Við þurfum að gera fólki grein fyrir því að Bretland er opið og að við erum enn hluti af evrópu þó við stönd- um nú utan sambandsins. Við gæt- um hagsmuna okkar í hinum ýmsu samningum sem náðst hafa milli landanna og að öll samskipti gangi sem best fyrir sig. Fram til þessa höfum við ekki orðið vör við ann- að en að samskiptin gangi eins og best verður á kosið.“ Í heimsókn sinni heimsótti sendiherrann meðal annars verk- smiðju Steypustöðvarinnar í Borgarnesi og sagði áhugavert að skoða framleiðslu fyrirtækisins í ljósi loftslagsbreytinga. Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um loftslags- breytingar, COP 26, verður hald- in í Glasgow síðar á þessu ári og ræddi sendiherrann um hvernig líf okkar allra er að breytast í ljósi loftstlagsbreytinga. Sagði hann áhugavert að fá að skoða hvernig Steypustöðin er að breyta sínum framleiðsluferlum með tilliti til þessara breytinga. Michael sagði áhugavert að fylgjast með hvernig Íslendingar hefðu tekist á við Covid-19 og að vinna heima. Faraldurinn hefði í raun skapað ýmis tækifæri í stofn- un nýrra fyrirtækja og að sumu leyti afturhvarf til fyrri hátta þar sem handverk var haft í hávegum. Þá sagðist hann fylgjast vel með fyrirhuguðum framkvæmdum við Sundabraut sem koma til með að stytta ferðatímann milli Vestur- lands og höfuðborgarsvæðisins umtalsvert. Skapa tengsl Michael sagðist hlakka til að hitta Breta á svæðinu því að þótt ýmis- legt sé hægt að gera á samfélags- miðlum þá stenst það ekki saman- burð við að hitta og ræða við fólk í eigin persónu. Markmið hans væri að sendiráðið væri ekki ein- göngu fyrir upplýsingar um vega- bréf heldur að vera opið og vinna í því að skapa tengsl við fólk. Hlut- verkið væri líka að koma Bretlandi á framfæri við þá sem vilja stunda nám eða starfa þar. Hlutirnir hafa breyst með til- komu Brexit en það þýðir ekki að fólk geti ekki ferðast til Bretlands. „ef fólk ætlar að starfa eða nema í Bretlandi þarf vissulega vega- bréfsáritun en fyrir ferðamenn er breytingin lítil sem engin. Fyrir þá sem vilja fara í verslunarferð til Bretlands eða horfa á besta knatt- spyrnulið Bretlands, Manches- ter United, vinna leiki eða jafnvel gráta þegar Liverpool tapar leik, þá er það mjög einfalt og þarf ekki áritun,“ segir Michael og brosir. frg Enn hægt að horfa á Manchester United vinna leiki Rætt við breska sendiherrann sem kom í kurteisisheimsókn í Borgarbyggð á mánudaginn Sendiherra Breta, Michael Nevin á Blómasetrinu Kaffi Kyrrð í Borgarnesi, þar sem blaðamaður ræddi við hann síðdegis á mánudaginn. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Ert þú ekki örugglega áskrifandi?

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.