Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2021, Page 30

Skessuhorn - 24.02.2021, Page 30
MIÐVIKUDAGUR 24. FeBRúAR 202130 Hver er mikilvægasti hluturinn á heimilinu þínu? Spurning vikunnar (Spurt á netinu) Hugrún Björt Hermannsdóttir Hmmm, ætli að það sé ekki ís- skápurinn eða þvottavélin. Jökull Harðarson Kaffivélin. Hrefna Dan Kaffivélin okkar, fátt betra en góður kaffibolli. Jóna Björk Sigurjónsdóttir Þvottavél, uppþvottavél og ryk- suguróbotinn. Ágætt að eiga ofn og borðplötu líka og áhöld til að elda með. Gæti samt lif- að án ryksuguróbots en ekki án þvottavélar og uppþvottavélar. Körfuknattleikskonan Anna Soffía Lárusdóttir hefur verið val- in Íþróttamaður Umf. Snæfells árið 2020. Á síðustu leiktíð tók hún stórt stökk á sínum ferli en hún spilaði stórt hlutverk í úrvals- deildarliði Snæfells. „Anna Soffía fór úr því að verða efnileg í það að vera fullmótaður leikmaður með mikinn metnað fyrir sínum leik. Hún var máttarstólpi liðsins í vörninni og fékk ávallt það hlut- verk að stoppa helstu skorara and- stæðingsins. Styrkur góðra leik- manna er hins vegar að vera góður á báðum endum vallarins en Anna Soffía átti frábæra leiki sóknarlega og var óhrædd að keyra á körfuna í bland við hennar frábæru skot,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Þá segir að Anna Soffía sé mikill liðs- maður bæði innan sem utan vallar og er hún frábær fyrirmynd yngri iðkenda. „Anna Soffía hefur með miklum metnaði og aukaæfingum lyft sínum leik á hærra plan. Hún á nú sjö landsleiki með undir 20 ára og níu landsleiki með undir 16 ára í körfu.“ mm Bikarkeppni KSÍ hefst í byrjun apríl og eru flest lið komin á fullt að undirbúa sig fyrir keppnina sem og tímabilið. Að þessu sinni sendir Reynir Hellissandi lið til þátttöku í bikarkeppninni en Reynir dróst gegn Aftureldingu sem spilar í 1. deildinni í sumar. Heimildamynd verður gerð um þátttöku liðsins í bikarkeppninni. Það er heimamað- urinn Kári Viðarsson sem stend- ur fyrir því ævintýri sem framund- an er hjá Reynismönnum. Það var faðir hans, Viðar Gylfason, sem á sínum tíma var í fararbroddi við að gera grasvöllinn á Hellissandi fyrir réttum aldarfjórðungi síðan. Setti Viðar saman lið í bikarkeppn- ina árið 1996 til að geta vígt völl- inn með bikarleik. Það gekk því miður ekki eftir þar sem fyrsti leik- ur Reynis var útileikur gegn GG og tapaðist 10-0. Þó flestir leik- menn liðsins hafi ekki spilað mik- inn keppnisbolta undanfarið verða þeir allir klárir í leikinn í vor enda er það ungmennafélagsandinn sem er við lýði þar og mestu máli skiptir að hjartað sé á réttum stað. Kári Viðarsson var ánægður með að Reynir hefði dregist á móti sterkum mótherja þótt drauma- mótherjinn hefði að sjálfsögðu ver- ið Víkingur Ó. Sagði hann í sam- tali við fréttaritara Skessuhorns að völlurinn yrði tilbúinn þegar til kæmi enda væri garðyrkjumaður einn liðsmanna og myndi sá nostra við völlinn ef á þyrfti að halda. Strákarnir í Reyni setja stefnuna auðvitað á sigur og ætla að gera Aftureldingu erfitt fyrir. Þeir von- ast jafnframt til að sem flestir mæti á völlinn og að áhorfendamet verði slegið. Þess má geta að leikurinn er settur laugardaginn 10. apríl klukk- an 16:00. þa Ágústa einarsdóttir og Rut Rún- arsdóttir hafa séð um heilsuefl- ingu fyrir 60 ára og eldri og ör- yrkja í Grundarfirði í vetur. „Við erum með þeim alla daga og það er ótrúlega gaman,“ segja þær hressar í samtali við blaðamann. „Við för- um í hóptíma í íþróttahúsinu sinu sinni í viku en svo skiptum við þeim í smærri hópa sem koma í rækt- ina hina daga vikunnar,“ útskýrir Ágústa. Þær tóku við þessu verkefni í september á síðasta ári þegar lítið var um takmarkanir í samfélaginu. en síðan þá hafa miklar breyting- ar orðið. Aðspurðar segjast þær hafa tæklað samkomutakmarkanir og lokanir á líkamsræktarstöðvum með því að nýta útisvæði og hugsa út fyrir kassann. „Við höfum gert allskonar. Fyrst hittumst við úti og gerðum æfingar saman og höfðum bara gaman,“ segir Rut. Þegar lok- að var fyrir útiæfingar færðu þær sig yfir á samfélagsmiðla þar sem þær hvöttu fólk áfram í hreyfingu. „Við erum með hóp á Facebook þar sem við settum inn upplýsingar og hvöttum fólk áfram. Við settum upp ratleik með ýmsum æfingum á litlu svæði hér sem við köllum Þríhyrn- inginn. Svo heyrðum við af því að fleiri fóru þangað að taka æfingarn- ar,“ segja þær. „Við auglýstum þetta líka hér innanbæjar fyrir alla. Það var alveg óþarfi að einblína bara á eldri borgar. Þetta voru allt æfingar sem allir gátu gert,“ segir Rut. Miklir naglar Aðspurðar segja þær þátttöku eldri borgara í heilsueflingu hafa verið mjög góða í vetur, þrátt fyr- ir heimsfaraldurinn, og eru þær mjög ánægðar að sjá hversu dug- legir Grundfirðingar voru að fara út og hreyfa sig í lokunum. „Þetta er svo frábær hópur sem við erum með. Þau voru svo dugleg að hvetja hvert annað áfram, hittast í smærri hópum til að labba sam- an og gera æfingar,“ segir Ágústa. Þær hlakka mikið til að halda áfram núna þegar samkomutak- markanir halda áfram að rýmka. „Þetta er bara svo gaman,“ seg- ir Rut. „Við munum halda áfram að hittast reglulega og getum von- andi farið að stækka hópana. Við viljum samt passa að hafa hóp- ana ekki of stóra svo allir fái eins góða þjónustu og þeir þurfa,“ seg- ir Ágústa. „Við erum svo þakklát- ar fyrir þetta verkefni, þetta gef- ur okkur svo mikið. Þetta eru allt svo miklir naglar, meiri naglar en við gerðum ráð fyrir,“ segir Rut og Ágústa tekur undir það. Skemmtilegur aldurshópur Spurðar hvort þær hafi áður verið með heilsueflingu fyrir eldri borg- ara segja þær svo ekki vera. „Við erum sjálfar svo nýlega byrjaðar í þessu öllu. Við byrjuðum á að læra spinningkennarann, svo hóptíma- kennarann og svo bara datt þetta verkefni upp í hendurnar á okkur sem við erum mjög þakklátar fyr- ir,“ segir Rut og bætir við að hóp- urinn samanstendur af fólki á aldr- inum 60-92 ára. „Við erum með einn hörkuduglegann 92 ára sem fór í planka hér um daginn,“ segir Ágústa. „Það er svo gaman að vera með þennan aldurshóp. Þau eru svo þakklát og það skiptir þau svo miklu máli að fá þessa tíma. eldri borgarar þurfa hreyfingu til að auka lífsgæði og það hvetur okkur áfram að sjá hvað þetta gerir mik- ið fyrir þau,“ segir Ágústa. „Við reynum bara alltaf að hafa þetta skemmtilegt, sprella smá og hafa gaman. Við erum öll alltaf eins og 27 ára í hausnum, það er bara lík- aminn sem eldist. Þau hafa alveg jafn gaman að svona fíflaskap og sprelli eins og við,“ segja þær. arg Heimildamynd gerð um bikarleik Reynis á Hellissandi Bikarleikurinn fer fram á Reynisvelli á Hellissandi. Anna Soffía Lárusdóttir. Með henni eru þau María Valdimarsdóttir, móðir hennar, og Kristinn Hjörleifsson en þau eru stjórnarfólk í Snæfelli. Ljósm. sá. Anna Soffía er Íþrótta- maður Snæfells 2020 Á öskudaginn klæddi Rut sig upp sem Lína langsokkur og Ágústa sem Níels api. Þetta sprell vakti mikla lukku í tímanum hjá eldri borgurum. Ljósm. tfk. „Við reynum bara alltaf að hafa þetta skemmtilegt“

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.