Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2012, Page 7
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2012
Sesselja, langamma
mín, var fædd og
alin upp á Höfða
og eyddi þar öllum
stundum, meðan
kraftar entust, þótt
hún ætti sitt heimili
í Reykjavík.
Sigurður langafi
minn var ætt-
aður frá Votmúla
í Flóa. Þar fæddist
mamma hans, Anna
Lafranzdóttir, og
þar bjó Lafranz
afi hans. Langafi
var af Bergsætt.
Hann var meiri-
partinn af sinni
starfsævi skrifari
á Kirkjusandi hjá
Tryggva Ofeigssyni.
Langafi átti líka ófá
handtökin austur á
Höfða.
Um leið geri ég mér ljóst að þessi yndislega amma
mín sem situr þarna á móti mér, svo falleg og ungleg,
hefur horft inn í allt aðra og mér framandi veröld, ver-
öld sem er í senn heillandi og spennandi. Eg er svo
glöð yfir því að hafa fengið að skyggnast inn í hana.
Skólagangan
En amma átti sér líka bemsku í Reykjavík. Hún var
átta ára þegar hún byrjaði í Laugarnesskólanum í
Reykjavík, ári á eftir öðrum börnum. Aðspurð sagði
hún það ekki hafa komið að sök, af því að hún var flug-
læs og vel skrifandi. Eftir inntökupróf hjá skólastjór-
anum. hafi hún verið sett í besta bekkinn, hjá hinum
þekkta og frábæra kennara, Skeggja Asbjarnarsyni.
„Við krakkarnir í bekknum vorum kölluð englabömin
hans Skeggja “ sagði amma hróðug.
Morgunsöngur var fastur liður á hverjum degi.
Hringt var inn með bjöllu og þurftu krakkarnir að
raða sér upp í skipulegar raðir fyrir utan skólann.
„Mér er minnisstætt að „afi“, umsjónarmaður skól-
ans, kom reglulega með stóran brúsa af lýsi, sem var
helt í könnu, og Skeggi gekk á milli okkar barnanna
og hellti upp í okkur, en þó mismiklu! Magnið fór eft-
ir því í hversu miklu uppáhaldi við vorum hjá hon-
um!“
Hvernig var að koma til Reykjavrkur í skóla og
setjast í bekk með öðrum krökkum? „Ég var mjög
feimin, því ég var óvön því að vera í kringum mörg
börn, sem þar að auki höfðu alist upp við allt aðrar
aðstæður en ég. Ég var það þó ekki lengi.“ Fljótlega
eignaðist amma góða vinkonu í skólanum og hefur
sú vinátta varað æ síðan. „Það er ómetanlegt að geta
deilt minningum sínum allt frá bernsku með góðri
vinkonu.“
Skólaskyldu kláraði amma tólf ára gömul og hélt
svo áfram fjögur ár, fyrst tvö ár í Laugarnesskólanum
í gagnfræðadeild og síðan tvö ár í gagnfræðaskóla
Austurbæjar, Gaggó Aust. Hún vill sem minnst urn
þau ár tala og þar við situr. Segist varla hafa opnað
bók í Gaggó Aust. og hafi alla ævina séð eftir því að
mennta sig ekki meira.
Gambri og sígarettur
Hestamennskan hefur alla tíð heillað ömmu. Tólf ára
fór hún fyrst á landsmót hestamanna á Þingvöllum.
Það var eftir mikið tuð við móður sína sem hún fékk
að fara, í fylgd Björns bónda í Skálholti. En það var
nú ekki eins öruggt og það leit út fyrir að vera. Amma
var eina stelpan og hellingur af körlum með í för. Þeir
voru sífellt að staupa sig á leiðinni og einn þeirra saup
svo vel á að hann reið öfugur á hestinum sínum alla
leið að Apavatni! Þar að auki hafði þeim láðst að taka
með sér tjald!
Annars var Alfaskeið hápunktur skemmtananna
á mínum bernsku- og unglingsárum, segir amma. Þá
komu uppsveitirnar ríðandi, hestarnir voru sundreknir
yfir Hvítá og allir ferjaðir yfir á bátum. Þar sat fólk-
ið í brekkunni og söng og ömmu er minnisstætt að
hundurinn þeirra, Lubbi, tók alltaf undir og spangól-
aði hástöfum. Svo var dansað á palli fram undir morg-
un. Þarna hittust bæði ungir og aldnir og stofnað var
til margra kynna.
„Mamma var ekki ströng hvað varðar útivistar-
tíma og eftirlit“ segir amma, þegar hún rifjar upp
bernskubrekin. „Við vinkonurnar vorum líka ansi
uppátækjasamar. Atta ára gamlar ákváðum við að
smakka á drykk, sem leigjendurnir brugguðu í kjallar-
anum. Það var s.k. gambri, og ennfremur höfðum við
safnað að okkur sígarettum og vindlastubbum, en á
þeim tíma reyktu allir. Við fórum með þetta allt upp á
háaloft í Tungu, og púuðum og púuðum, alveg eins og
við sáum fullorðna fólkið gera, með þeim afleiðing-
um að það leið yfir aðra okkar og hin ældi“.
Þessi stund var bæði upphaf og endir í þeim mál-
um. Eftir það hét amma því að gerast bindindis-
manneskja, bæði á vín og tóbak, og hefur verið það
síðan.
Kelað og kysst
Sem unglingur fór amma oft í skíðaferðir og hún seg-
ist oft hafa verið djörf í brekkunum. Þá voru mörg
íþróttafélög með litla skála utan við bæinn og þar var
gist. Þá var nú kelað og kysst, mikið fjör og glens
http://www.ætt.is
7
aett@aett.is