Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2012, Page 11
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2012
Guðfinna Ragnarsdóttir:
Fimmmannaleiðið
í kirkjugarðimim á Snæfoksstöðum
Þorleifur Guðmundsson og Nesjavalla-Grímur
Fróðleiksmolar með ættfræðilegu ívafí
íNorðurkoti, sem var hjáleigafrá Öndverðarnesi
í Grímsnesi, bjuggu upp úr miðri 18. öldinni
Guðmundur Brandsson og kona hans Eydís
Grímsdóttir. Pau fórust bæði í eldsvoða, 1773,
ásamt þrem öðrum. Þetta fólk var allt jarðsett í
svo kölluðu Fimmmannaleiði í kirkjugarðinum
á Snœfoksstöðum. Vinnukonu tókst að bjarga
þrevetra syni húsbændanna, Þorleifi að nafni, út
úr logandi bænum. Þau voru þau einu sem kom-
ust lífs af úr brunanum. Ekki er getið um önn-
ur börn þeirra hjóna. Forfeður drengsins höfðu
búið í Öndverðarnesi og Norðurkoti í fjóra ætt-
liði, eða frá því um 1600. Brandur, afi Þorleifs,
var talinn tveggja manna maki, til hvers er taka
skyldi, og þar með útsjónarsamur og hagvirk-
ur. Guðmundur faðir Þorleifs og Guðni Jónsson
„gamli“, ættfaðir Reykjakotsættarinnar í Ölfusi,
voru bræðrasynir. Norðurkot fór í eyði 1938.
Goljvöllur Múrarameistarafélags Reykjavíkur er
nú þar sem Norðurkotið stóð.
Sagnir herma að Þorleifur Guðmundsson hafi
þrisvar lent í lífsháska en bjargast, tvisvar úr elds-
voða og einu sinni frá drukknun. Drengurinn fór í
Enn, eftir rúm 200 ár, sést móta fyrir kirkjustœð-
inu og kirkjugarðinum á Snœfoksstöðum, en
kirkjan var lögð niður 1801. Staðurinn er frið-
lýstur. Talið er að hann hafi verið með hinu forna
lagi, næstum kringlóttur og kirkjan í miðjum
garðinum. Þar er lítil bunga eða hóll, sem nefii-
ist Kirkjuhóll. Tvö leiði sáust lengi vel í garð-
inum, annað var Fimmmannaleiðið, sem skar sig
úr vegna stœrðar sinnar. Það er í suðvesturhorni
garðsins og er nú orðið mjög óljóst og sést best
á haustin, eftir að grösfalla, eða í litlum snjó að
vetri til. Hitt var leiði séra Vigfúsar Jónssonar,
sem var síðastur presta að Snœfoksstöðum. Hann
varð úti í hrauninu árið 1799, aðeins fimmtugur
að aldri, þegar hann var á leið frá útkirkju sinni
að Klausturhólum í stórhríð.
Skógræktarfélag Árnesinga keypti jörðina Snæfoksstaði
árið 1945, en síðasti ábúandinn sat jörðina til 1963. Hér
sést til suðurs,frá kirkjustaðnum,yfir gamla heimatúnið.
I fjarska sést í Hvítá. (Ljósmynd Guðfínna Ragnarsdóttir)
fóstur til Halldórs Brandssonar föðurbróður síns að
Úlfljótsvatni og ólst þar upp. Hann fór þangað ásamt
vinnukonunni, bjargvætti sínum, og var með þeim
kvíga sem fara átti upp í fóstrið. Þegar komið var að
vatninu og kvígan var komin í bátinn varð drengurinn
svo ókyrr að óttast var að hann mundi gera kvíguna
brjálaða og voru þau skilin eftir og átti að sækja þau
síðar.
Úti á vatninu ærðist kvígan samt og bátnum hvolfdi
og fylgdarmaðurinn drukknaði. Kona bóndans, sem
var nýstigin upp af barnssæng, sá slysið, setti fram bát
og tókst að bjarga bónda sínum. Þar bjargast Þorleifur
litli í annað sinn úr lífsháska. Þegar hann var enn á
barnsaldri, 5-6 ára, að leik inni í baðstofunni og fólk-
ið við vinnu úti, kviknaði í rúmfleti. Konu einni örv-
asa tókst að staulast út úr alelda bænum með dreng-
inn. Þar bjargaðist Þorleifur í þriðja sinn úr bráðum
lífsháska.
Steindór sýslumaður Finnsson, í Oddgeirshólum,
varð fjárhaldsmaður Þorleifs þegar hann missti for-
eldra sína. Sýslumaður keypti handa honum jörð-
ina Nesjar í Grafningi fyrir erfðafé hans. Þorleifur
kvæntist rúmlega tvítugur, Guðrúnu Magnúsdóttur,
frá Efri-Sýrlæk í Flóa, og gerðist bóndi í Nesjum. Þau
eignuðust átta börn, sex komust upp. Eitt þeirra var
Grímur, Nesjavalla-Grímur, sem frægur var og marg-
ar sögur eru til af. Hann þótti góður bóndi, refaskytta
mikil og hestamaður. Hann var einnig mjög veð-
urglöggur og talinn forspár.
http://www.ætt.is
11
aett@aett.is