Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2012, Síða 14
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2012
Jón Þ. Þór, sagnfræðingur,
rekur sögu Klausturhóla
í gamla kirkjugarðinum
í Klausturhólum, síðast-
liðið sumar, í tengslum
við Grímsneshátíðina
Brú til Borgar. (1 jósmynd
Guómundur Guðmundsson)
opnv brefi.At eg gefurj heidur med gvd oc hans
signada moder marie til œverndiligt bœnahalz
til videyar stadar jordina sem holar heita med
viij kvigilldvm. Sem lig(g)ur j grimsnesi firir
sal vigfvsar jvarssonar oc hans sonar ellendz
sem gvd þeirra sal frelsi til œfverndiligrar eign-
ar. Med ollvm þeim gognvm oc gœdvm sem til
hennar liggur oc leigit hejur fra fornv oc nyiv
oc avngvv vndann skilldv. Svo framt sem ec
matte framast med logvm hana eignast.
Minningarskjöldurinn
í Klausturhóla-
kirkjugarði.
(Ljósmynd Guðmundur
Guðmundsson)
ól þá fengið greitt meðlagið frá Klausturhólum. Árið
1703 var þó sannanlega einn holdsveikisjúklingur í
Klausturhólum. Hann hét Magnús Ásgautsson og var
24 ára gamall. Holdsveikraspítalana átti að kosta af
með tillagi af aflahlut á vetrarvertíð á Suðurlandi og
sumarvertíð á Austfjörðum, en sitthvað bendir til þess
að innheimta tillagsins hafi gengið misjafnlega.
Klausturhólar
Þar með voru Hólar orðnir eign Viðeyjarklausturs og
nú var tekið að kalla jörðina Klausturhóla, svo sem
til aðgreiningar frá öðrum „Hólum“ í Grímsnesinu.
Ekkert er hins vegar vitað um ábúendur á jörðinni þá
liðlega einu öld sem hún var í eigu klaustursins. Þegar
Viðeyjarklaustur var lagt af við siðaskipti fluttist síð-
asti ábótinn, Alexíus Pálsson, að Klausturhólum.
Það mun hafa gerst annaðhvort 1539 eða 1541 og
í Klausturhólum bjó Alexíus nánast óslitið og hélt
Grímsnesjarðir til dauðadags árið 1568.
Hann var sagður rammur að afli og við hann eru
kenndar ábótahellur, tveir miklir steinar, sem áður
voru í kirkjuvegg í Klausturhólum. Má hver sem vill
trúa þeirri þjóðsögu, sem lifað hefur í Klausturhólum,
að Alexíus hafi látið flytja hellurnar frá Þingvöllum,
þar sem hann var prestur áður en hann fór í Viðey, og
sjálfur borið þær í kirkjuvegginn.
Við siðaskiptin sló Danakonungur eign sinni á all-
ar eignir íslensku klaustranna. Þá urðu Klausturhólar
konungseign og voru það allt fram á 19du öld, en árið
1652 lagði Friðrik konungur 111. jörðina undir holds-
veikraspítala, án þess þó að afsala sér eignarhaldi.
Holdsveikraspítali var í Klausturhólum í eina öld, en
var þá fluttur að Kaldaðarnesi. Fáar heimildir hafa
hins vegar varðveist um spítalann í Klausturhólum og
við vitum til að mynda ekki hve margir holdsveik-
issjúklingar dvöldust þar á hverjum tíma.
í jarðabókinni, sem kennd er við Árna Magnússon
og Pál Vídalín, sagði að landskuld af Klausturhólum
væri goldin með „forsorgun eins spítalsks ómaga“.
Ekki kemur hins vegar fram hvort þessi holdsveiki
ómagi dvaldist alltaf í Klausturhólum, og nrá vera að
sumir þeirra hafi verið annars staðar, en bóndinn sem
Landkostir rýrir
Þegar manntal var tekið í fyrsta skipti á íslandi árið
1703 bjuggu í Klausturhólum hjónin Jón Hjörtsson
lögréttumaður og Þóra Snorradóttir. Á heimilinu voru
auk þeirra tvö börn Jóns, tvær ekkjur, vinnumaður og
vinnukona, eitt barn „sem umboði fylgir“, smalapilt-
ur. kona af ótilgreindri stétt og áðurnefndur Magnús
Ásgautsson. Á afbýlinu Klausturhólahjáleigu bjuggu
þá hjónin Guttormur Höskuldsson og Helga Jónsdóttir
ásamt fjórum ungum börnum sínum.
Upplýsingum um jarðir í Grímsneshreppi fyr-
ir Jarðabók Áma Magnússonar og Páls Vídalín var
safnað sumarið 1708. Þá bjuggu þeir Jón Hjörtsson
og Guttormur Höskuldsson enn á Klausturhólum og
í Klausturhólakoti. Bústofn beggja virðist hafa verið
í meðallagi, en landkostir voru rýrir og fóru versn-
andi:
Torfrista og stúnga lök. Mótak er því aflagt, að ei
þótti nýtandi. Grasatekja er þrotin, síðan Hekla brann
seinast. Skógarhögg á hospítalið í Miðengis skógi, og
er það árlega brúkað til eldiviðar, en þar í mót brúk-
ar Miðengi heytorfsristu í Klausturhólalandi. í túninu
gengur grjót upp árlega meir og meir, og fer það
stórlega til rýrðar. Enginu spillir sandur úr jarðföll-
um.
Þess ber hjer að gæta, að á jörðunni Klausturhólum
er meira bítskátt en annarstaðar, en óhægra dýr að
vinna, því jörðin er mjög hol af urð og hraunum.
Kirkjustaður og prestsetur
Heimildir um kristnihald í Hólum og Klausturhólum
á fyrri öldum eru óljósar, svo ekki sé fastar að orði
http://www.ætt.is
14
aett@aett.is