Morgunblaðið - 18.02.2021, Page 44

Morgunblaðið - 18.02.2021, Page 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021 Verð: 25.995.- Stærðir: 36 - 41 Vnr. E-880133 Verð: 26.995.- Stærðir: 36 - 46 Vnr. E-880124/123 Verð: 26.995.- Stærðir: 39 - 45 Vnr. 880124 Þægilegir leður götuskór með mjúkum botni, 360° vatnsvörn og góðri öndun. Henta sérlega vel í gönguferðirnar. ECCO MULTI-VENT NÝ SENDING AFVÖNDUÐUM GÖTUSKÓM Á DÖMUR OG HERRA Hildur Gunnlaugsdóttir er arkitekt sem heldur uppi ótrú- lega skemmtilegum Instagram-reikningi undir nafninu hvasso_heima. Þar deilir hún myndum af heimili sínu, sem er raðhús í Hvassaleiti, og ferlinu sem hefur farið í að end- urgera húsið. Ásamt því deilir hún ýmsum DIY (Do it yourself) ráðum, kaupir til dæmis skemmtileg húsgögn í Góða hirðinum sem hún endurnýtir og málar, hannar sína eigin kransa og margt fleira. Hildur elskar að gera góð kaup, er dugleg að kaupa not- að og gefur skemmtilegar hugmyndir um hvernig hægt er að gefa gömlum húsgögnum nýtt líf. Það er ótrúlega létt og skemmtilegt yfir þessum frábæra Instagram-reikningi og gaman að fylgjast með. Ég spjallaði aðeins við Hildi og spurði hana hvernig hugmyndin kvikn- aði að halda uppi svona sniðugum aðgangi. Maður mömmu Hildar hélt dagbók þegar hann endur- byggði hús og í bókinni eru m.a. fyrir- og eftirmyndir, teikningar og fleira. Hildi fannst þetta svo skemmtilegt og hana langaði að gera eitthvað svipað en notast við Insta- gram sem dagbók. Hún segist hafa gert þetta mest fyrir sjálfa sig til þess að geta rifjað ferlið upp, en sem arkitekt hefur hún mikinn áhuga á húsum, teikningum o.s.frv. Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á fór hún að nota In- stagrammið meira til þess að kasta fram hugmyndum og deila því sem hún var að gera. Henni fannst hún á þann hátt vera minna ein og alltaf hafa félaga með sér, þar sem oft komu upp skemmtilegar umræður, hugmyndir og spjall í gegnum Instagram-aðganginn. Ótrúlega skemmtilegt verkefni og ég mæli með því að fylgja þessari hörkuduglegu konu fyrir innblástur, hug- myndir og alls konar skemmtilegt. Deilir framkvæmdunum á Instagram Ljósi punkturinn með Dóru Júlíu: Skjáskot/Instagram/hvasso_heima Montana-hillur Hillurnar hafa fylgt Hildi í yfir 15 ár. Borðstofan Opið og fallegt rými. Fallegt Eldhúsið er stórt og rúmgott. Þvottahúsið Fallegar flís- ar og óhefðbundið útlit.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.