Morgunblaðið - 20.02.2021, Síða 2

Morgunblaðið - 20.02.2021, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021 STYRKUR -HAGKVÆMNI -HÖNNUN LANDSHÚSLandshús - Sími 553 1550 - landshus.is KLETTARHEILSÁRSHÚS Klettareru sterkbyggðhús – sérhönnuðaf Efluverkfræðistofu. Húsineruhefðbundin timburgrindarhús semeru Íslandi aðgóðukunn. Húsinafhendastósamsett, aðhluta í forsmíðuðumeiningumogaðhluta semforsniðiðefni.Hentug lausnviðþröngaraðstæður. Uppsetninghúsannaerafarfljótleg. Klettar erumeðrúmgóðusvefnlofti (hæð2,1m) semeykurnotagildi hússinsumtalsvert. Klettar 65 –Grunnverð kr. 8.373.000,- Klettar 80 –Grunnverðkr. 10.807.000,- Ítarlegar upplýsingar og afhendingarlýsingumá finna á vefsíðu okkar. Húsið ámyndinni er af gerðinni Klettar 80 sem reist var 2019 á Vesturlandi. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Íslandspóstur fær 509 milljónir frá íslenska ríkinu vegna alþjónustu samkvæmt ákvörðun Póst- og fjar- skiptastofnunar (PFS). Samræmist það því sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er sagður hafa lagt til á fundi með stjórn og for- stjóra Íslandspósts, þ.e.a.s. að rík- issjóður bætti fyrirtækinu alþjón- ustubyrði vegna ársins 2020, að fjárhæð 490 milljónir króna. Fram kemur í úrskurði PFS að framlagið nemi hreinum kostnaði al- þjónustu ÍSP, alls 509 milljónum króna. Hreinum kostnaði Íslandspósts er skipt í fjóra liði: kostnað vegna land- póstadreifingar (257 milljónir), dreifingu í þéttbýliskjörnum með undir 750 fyrirtækjum eða heimilum (181 milljónir), blindrasendingar (15 milljónir) og kostnað vegna sömu gjaldskrár um allt land fyrir vörur innan alþjónustu. Frá þessu dragast 70 milljónir vegna ávöxtunarkröfu, hagræðingar vegna pakka, markaðsávinnings og hagræðingarkröfu. Frá 509 milljónunum dragast 250 milljónir, varúðarframlag sem ÍSP var veitt með ákvörðun PFS nr. 29/ 2019. Þann 1. janúar 2020 féll niður einkaréttur ríkisins á dreifingu bréfa. Íslandspóstur sótti um fram- lag frá ríkissjóði vegna innlendra bréfa, innlendra pakka og innlendra rekjanlegra bréfa auk þeirrar skyldu sem hvílir á fyrirtækinu, að vera með sömu gjaldskrá innan al- þjónustu um land allt. Ákveðið að Íslandspóstur fái 509 milljónir frá ríkinu Morgunblaðið/Hari Pósturinn Fyrirtækið fær 509 millj- ónir frá ríkinu vegna alþjónustu.  257 milljónir vegna landpósta Alexander Kristjánsson Veronika Steinunn Magnúsdóttir Bólusetningu við kórónuveirunni lýk- ur í lok júní, gangi forsendur heil- brigðisráðuneytisins eftir. Ráðu- neytið birti í gær bólusetningardagatal í samvinnu við sóttvarnalækni. Eins og áður hefur verið greint frá liggur fyrir að skammtar fyrir um 190.000 manns muni berast frá lyfja- fyrirtækjunum Pfizer, Moderna og AstraZeneca fyrir júnílok. Þetta eru þau þrjú bóluefni sem fengið hafa markaðsleyfi í Evrópu. Um 280.000 manns, 16 ára og eldri, búa hins vegar á Íslandi. „Í þessu dagatali er líka miðað við skammta frá þeim fyrirtækjum sem ekki hafa fengið markaðsleyfi í Evrópu,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigð- isráðherra í samtali við Morg- unblaðið. „Þessir skammtar fyrir 190.000 manns er það sem við höfum í hendi, en annað er gefið upp með fyr- irvörum, eins og kemur fram í daga- talinu,“ segir Svandís. Þannig getur dagatalið tekið breytingum eftir því sem forsendur skýrast. Ísland hefur í gegnum samstarf við Evrópusambandið samið um kaup á tveimur öðrum bóluefnum, frá Cura- vac og Janssen og eru þau komin í áfangamat hjá Evrópsku lyfjastofn- uninni. Sömu sögu er að segja um bóluefni Novavax, en samninga- viðræður við það fyrirtæki eru á loka- metrunum. Einn skammtur veitir mikla vörn Nýjar rannsóknir frá Ísrael og Kanada, sem birtar voru í vikunni, sýna að Bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni veitir öfluga vernd eftir aðeins einn skammt og lít- ill ávinningur er til skamms tíma af síðari skammtinum. Sýna þær að bóluefnið veitir á bilinu 85-92% vernd nokkrum vikum eftir að fólk fær fyrri skammt þess, en til samanburðar er virknin um 95% eftir að síðari skammtur hefur verið gefinn. Nið- urstöður rannsóknanna hafa gefið þeim byr undir báða vængi sem vilja fresta síðari skammtinum til þess að gefa megi sem flestum fyrri skammt efnisins. Þeirri aðferð hefur til að mynda verið beitt í Bretlandi. Að sögn Magnúsar Gottfreðssonar, prófessors og yfirlæknis á Landspít- ala, gefa niðurstöðurnar fyrirheit um að ráðlegt sé að fresta seinni bólu- setningu í löndum sem glíma við slæman faraldur, þar sem hægt sé að gefa fleirum fyrri skammt efnisins. Enn sé þó ekki vitað hver áhrif þess til langs tíma að seinka seinni bólu- setningu eru, og því sé þessi aðferð ekki endilega fýsileg á Íslandi, þar sem lítið er um smit eins og sakir standa. Áætlað að bólusetningu ljúki í lok júní  Bólusetningardagatal klárt  Rann- sóknir sýna virkni eftir eina bólusetningu Morgunblaðið/Eggert Bólusetning Dagatal stjórnvalda um bólusetningar var birt í gær. Lok bólusetningar » Mars: Heilbrigðisstarfs- menn » Mars: Fólk á aldrinum 80-89 ára » Maí: 70-79 ára » Júní: 60-69 ára » Maí: Fólk með undirliggjandi sjúkdóma » Júní: Kennarar og starfs- menn félagsþjónustu » Júní: Fólk í erfiðri félagslegri stöðu » Lok júní: Aðrir Guðni Einarsson gudni@mbl.is Reglur á skíðasvæðum landsins voru rýmkaðar í gær. Lyftur og skíða- göngusvæði eru opin með fjöldatak- mörkunum og tilmælum sóttvarna- læknis um sóttvarnir fylgt. Fólk er beðið um að afla sér upplýsinga um aðgengi að skíðasvæðinu áður en lagt er af stað. Ekki er víst að allir komist á skíði þegar þeim hentar. Þannig var til dæmis uppselt í Blá- fjöllum í gær, enda mjög gott veður og góðar aðstæður. Leyfilegur hámarksfjöldi gesta er nú helmingur af reiknuðum há- marksfjölda hvers svæðis. Aukið eft- irlit er með fjölda gesta og ef útlit er fyrir að hann sé að ná hámarki verða upplýsingar birtar á upplýsingasíð- um svæðanna og aðgangi lokað tíma- bundið. Börn fædd árið 2005 og síðar eru ekki talin með, nema um æfingar eða keppni sé að ræða. Nándarmörk eru tveir metrar og eru tveggja metra merkingar við byrjun raðar í hverja skíðalyftu. Þeir sem eru einir á ferð eiga að fara einir í stól en tengdir aðilar geta ferðast saman. Grímuskylda er á salernum. Veitingasala verður opin en fólk er hvatt til að hafa með sér nesti og neyta þess úti eða í bílnum. Skíða- skálar eru opnir en 20 mega vera að hámarki saman í rými hverju sinni. Seinni sprautan hjá mörgum Heilsugæsla höfuðborgarsvæðis- ins býður öllum 90 ára og eldri á til bólusetningar þriðjudaginn 23. febr- úar á Suðurlandsbraut 34. Boð um það verða send með smáskilaboðum (SMS) og er fólk beðið að fylgja tímasetningu sem þar kemur fram. Þeir sem fengu fyrri bólusetn- inguna 2. febrúar en hafa ekki fengið SMS-skilaboð geta komið á Suður- landsbraut 34 milli klukkan 9.00 og 15.00 og fengið seinni bólusetn- inguna. Aðrir fæddir árið 1931 eða fyrr sem misstu af bólusetningunni 2. febrúar eru einnig velkomnir nú í fyrri bólusetninguna. Fólk er minnt á grímuskyldu og að taka með sér persónuskilríki. Fólk er beðið um að vera þannig klætt að auðvelt sé að bólusetja það í öxlina. Allir þurfa að bíða í 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin. Morgunblaðið/Eggert Bláfjöll Þar viðraði vel til skíðaiðkunar í gær og var uppselt á svæðið. Miðasala er öll á netinu en ekki á staðnum. Reglur á skíðavæð- unum rýmkaðar  90 ára og eldri verða bólusettir á þriðjudag í næstu viku Einn greindist smitaður af kór- ónuveiru í fyrradag og var sá í sóttkví. Enginn greindist á landamærunum. Svandís Svavarsdóttir heil- brigðisráðherra kvaðst í gær gera ráð fyrir að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skili henni tillögum um tilslakanir á aðgerðum um helgina. Þar verði væntanlega um að ræða rýmkun á fjöldatakmörkunum og skref til afléttingar hömlum á tiltekinni starfsemi. Svandís sagði að áfram þyrfti að fara varlega, nota grímurnar og gæta að fjarlægð á milli fólks. Ekki væri vitað hvort veiran leyndist einhvers staðar. Nýjar tillögur um helgina EINN MEÐ SMIT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.