Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021 Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Goðalandi, Fljótshlíð, föstudaginn 19. mars 2021 og hefst kl. 15:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál. Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Framboð til stjórnar og varastjórnar skulu hafa borist skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund í samræmi við 2. mgr. 27. gr. samþykkta félagsins. Reykjavík, 18. febrúar 2021. Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. Grímur Gríms- son, tengiliður Ís- lands hjá Europol undanfarin þrjú ár, mun taka við miðlægri rann- sóknardeild lög- reglu í apríl. Þetta staðfesti Grímur í samtali við mbl.is í gær. Grímur var yfirmaður deildarinnar til ársins 2017. „Starfið hjá Europol átti ávallt að vera tímabundið og eins og málin atvikuðust sný ég nú aftur til fyrri starfa,“ segir Grímur. Hann segir að fyrir fram hafi legið fyrir að hann myndi snúa aftur til starfa hjá lögreglunni þótt ekki hafi legið fyrir innan hvaða deildar. Þetta hafi hins vegar orðið niður- staðan eftir að Karl Steinar Valsson tók við stöðu hjá alþjóðadeild ríkis- lögreglustjóra. „Ég hlakka til að koma til baka í LRH og miðlægu deildina,“ sagði Grímur en nánar er rætt við hann á mbl.is. vidar@mbl.is Grímur fer í fyrra starf Grímur Grímsson Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Akureyri er staður helgarinnar, en í vetrarfríi grunnskólanna á höf- uðborgarsvæðinu hefur leið margra einmitt legið norður í land til skíðaiðkunar eða í aðra skemmtun. Á vef Vegagerð- arinnar mátti sjá mikla og jafna umferð út á land á greiðfærum vegum, utan hvað hálkublettir voru á fjallvegum. Margir fóru svo með flugi til Akureyrar. Air Iceland Connect fór fimm ferðir í gær frá Reykjavík norður með alls um 350 farþega. Einnig var talsvert af far- þegum og vel bókað með flugi á aðra áfangastaði félagsins, það er Ísa- fjörð, Egilsstaði og Vestmannaeyjar. „Nú er kominn fjöldi fólks í bæinn og frá því heimsfaraldurinn hófst hefur ekki verið jafn mikið að gera í fluginu og nú,“ sagði Ari Fossdal, stöðvarstjóri Air Iceland Connect á Akureyrarflugvelli, í samtali við Morgunblaðið. Staðan er góð „Útlit fyrir talsvert mikinn ferða- mannastraum í bæinn, næsta helgi sem er sú síðasta í febrúar lítur líka vel út. Ferðaþjónustufólk sem ég hef talað við segir stöðuna góða og það er greinilega komin útþrá í landann, núna þegar veiruástandinu er að létta,“ segir Ari. Í Hlíðarfjalli ofan við Akureyri er nægur snjór þessa stundina og að- stæður allar eins og best gerist. „Hér er uppselt,“ sagði Brynjar Karl Ásgeirsson forstöðumaður skíða- svæðisins. Þar getur fólk komist á skíði annaðhvort árdegis eða síðdeg- is, um 1.200 manns á hvorum tíma. „Aðsóknin er mikil og við getum ekki tekið við fleirum þessa helgina. Mér sýnist líka, að að stórum hluta sé það utanbæjarfólk sem nú er komið norður og hingað í fjallið.“ Við þetta er því að bæta að margir af höfuðborgarsvæðinu voru á skíð- um í Bláfjöllum í gær: þar sem að- stæður eru ágætar. Veðurspáin er góð Útlit er fyrir gott veður norð- anlands á morgun, að sögn Helgu Ív- arsdóttur veðurfræðings. Í dag gengur úrkomubelti yfir landið og því verður einhver úrkoma um tíma í flestum landshlutum. Síðdegis lægir og léttir til og annað kvöld verður léttskýjað víðast hvar á landinu. Á sunnudag bætir í vind á Austur- landi þar sem verður stíf norðanátt með slyddu eða snjókomu fyrri hluta dags. Þegar líður á sunnudaginn fer svo væntanlega að snjóa á Norður- landi. Morgunblaðið/Eggert Bláfjöll Vetrarfrí í grunnskólunum er tíminn sem fjölskyldurnar gera að gæðastundum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Reykjavíkurflugvöllur Á norðurleið í skíðafrí er fljótlegast að fara með áætlunarflugi. Á skíði fyrir norðan í vetr- arfríi skólanna Morgunblaðið/Eggert Skíðafólk Beðið eftir lyftunni upp í brekkuna. Útiveran er alveg ómótstæðileg og lungun fá hreint súrefni. Ljósmynd/Brynjar Karl Ásgeirsson Hlíðarfjall Margir voru í brekkunum sem eru upplýstar og aðstaðan góð.  Flug og bílar  Fullbókað í Hlíð- arfjalli  Útþrá í landa  Gott veður Ari Fossdal Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.