Morgunblaðið - 20.02.2021, Side 7

Morgunblaðið - 20.02.2021, Side 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021 Morgunblaðið/Ófeigur Laugardalshöllin Vettvangur margvíslegra viðburða í rúmlega 55 ár. Hús- ið hefur verið lokað að undanförnu vegna vatnsleka sem eyðilagði gólf þess. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Félögin Þróttur og Ármann lýsa sig reiðubúin til viðræðna við borgina um að Laugardalshöll verði breytt í íþróttahús fyrir þau. Jafnframt að skólar hverfisins fái þar aðstöðu eft- ir þörfum, verði af byggingu þjóð- arhallar í innanhússíþróttum í Laugardal. Þetta kemur fram í drögum að viljayfirlýsingu milli Reykjavík- urborgar, Knattspyrnufélagsins Þróttar og Glímufélagsins Ármanns vegna aðstöðumála félaganna, sem borgarráð samþykkti á fimmtudag- inn. Eins og fram kom í frétt í Morg- unblaðinu hinn 19. desember sl. voru Þróttarar mjög óhressir með þann drátt sem var orðinn á við- ræðum við borgina um aðstöðumál félagsins. Finnbogi Hilmarsson, for- maður Þróttar, ritaði harðorða grein um stöðuna í jólablað félagsins. Sagði hann að ekki væri farið fram á annað en að íbúar Laugardals fengju sambærilega þjónustu og veitt væri í öðrum hverfum borg- arinnar Þau svö fengust hjá borginni að viðræður myndu hefjast fyrri hluta árs 2021. Nú hafa viðræður farið fram milli borgarinnar, Þróttar og Ármanns og drög að viljayfirlýsingu liggja fyrir. Samkvæmt henni eru aðilar sam- mála um að strax hefjist undirbún- ingur við gerð nýs deiliskipulags sem byggist á hugmyndum félag- anna um íþróttamannvirki í Laug- ardal. Þarfagreining verður unnin Stefnt skal að því að nýtt deili- skipulag verði tilbúið til auglýsingar eigi síðar en 1. desember 2021. Jafn- framt verði unnin þarfagreining vegna nýs íþróttahúss fyrir félögin og skal henni lokið fyrir 30. apríl í ár. Þá lýsir Reykjavíkurborg vilja til að flýta framkvæmdum við endur- nýjun núverandi gervigrasvallar Þróttar (Eimskipsvallar) og gerð nýrra gervigrasvalla til æfinga aust- an Laugardalsvallar miðað við fimm ára fjárfestingaráætlun borgar- innar. Unnin verður sameiginleg tímasett framkvæmdaáætlun um verkefnin. Fram kom í grein Finnboga að vetraraðstaða knattspyrnumanna og -kvenna í Þrótti væri vægast sagt ömurleg. Yfir 1.000 iðkendur deildu lélegu, útslitnu gervigrasi, einum velli með ónýtum hitalögnum. Laugardalshöllin var vígð 6. des- ember 1965, eða fyrir rúmlega 55 árum. Húsið hefur síðan verið vett- vangur íþróttakappleikja, tónleika, sýninga og funda. Höllin hefur verið lokuð síðan í nóvember síðastliðnum í kjölfar heitavatnsleka sem eyði- lagði gólf hússins. Búið er að fjar- lægja ónýtt parket og undirlag þess. Borgarráð heimilaði nýlega um- hverfis- og skipulagssviði Reykja- víkur að bjóða út framkvæmdir vegna endurnýjunar á lýsingu og gólfefni í sal Laugardalshallarinnar. Kostnaðaráætlun vegna fram- kvæmdanna er 230 milljónir króna. Taka Þróttur og Ármann við Höllinni?  Viljayfirlýsing beggja félaga og borgarinnar  Þróttur fær nýja og endurbætta gervigrasvelli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.