Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021 Mannamunur á vinnumarkaði Málþing Eflingar, Starfsgreinasambands Íslands og Alþýðusambands Íslands um stöðu erlends verkafólks á Íslandi Streymt á miðlum samtakanna dagana 23.–26. febrúar 2021 Þriðjudaginn 23. febrúar kl. 15:00–16:00 Veruleiki erlends fólks á Íslandi Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu, kynnir helstu niðurstöður nýrrar könnunar varðandi veruleika erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði. Drífa Snædal, forseti ASÍ, stýrir umræðum. • Anna Wojtynska, nýdoktor í mannfræði við HÍ • Hallfríður Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Mirru • Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu Fimmtudaginn 25. febrúar kl. 15:00–16:00 Bjargvættir í íslenskri ferðaþjónustu Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, leiðir dagskrá um framlag erlends verkafólks til íslenskrar ferðaþjónustu. • „Það á ekki að líta á starfsfólk í ferðaþjónustu sem einnota dót” Magnfríður Júlíusdóttir, lektor í mannvistarlandfræði við HÍ. • Upplifun erlends verkafólks í ferðaþjónustu í Covid Arndís Ósk Magnúsdóttir, hjá Rannsóknarsetri Háskólans á Höfn. • Notum tækifærið, byggjum upp fyrirmyndar ferðaþjónustu Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis og formaður starfshóps ASÍ um uppbyggingu ferðaþjónustunnar. Miðvikudaginn 24. febrúar kl. 15:00–16:00 Harkvinna og varnarleysi á íslenskum vinnumarkaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, stýrir umræðum um aðstæður pólsks verkafólks á Íslandi. • Adda Guðrún Gylfadóttir, félagsfræðingur, HÍ • Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar • Piotr Roicki, fyrrverandi hótelstarfsmaður og félagi í Eflingu Föstudaginn 26. febrúar kl. 13:00–14:00 Vinnumansal - íslenskur veruleiki Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, stýrir umræðum. • Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri framkvæmdateymis um mansal í Bjarkarhlíð. • Logan Smith Sigurðsson, fórnarlamb mansals og formaður Stop the Traffik Iceland. • Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands og fulltrúi í framkvæmdateymi um mansal í Bjarkarhlíð. Opnað verður fyrir framtalsskil 2021, vegna tekna ársins 2020, 1. mars næstkomandi. Lokaskiladag- ur er 12. mars. Framtalið verður aðgengilegt á þjónustuvef skattsins, www.skatt- ur.is, og ber öllum þeim sem náð hafa 16 ára aldri í lok árs 2020 að skila skattframtali og telja fram tekjur sínar og eignir, segir á heimasíðu skattsins. Vegna sóttvarnaráðstafana verð- ur ekki boðið upp á framtalsaðstoð í afgreiðslum skattsins en þess í stað verður boðið upp á að panta símtal og fá aðstoð við að skila í gegnum síma. Framtalsleiðbeiningar 2021 eru tilbúnar og komnar á vefinn ásamt bæklingi með einföldum framtals- leiðbeiningum þar sem stiklað er á stóru yfir það helsta sem einstakl- ingar þurfa að huga að við skil á skattframtali. Notast þarf við raf- ræn skilríki eða veflykil til auð- kenningar inn á þjónustuvefinn við innskráningu. sisi@mbl.is Veita bara símaaðstoð vegna Covid  Brátt opnað fyrir skil á framtölum Morgunblaðið/sisi Skatturinn Ekki er boðið upp á framtalsaðstoð í afgreiðslum í ár. Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hef- ur hafnað umsókn um leyfi til að byggja þrílyft verslunar- og íbúðar- hús á lóðinni Skólavörðustíg 36. Þarna stóð áður hús sem rifið var í óleyfi í fyrra og varð fréttaefni á þeim tíma. Var niðurrifið kært til lögreglu. Nú er sótt um leyfi til að byggja þriggja hæða staðsteypt hús á lóð- inni með verslunarrými á jarðhæð og einni íbúð á 2.-3. hæð. Fram kem- ur í umsögn skipulagsfulltrúa að á uppdráttum dags. 17. febrúar 2020 og síðast breytt 5. janúar 2021 sé uppgefið byggingarmagn á lóðinni 298,2 fermetrar en það er meira en deiliskipulag heimilar. Í kjölfarið voru sendir inn leiðréttir uppdrættir þar sem uppgefið byggingarmagn er 281,2 m2 og því innan heimilda deiliskipulags. „Skipulagsfulltrúi getur ekki greint á milli þessara uppdrátta þar sem engri nýrri breytingardagsetningu var bætt við síðarnefnda uppdrætti. Þetta þarf að leiðrétta til að unnt sé að vísa í rétta uppdrætti þar sem umsókn samræmist skilmálum um byggingarmagn,“ segir í umsögninni. Þá sé á uppdráttum sýnt skyggni yfir 1. hæð á götuhlið sem nær út fyrir lóðarmörk að Skólavörðustíg. Það sé óheimilt og þurfi að lagfæra á teikningu. „Lóðin er á áberandi stað í miðborginni og gerð er krafa um að öll útfærsla sé vönduð, endurspegli nánasta umhverfi sitt og styrki heildarmynd svæðisins,“ segir skipulagsfulltrúi. sisi@mbl.is Húsið var talið of stórt Skólavörðustígur 36 Þannig hefur lóðin staðið síðan húsið var rifið í óleyfi.  Umsókn hafnað um nýja byggingu við Skólavörðustíg Morgunblaðið/Eggert Eva Björk Harð- ardóttir, oddviti Skaftárhrepps, hef- ur tilkynnt form- lega að hún sækist eftir 2. til 3. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Suður- kjördæmi til næstu alþingiskosninga. Hún rekur Hótel Laka ásamt fjöl- skyldu sinni, er kennaramenntuð, með framhaldsmenntun í opinberri stjórnsýslu, hefur sinnt formennsku fyrir Samtök sunnlenskra sveitar- félaga ásamt ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sveitarfélögin á Suðurlandi, eins og segir í tilkynningu um framboðið. Sitjandi þingmenn Sjálfstæðis- flokksins í kjördæminu, Páll Magn- ússon, Ásmundur Friðriksson og Vil- jálmur Árnason, gefa allir kost á sér áfram og Vilhjálmur hefur sóst eftir að komast ofar en í 3. sæti. Eva sækist eftir 2.-3. sæti Eva Björk Harðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.