Morgunblaðið - 20.02.2021, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021
Mannamunur
á vinnumarkaði
Málþing Eflingar, Starfsgreinasambands Íslands og Alþýðusambands Íslands
um stöðu erlends verkafólks á Íslandi
Streymt á miðlum samtakanna dagana 23.–26. febrúar 2021
Þriðjudaginn 23. febrúar kl. 15:00–16:00
Veruleiki erlends fólks á Íslandi
Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu,
kynnir helstu niðurstöður nýrrar könnunar varðandi
veruleika erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði.
Drífa Snædal, forseti ASÍ, stýrir umræðum.
• Anna Wojtynska, nýdoktor í mannfræði við HÍ
• Hallfríður Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Mirru
• Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu
Fimmtudaginn 25. febrúar kl. 15:00–16:00
Bjargvættir í íslenskri ferðaþjónustu
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, leiðir dagskrá
um framlag erlends verkafólks til íslenskrar ferðaþjónustu.
• „Það á ekki að líta á starfsfólk í ferðaþjónustu sem
einnota dót”
Magnfríður Júlíusdóttir, lektor í mannvistarlandfræði við HÍ.
• Upplifun erlends verkafólks í ferðaþjónustu í Covid
Arndís Ósk Magnúsdóttir, hjá Rannsóknarsetri Háskólans
á Höfn.
• Notum tækifærið, byggjum upp fyrirmyndar ferðaþjónustu
Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og
sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis og formaður
starfshóps ASÍ um uppbyggingu ferðaþjónustunnar.
Miðvikudaginn 24. febrúar kl. 15:00–16:00
Harkvinna og varnarleysi á íslenskum
vinnumarkaði
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, stýrir
umræðum um aðstæður pólsks verkafólks á Íslandi.
• Adda Guðrún Gylfadóttir, félagsfræðingur, HÍ
• Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar
• Piotr Roicki, fyrrverandi hótelstarfsmaður og félagi
í Eflingu
Föstudaginn 26. febrúar kl. 13:00–14:00
Vinnumansal - íslenskur veruleiki
Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, stýrir
umræðum.
• Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri
framkvæmdateymis um mansal í Bjarkarhlíð.
• Logan Smith Sigurðsson, fórnarlamb mansals
og formaður Stop the Traffik Iceland.
• Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri
Mannréttindaskrifstofu Íslands og fulltrúi í
framkvæmdateymi um mansal í Bjarkarhlíð.
Opnað verður fyrir framtalsskil
2021, vegna tekna ársins 2020, 1.
mars næstkomandi. Lokaskiladag-
ur er 12. mars.
Framtalið verður aðgengilegt á
þjónustuvef skattsins, www.skatt-
ur.is, og ber öllum þeim sem náð
hafa 16 ára aldri í lok árs 2020 að
skila skattframtali og telja fram
tekjur sínar og eignir, segir á
heimasíðu skattsins.
Vegna sóttvarnaráðstafana verð-
ur ekki boðið upp á framtalsaðstoð
í afgreiðslum skattsins en þess í
stað verður boðið upp á að panta
símtal og fá aðstoð við að skila í
gegnum síma.
Framtalsleiðbeiningar 2021 eru
tilbúnar og komnar á vefinn ásamt
bæklingi með einföldum framtals-
leiðbeiningum þar sem stiklað er á
stóru yfir það helsta sem einstakl-
ingar þurfa að huga að við skil á
skattframtali. Notast þarf við raf-
ræn skilríki eða veflykil til auð-
kenningar inn á þjónustuvefinn við
innskráningu. sisi@mbl.is
Veita bara
símaaðstoð
vegna Covid
Brátt opnað fyrir
skil á framtölum
Morgunblaðið/sisi
Skatturinn Ekki er boðið upp á
framtalsaðstoð í afgreiðslum í ár.
Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hef-
ur hafnað umsókn um leyfi til að
byggja þrílyft verslunar- og íbúðar-
hús á lóðinni Skólavörðustíg 36.
Þarna stóð áður hús sem rifið var í
óleyfi í fyrra og varð fréttaefni á
þeim tíma. Var niðurrifið kært til
lögreglu.
Nú er sótt um leyfi til að byggja
þriggja hæða staðsteypt hús á lóð-
inni með verslunarrými á jarðhæð
og einni íbúð á 2.-3. hæð. Fram kem-
ur í umsögn skipulagsfulltrúa að á
uppdráttum dags. 17. febrúar 2020
og síðast breytt 5. janúar 2021 sé
uppgefið byggingarmagn á lóðinni
298,2 fermetrar en það er meira en
deiliskipulag heimilar. Í kjölfarið
voru sendir inn leiðréttir uppdrættir
þar sem uppgefið byggingarmagn
er 281,2 m2 og því innan heimilda
deiliskipulags.
„Skipulagsfulltrúi getur ekki
greint á milli þessara uppdrátta þar
sem engri nýrri
breytingardagsetningu var bætt við
síðarnefnda uppdrætti. Þetta þarf
að leiðrétta til að unnt sé að vísa í
rétta uppdrætti þar sem umsókn
samræmist skilmálum um
byggingarmagn,“ segir í umsögninni.
Þá sé á uppdráttum sýnt skyggni
yfir 1. hæð á götuhlið sem nær út
fyrir lóðarmörk að Skólavörðustíg.
Það sé óheimilt og þurfi að lagfæra á
teikningu.
„Lóðin er á áberandi stað í
miðborginni og gerð er krafa um að
öll útfærsla sé vönduð, endurspegli
nánasta umhverfi sitt og styrki
heildarmynd svæðisins,“ segir
skipulagsfulltrúi. sisi@mbl.is
Húsið var talið of stórt
Skólavörðustígur 36 Þannig hefur lóðin staðið síðan húsið var rifið í óleyfi.
Umsókn hafnað um nýja byggingu við Skólavörðustíg
Morgunblaðið/Eggert
Eva Björk Harð-
ardóttir, oddviti
Skaftárhrepps, hef-
ur tilkynnt form-
lega að hún sækist
eftir 2. til 3. sæti á
lista Sjálfstæðis-
flokksins í Suður-
kjördæmi til næstu
alþingiskosninga.
Hún rekur Hótel
Laka ásamt fjöl-
skyldu sinni, er kennaramenntuð,
með framhaldsmenntun í opinberri
stjórnsýslu, hefur sinnt formennsku
fyrir Samtök sunnlenskra sveitar-
félaga ásamt ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og
sveitarfélögin á Suðurlandi, eins og
segir í tilkynningu um framboðið.
Sitjandi þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins í kjördæminu, Páll Magn-
ússon, Ásmundur Friðriksson og Vil-
jálmur Árnason, gefa allir kost á sér
áfram og Vilhjálmur hefur sóst eftir
að komast ofar en í 3. sæti.
Eva sækist
eftir 2.-3. sæti
Eva Björk
Harðardóttir