Morgunblaðið - 20.02.2021, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021
Miðstöð íslenskra
bókmennta
auglýsir eftir
styrkumsóknum
Þýðingastyrkir
eru veittir til að þýða á íslensku mikilvæg
verk úr samtímanum, erlendar fagur-
bókmenntir og fræðirit. Einnig myndríkar
bækur fyrir börn og ungmenni.
Barna- og ungmennabóka–
sjóðurinn Auður
styrkir útgáfu vandaðra bóka sem skrifaðar
eru á íslensku, fyrir yngri lesendur.
Umsóknarfrestur
er til 15. mars 2021
Umsóknareyðublöð
og nánari upplýsingar
á www.islit.is
eru veittir til útgáfu og miðlunar íslenskra
ritverka, þar sem kappkostað er að
styrkja verk sem hafa menningarlegt
og þekkingarfræðilegt gildi.
Útgáfustyrkir
Ólafur Kjartan
& Bjarni Frímann
19. mars 2021
kl. 20 í Norðurljósum
Takmarkað sætaframboð · Tryggið ykkur miða á harpa.is
Söngskemmtun
Íslensku
óperunnar
f
w
g g
.
I
U
M
W
W
T
p
w
w
n
g
b
.
w
w
g
b
p
w
w
n
g
b
.
p
w
w
n
g
b
.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ekki stendur til að rífa gömlu kirkj-
una í Odda á Rangárvöllum þótt þar
verði byggð ný kirkja og menningar-
og fræðasetur eins og Oddafélagið
vill gera. Séra Elína Hrund Krist-
jánsdóttir, sóknarprestur í Odda,
sagði hvergi hafa komið fram að rífa
ætti kirkjuna. Hins vegar hafi verið
rætt um hlutverk hennar verði af
fyrirhugaðri uppbyggingu.
„Það eiga allir Odda, hann er sam-
einingartákn hér í Rangárþingi,“
sagði Elína. „Væntanlega verða
tvær kirkjur í Odda, verði af þessu.
En hvert hlutverk gömlu kirkjunnar
verður er ekki ákveðið.“ Hún benti á
Hrafnseyri þar sem er gömul kirkja
en jafnframt kapella í skólanum og
báðar notaðar. Gamla kirkjan í
Reykholti stendur enn þótt þar hafi
risið ný kirkja.
Elína sagði að Oddafélagið hefði
haft samráð við sóknarnefndina í
Odda, Biskupsstofu og sveit-
arstjórnarmenn um áformin. „Þetta
eru enn bara fyrstu hugmyndir að
uppbyggingu. Það er ekki eins og
þetta gerist á morgun,“ sagði Elína.
Málið er ekki komið svo langt að
ræða um fjármögnun eða hvort
sóknin kemur þar að málum.
Engin sóknarkirkja er á Hellu en
íbúar þar eru í Oddasókn og aka því
8-10 km til kirkju. Elína sagði að
ekki hefði verið rætt um að byggja
kirkju á Hellu. „Kirkjan í Odda var
til löngu á undan kauptúninu. Við
höfum hliðstæðu í Búðardal þar sem
kirkjan er ekki í þorpinu heldur í
Hjarðarholti,“ sagði Elína.
Oddasókn er með safnaðarsal og
menningarsal í ágætu húsnæði á
Hellu. Þar er sunnudagaskóla- og
æskulýðsstarf. Einnig eru þar skrif-
stofur prófasts og sóknarprests.
Ýmsir viðburðir og fundir fara þar
fram og allir kórar og harmoniku-
félagið í Rangárvallasýslu halda æf-
ingar sínar í menningarsalnum.
Elína sagði mikið að gerast í
Odda. Þar hefur verið fornleifaupp-
gröftur og m.a. grafnir upp Sæ-
mundarhellar. Fornleifaskóli unga
fólksins, sem nemendur skólanna í
Rangárþingi taka þátt í, hefur fengið
að kynnast þar fornleifauppgreftri
undir stjórn Kristborgar Þórsdóttur
fornleifafræðings.
Engin áform eru um
að rífa Oddakirkju
Tvær kirkjur í Odda verði af áformum Oddafélagsins
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Oddakirkja Hún var reist árið 1924 og þjónar meðal annars íbúum á Hellu
og í sveitunum í kring. Áform eru um mikla uppbyggingu í Odda.
Öryggi í fjarskiptum, til dæmis í
óveðri og hamförum, styrkist með
tilkomu nýrra færanlegra rafstöðva
sem afhentar voru björgunar-
sveitum Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar í gær. Rafstöðvarnar koma
frá Neyðarlínunni og ríkinu í krafti
276 milljóna króna framlags úr
fjarskiptasjóði. Óveðrið sem gekk
yfir landið í desember 2019 og olli
búsifjum, svo sem í Dalvíkurbyggð,
leiddi ýmsa veikleika í ljós og því
var farið í að styrkja fjarskiptakerfi
víða um land með því að bæta vara-
afl á fjarskiptastöðum.
Kaupin á færanlegu rafstöðv-
unum eru af þessum sama meiði,
en tryggja á sem kostur er að fjar-
skipti detti ekki út vegna rafmagns
í óveðri. Fólk á alltaf að geta hringt
í Neyðarlínuna eftir aðstoð.
Þrettán færanlegar neyðar-
rafstöðvar, sem eru festar á kerru,
voru í gær afhentar björg-
unarsveitunum til að mynda í
Borgarnesi, Ólafsvík, Blönduósi,
Dalvík, Seyðisfirði, Hornafirði og
Selfossi. Alls verða færanlegar
stöðvar á 31 stað á landinu og eru
ýmist komnar þangað eða vænt-
anlegar. Meðalafl hverrar er
20KW. – Auk fyrrgreinda ráðstaf-
ana hefur ljósleiðaratengingum
verið fjölgað, tengi fyrir rafstöðvar
sett upp og fleira.
„Engum er betur treystandi til
þess að taka þetta verkefni að sér
en sjálfboðaliðum og starfsfólki hjá
Slysavarnafélaginu Landsbjörg,“
sagði Sigurður Ingi Jóhannsson
samgönguráðherra við afhendingu
tækjanna. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Rafstöðvar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra, Þórhallur
Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, og Jóhann Valgeir Helgason,
formaður Björgunarfélags Árborgar, athuga tækjakostinn.
Orka fyrir öryggi
Björgunarsveitirnar fá neyðarraf-
stöðvar Fjarskipti haldist í óveðri