Morgunblaðið - 20.02.2021, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 20.02.2021, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021 Rótarýdagurinn er 23. febrúar, en þá fagna Rótarýfélagar um allan heim 116 ára sögu. Á tímum heims- faraldurs hafa Rótarýklúbbar fundið leiðir til að hittast, ef ekki í raun- heimi þá í netheimum og það verður tilfellið næstkomandi þriðjudag. Þá verður afmælisdagurinn haldinn há- tíðlegur með því að streyma Rótarý- fundi umdæmisins og hefst hann klukkan 17, segir í fréttatilkynningu. Á fundinum tekur Soffía Gísla- dóttir umdæmisstjóri á móti gestum í sófann til sín á skrifstofu Rótarý. Aðalfyrirlesari verður Bogi Ágústs- son fréttamaður, en hann fjallar um bandarísk stjórnmál, bæði innan- ríkis- og utanríkismál. Guðríður Helgadóttir verður með þriggja mín- útna erindi, Bala Kamallakharan fræðir um verkefnið Pudiyador á vegum Rótarýklúbbsins Reykjavík International í Chennai á Indlandi og Álfheiður Erla Guðmundsdóttir verður með tónlistaratriði, en hún er styrkþegi tónlistarsjóðs Rótarý á Ís- landi 2020. Áhugasamir geta fylgst með fundinum á heimasíðunni rot- ary.is. Þema heimsforseta þetta starfs- árið er „Rótarý opnar gáttir“ og seg- ir í fréttatilkynningu að tækifærin séu óendanleg við að láta gott af sér leiða. Meðal annars hefur Rótarý- hreyfingin barist fyrir því að útrýma lömunarveiki með góðum árangri. Styrkir á vegum Rótarý Hér á landi er þessa dagana verið að úthluta verkefnum úr Verkefnis- sjóði Rótarý, en á hverju ári geta klúbbar sótt um styrki til samfélags- verkefna í sínu nærumhverfi á sviði umhverfismála, forvarna, mennta, lista og vísinda. Heildarupphæð verkefnanna í ár er 11 milljónir og eru verkefnin af fjölbreyttum toga og dreifast um allt land. Tónlistar- styrkir Rótarý verða afhentir á tón- leikum í samvinnu við Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands 1. apríl í Hofi á Akureyri. Þar fá tveir lista- menn veglega styrki. Æskulýðsmálefni Rótarý eru í lægð þessi misserin á meðan farald- urinn herjar. Hvorki hefur verið hægt að senda unga skiptinema á milli heimshorna, né friðarstyrkþega til háskólanáms við erlenda skóla. Í venjulegu árferði veitir Rotary International 50 styrki til tveggja ára meistaranáms í friðarfræðum og sendir níu þúsund ungmenni til eins árs skiptinemadvalar um allan heim. Rafrænn Rótarý- dagur í faraldri  Þema ársins er „Rótarý opnar gáttir“ Rótarý í þrjá ættliði Mæðgunar Katrín Eymundsdóttir, Rótarýklúbbi Húsa- víkur, Soffía Gísladóttir, umdæmisstjóri og félagi i Rótarýklúbbi Akureyr- ar, og Íris Gunnarsdóttir, Rkl. Akureyrar. Rótarýdagurinn er á þriðjudag. HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is Upptökutæki Þér er í lófa lagið að taka upp ! Breiðafirði til að meta lífslíkur varp- fugla, færslur hreiðra milli ára og breytileika í varptíma og líkams- ástandi. Einnig hafa þessar æðar- rannsóknir fjallað um fæðuval og áhrif veðurfars á stofnstærð og varptíma. Þó nokkuð er um alþjóð- leg samstarfsverkefni, m.a. með vís- indamönnum frá Norðurlöndunum og Kanada.    Atvinnuleysi mælist með mesta móti og kemur mörgum heimamann- inum á óvart. Í lok janúar voru 57 íbúar á skrá og skiptast þeir jafnt á milli kynja. Íslendingar eru 28 og 29 erlendir ríkisborgarar. Stærsti hóp- urinn er á aldursbilinu 20-30 ára. Þær atvinnugreinar sem verst verða fyrir barðinu eru ferðaþjónusta, 15 manns, og fiskveiðar/fiskvinnsla, 20 manns. Svona tölur hafa ekki sést í Hólminum í tugi ára. Þrátt fyrir það ríkir bjartsýni um betri tíð.    Mikil eftirspurn er eftir lóðum í Stykkishólmi – tvær lóðir voru aug- lýstar á dögunum á Sæmundarreit 1 og 2 og sóttu 14 um lóðirnar – dregið verður úr umsóknum á næsta bæjar- stjórnarfundi. Þá var úthlutað íbúð- arhúsalóð á Aðalgötu og parhúsalóð í Áskinn 6. Þá eru fjölmörg einbýlis- og fjölbýlishús í byggingu, m.a. á Ægisgötu og Hjallatanga.    Nýr og góður leikskóli var tek- inn í notkun árið 2007. Hann var ætl- aður 74 nemendum. Þá var horft til framtíðar. Brýn þörf er fyrir stækk- un leikskólans til þess að mæta stöð- ugt vaxandi eftirspurn. Nemendur er núna 85 og farnir að myndast bið- listar. Leikskólaumsóknir eru enn og aftur í sögulegu hámarki. Öll börn fædd 2019 og eldri með lög- heimili í Stykkishólmi eru komin inn í leikskólann. Viðbygging við leik- skólann verður um 60 fermetrar og vinna hefst á árinu. Undirbúningi vegna uppbygg- ingar og um leið breytingar á hluta húsnæðis sjúkrahússins í Stykkis- hólmi fyrir hjúkrunarheimili miðar vel. Verkframkvæmd 2. áfanga mið- ar ágætlega áfram og er framvinda nú á bilinu 55-60% af heildarverki. Í framhaldinu verður 3. áfangi boðinn út, þ.e. hjúkrunarheimilið sjálft. Út- boð er áætlað í byrjun mars nk. Áætluð verklok eru á fyrsta árs- fjórðungi næsta árs 2022.    Arion banki flytur um set. Hús- næði bankans var byggt af Búnaðar- bankanum árið 1968 í framhaldi af samningi hans og Sparisjóðs Stykk- ishólms. Á síðustu árum hefur margt breyst í þjónustu bankans og núver- andi húsnæði of stórt þar sem aðeins tveir starfsmenn eru orðnir eftir. Í apríl flytur bankinn starfsemi sína í nýtt húsnæði við Aðalgötu 24. Breyt- ingar verða á starfseminni. Enginn gjaldkeri verður lengur á staðnum en hraðbankinn tekur við störfum þeirra. Ekki er vitað hvort hann tek- ur við mynt eða afgreiðir gjaldeyri.    Sæfell hf. í Stykkishólmi hefur fest kaup á húsnæði Arionbanka og fær það afhent 1. maí nk. Félagið hyggst leigja það út sem skrifstofu- húsnæði. Stærsti hluti húsnæðisins verður leigður félaginu Suðureyjum ehf. sem stofnað var sl. haust. Til- gangur félagsins er að bjóða starfs- aðstöðu m.a. frumkvöðlum, ein- yrkjum og þeim sem stunda fjar- vinnu og hafa áhuga á að vinna í Hólminum. Allir sem þar starfa hafa félagsskap og stuðning hver af öðr- um. Fjölgun starfa án staðsetningar passar vel inn í módelið. Starfsemin í bankahúsinu gefur fólki kost á að flytja í fjölskylduvænt umhverfi, með aðlaðandi menningar- og fé- lagslíf og öflugt íþróttastarf. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Stykkishólmur Fremst er nýtt hús, byggt í gömlum stíl. Það sómir sér vel meðal annarra húsa í gamla miðbænum niðri við höfn. Bjartsýni í Hólminum þrátt fyrir atvinnuleysi ÚR BÆJARLÍFINU Gunnlaugur Árnason Stykkishólmi „Take away“ eru orð sem flestir Hólmarar þekkja vel í dag. Veitinga- staðir bæjarins hafa verið lokaðir meira og minna í vetur. En það er eitt sem hefur komið þeim til hjálpar við að þreyja þorrann. Það er take away. Veitingastaðirnir bjóða allir upp á matseðil flesta daga þar sem kaupandinn tekur matinn með sér heim. Þessi nýja matarmenning nýt- ur mikilla vinsælda.    Lionsklúbbur Stykkishólms hefur undanfarin ár haldið kótel- ettukvöld til fjáröflunar. Nú gafst ekki tækifæri til veisluhalda og sama átti við um þorrablótið sem haldið er fyrsta laugardag í febrúar. Þess í stað buðu Lionsfélagar upp á take- away-kótelettur þorrablótskvöldið. Hólmarar tóku vel við sér og um 200 skammtar voru keyrðir heim til fólks.    Á næstu dögum verður bók- hald Stykkishólmsbæjar opnað og birt á heimasíðu bæjarins, en mark- visst er einnig unnið að skilvirkari og opnari stjórnsýslu hjá Stykk- ishólmsbæ undanfarin ár. Rík áhersla hefur verið á að fund- argerðir bæjarstjórnar og fasta- nefnda bæjarins séu greinargóðar og auðlesnar. Nú birtast einnig fylgiskjöl með sjálfvirkum hætti með fundargerðum á heimasíðu bæj- arins og fyrr á árinu hófust upp- tökur á bæjarstjórnarfundum sem eru aðgengilegar á netinu.    Rannsóknasetur Háskóla Ís- lands á Snæfellsnesi var stofnað árið 2006. Jón Einar Jónsson vísinda- maður er forstöðumaður. Æðarfugl hefur verið aðalrannsóknategundin frá upphafi en einnig hafa verið rannsökuð um m.a. botndýr, bjarg- fuglar, dílaskarfar og álftir. Stærsta verkefnið eru árlegar merkingar á æðarkollum á sunnanverðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.