Morgunblaðið - 20.02.2021, Síða 22

Morgunblaðið - 20.02.2021, Síða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Komdu í BÍLÓ! Nýskráður 07/2020, ekinn 5 Þ.km, bensín & rafmagn (plug in hybrid, drægni 69 km) 218 hö, sjálfskiptur (8 gíra). Stafrænt mælaborð, 18“ álfelgur, Night pack o.fl. Verð aðeins 5.990. M.BENZ A 250 E SALOON Eigumeinnig til steingráan bíl ekinn aðeins 3 þkm! 20. febrúar 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 128.93 Sterlingspund 180.04 Kanadadalur 101.78 Dönsk króna 20.952 Norsk króna 15.249 Sænsk króna 15.53 Svissn. franki 143.87 Japanskt jen 1.2203 SDR 185.62 Evra 155.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 188.2025 Hrávöruverð Gull 1782.8 ($/únsa) Ál 2147.0 ($/tonn) LME Hráolía 65.02 ($/fatið) Brent ● Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innan- lands 63 millj- örðum króna í jan- úar sl. sem er 2,5% aukning milli ára miðað við fast verðlag. Þetta kemur fram í gögn- um sem Seðla- banki Íslands birti í vikunni og fjallað er um í Hagsjá Landsbankans. Þar kemur einnig fram að kortavelta Íslendinga erlendis hafi numið alls 8,7 milljörðum króna og dregist saman um 46% milli ára miðað við fast gengi. Samanlagt dróst kortavelta saman um 8% milli ára í janúar miðað við fast gengi og fast verðlag. Innlend greiðslukorta- velta jókst milli ára Verslun Veltan jókst. STUTT Baldur Arnarson baldura@mbl.is Athafnamaðurinn Kristján Berg Ás- geirsson, betur þekktur sem Fiski- kóngurinn, hyggst opna nýja verslun með heita potta á fimmtugsafmæli sínu 30. mars. Verslunin Heitirpottar.is er nú á Höfðabakka 1 við Gullinbrú en verð- ur flutt á Foss- háls 13, sunnan Ölgerðarinnar, í lok mars. Kristján áætlar aðspurður að hafa selt heita potta fyrir um hálfan milljarð króna í fyrra. Áformað sé að tvöfalda söluna í ár og eru þá m.a. meðtaldar tekjur af sölu gufubaða. Kristján er fyrir löngu orðinn þjóðþekktur sem Fiskikóngurinn en hann hóf fisksölu árið 1989 er hann var aðeins 18 ára gamall. Vantaði pott í garðinn Kristján seldi fiskbúðina Vör árið 2005 og varð hún hluti að Fiskisögu. Árið 2006 flutti Kristján til Dan- merkur og leið ekki á löngu þar til athafnasemin gerði vart við sig. „Ég var atvinnulaus og vissi ekki hvað ég ætti til bragðs að taka. Ég ákvað að kaupa mér heitan pott í garðinn og hafði sem atvinnulaus maður nægan tíma til að kynna mér potta. Því lauk þannig að ég – ofvirkur drengur úr Breiðholtinu – var kominn með umboð fyrir þessa potta í Danmörku og opnaði verslun þar. Síðan opnaði ég verslun með heita potta á Íslandi sem félagi minn rak og gekk hún svo vel að ég var stöðugt að fljúga heim til að hjálpa honum að selja potta og taka á móti gámum,“ segir Kristján. Eiginkona hans, Sólveig Lilja Guðmundsdóttir, fékk nóg af flakki bónda síns og fór svo að þau fluttu heim í september 2008 eða aðeins nokkrum vikum fyrir hrunið. Urðu að lúxusvöru „Eftir hrunið urðu heitir pottar lúxusvara og þeir seldust ekki í nokkra mánuði. Þá var ég nýkominn til landsins og átti stóran lager af pottum, starði á vegginn og hugsaði með mér: „Ég nenni þessu ekki leng- ur“ og byrja aftur að selja fisk. Þannig að árið 2009 opnaði ég Fiski- kónginn á Sogavegi,“ segir Kristján. Hann seldi heita potta samhliða fisksölunni og fór svo að lagerinn kláraðist. Til að anna eftirspurn hef- ur Kristján farið með pottana í sífellt stærri sýningarsali en rýmið tvöfald- ast í 700 m2 á Fosshálsinum og er lofthæðin fimm metrar. Húsnæðið kostar 180 milljónir og endurbætur 70 milljónir. Að meðtöldum kostnaði við nýjan lager segir Kristján nýju verslunina kosta um hálfan milljarð. Húsnæðið er hér sýnt á mynd og sömuleiðis drög að útliti hússins. Um er að ræða jarðhæð á Fosshálsi 13. Spurður um staðarvalið bendir Kristján á að atvinnuhúsnæði sé víkjandi í Vogunum vegna þéttingar byggðar, þ.m.t. í Dugguvogi. Þá sé áformað að þétta byggð á Ártúns- höfða með niðurrifi á atvinnuhús- næði og uppbyggingu íbúða. Þrengt að fyrirtækjum „Hvar á fólkið að vinna? Því að bílaverkstæðin og önnur þjónusta sem maður þarf að nota er að fara upp á Esjumela og á Vellina í Hafn- arfirði. Það er því farið að þrengja mjög að atvinnuhúsnæði en sjálfur er ég að kaupa slíkt húsnæði og breyta því í verslunarhúsnæði,“ seg- ir Kristján sem gerir sér sem áður segir vonir um að tvöfalda söluna milli ára úr hálfum milljarði í einn milljarð króna. Máli sínu til stuðnings vísar hann til þess að kórónuveirufaraldrinum sé ekki lokið, ásamt því sem gæði pottanna muni spyrjast út. Meðal annars séu kaldir pottar í tísku og salan á innrauðum sánaklef- um sprungið út síðustu ár. Þá hafi skapast mikil þörf fyrir endurnýjun á heitum pottum. Spurður hvort hann sé orðinn sterkefnaður á viðskiptunum svarar Kristján því til að fjölskyldan eigi orðið fyrirtækin skuldlaust. Stefnir á sölu heitra potta fyrir milljarð króna í ár Myndir/Heitirpottar.is/KJ hönnun Á Fosshálsi Kristján hyggst opna stærstu verslunina í sögu landsins sem selur heita potta.  Fiskikóngurinn fjárfestir fyrir hálfan milljarð í nýju verslunarhúsnæði og lager Kristján Berg Ásgeirsson Alls birtust rúmlega 1.800 greinar og fréttir um Ísland sem áttu upp- runa sinn í samskiptum Íslandsstofu við fjölmiðla eða fjölluðu um verk- efni á hennar vegum á síðasta ári. Þetta kemur fram í frétt á vef Ís- landsstofu en þar segir einnig að þetta beri vitni um mikinn áhuga er- lendra fjölmiðla á Íslandi. Umfjallanirnar náðu til um 750 milljón neytenda og er virði um- fjallananna gróflega metið á um 5,5 milljarða kr., eins og segir í fréttinni. Heimsfaraldurinn vegna Covid-19 gerði það að verkum að samskipti Íslandsstofu við erlenda fjölmiðla hafa verið með óhefðbundnum hætti. Í kastljósi vegna veirunnar „Síðastliðið sumar var Ísland í kastljósinu fyrir góðan árangur í baráttunni gegn kórónuveirunni og vann Íslandsstofa náið með utanrík- isráðuneytinu við að svara fyrir- spurnum áhugasamra fjölmiðla. Fyrsti hluti markaðsherferðarinnar Saman í sókn hófst svo í júlí og skil- aði hún um 1.000 umfjöllunum um Ísland og herferðina.“ 1.800 fréttir 2020  Metið á um 5,5 milljarða króna Kristján Ás- geirsson kveðst ein- beita sér að sölu heitra potta frá mars og fram í októ- ber en snúi sér þá að fisksölunni. Kórónu- veirufaraldurinn hafi aukið eftirspurn eftir fiski. „Við vorum að sinna veitinga- stöðum en þeir urðu margir fyr- ir höggi og lokuðu. Jafnframt var mörgum fyrirtækjum lokað og starfsfólkið vann heima. Fólk þarf að borða og fer þá út í búð að kaupa sér í soðið. Ég myndi ætla að salan í fiskbúðum hefði aukist um 18-30% milli ára,“ segir Kristján. Fisksalan 18-30% meiri VEIRAN HEFUR VÍÐA ÁHRIF Heimavinna skapar eftirspurn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.