Morgunblaðið - 20.02.2021, Síða 29

Morgunblaðið - 20.02.2021, Síða 29
Ágætur maður sem var aðkoma með barn sitt ánámskeið hjá Skákskól-anum spurði hvort skák- hreyfingin gæti ekki hafi not af söl- um Rúgbrauðsgerðarinnar við Borgartún og varð úr að sameinuð keppni Meistaramóts Skákskóla Ís- lands 2020 og Unglingameistaramót Íslands 2020 fór þar fram um síð- ustu helgi. Vegna Covid hafði báð- um þessum mótum verið frestað sl. haust. Rúgbrauðsgerðin hefur áður kom- ið við sögu skákarinnar á Íslandi og verður það ekki rakið í löngu máli en allir voru sammála um ágæti sal- arkynna og aðstæður voru til fyr- irmyndar. Omar Salama, alþjóð- legur skákdómari, og Ingibjörg Edda Birgisdóttir, aðalskákstjóri mótsins, sáu til að allar viðureignir mótsins væru sýndar í beinni út- sendingu á netinu. Til mikils var að vinna á mótinu því að meðal verðlauna var sæti í landsliðsflokki í húfi. Vignir Vatnar Stefánsson var álitinn langsigur- stranglegasti keppandinn; hann hafði unnið bæði mótin 2019 en efsta sætið hékk á bláþræði að þessu sinni því í lokaumferðinni varð hann að vinna Gauta Pál Jóns- son, sem þá var einn efstur. Það tókst eftir 72 leikja baráttu og loka- staða efstu manna varð þessi: 1.-2. Benedikt Briem og Vignir Vatnar Stefánsson 5 v. (af 6) 3. Gauti Páll Jónsson 4½ v. 4.-5. Jó- hann Arnar Finnsson og Pétur Pálmi Harðarson 4 v. 6.-10. Símon Þórhallsson, Kristján Dagur Jóns- son, Arnar Milutin Heiðarsson. Ingvar Wu og Adam Omarsson 3½ v. Samkvæmt hefð var teflt um sig- urvegaratitilinn eða -titlana öllu heldur og á miðvikudagskvöldið fór fram tveggja skáka einvígi Bene- dikts og Vignis. Tímamörk voru 20:5 og vann Vignir báðar skákirnar og er því aftur tvöfaldur sigurvegari. Það er að vonum en hann getur bætt sig mikið með því að leggja harðar að sér við skákborðið. Í keppni við enn sterkari skákmenn dugar ekki að taka ákvarðanir hugs- unarlaust. Dæmi: Meistaramót Skákskólans/ Unglingameistaramót Íslands, 5. umferð: Vignir Vatnar Stefánsson – Jó- hann Finnsson Vignir lék nú án mikillar um- hugsunar 37. Rd4 en eftir 37. … Hd1! náði svartur jafntefli. Hannes Hlífar Stefánsson benti á að hvítur gat leikið 37. Hxf8+! því að 37. … Kxf8 er svarað með 38. Hd8 mát. Jóhann Arnar, sem hlaut fjóra vinninga, náði bestum árangri keppenda undir 2.000 elo-stigum. Hann hækkaði um 28 elo- kappskákstig. Kristján Dagur Jónsson náði bestum árangri kepp- enda undir 1.800 elo-stigum og hækkaði sig mest allra keppenda eða um 69 elo-kappskákstig. Þess ber að geta að fyrstu tvær umferð- irnar fóru fram með tímamörkum at-skáka, 20:5. Ingvar Wu var annar sem náði góðum árangri. Snemma móts vann hann mikinn varnarsigur yfir einum þeirra sem voru taldir lík- legir til að berjast um efstu sætin: Meistaramót Skákskólans/ Unglingameistaramót Íslands, 3. umferð: Birkir Ísak Jóhannsson – Ingvar Wu Birkir hafði smátt og smátt misst niður sigurvænlega stöðu gegn úrræðagóðum andstæðingi sem lék nú … 75. … Re4! Til að svara 76. a8(D) með 76. … Hb1 mát. 76. Hf8+ Kg4 77. Kg1 77. … Ha2? Hann gat gert út um taflið strax með 77. … Rg3! með óverjandi hótun, 78. … Hg2 mát. Framhaldið varð: 78. a8(D) Hxa8 79. Hxa8 Kg3 - og svartur átti vænlega stöðu og vann skákina eftir 82 leiki en á einum stað gat Birkir Ísak senni- lega náð jafntefli. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021 Holtsgata 18, 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Vel staðsett og gott 4ra herbergja parhús á tveimur hæðum, miðsvæðis í Njarðvík. Stutt í skóla, leikskóla og þjónustu. Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Verð 38.500.000 122,8 m2 Eftir einelti RÚV og Helga Seljan frétta- manns í því máli sem kallað var vafasöm við- skipti Samherja og Þor- steins Más forstjóra við norska bankann DNB, og látið að því liggja að um glæpamál væri að ræða, hefur sannleik- urinn komið í ljós en ekki til framdráttar ein- eltisliðinu. Þarna var um að ræða þá aðila hjá RÚV þar sem ræður ríkjum Akureyringurinn Stefán Eiríksson, sá sem hefur hrak- ist á milli starfa hjá ríki og borg með misjöfnum árangri, og eftirtekjur í þessu Samherjamáli tómar lygar. Og verst er að þessi stofnun, RÚV, sem Stefán stýrir á þennan hátt, er rekin fyrir almannafé svo mörgum millj- örðum króna nemur. Ríkissaksóknari Noregs hefur eft- ir vandlega yfirferð mála komist að þeirri niðurstöðu að fella beri niður öll svokölluð sakamál sem til rann- sóknar voru og fjölluðu um viðskipti norska bankans DNB við Samherja og Þorstein Má forstjóra fyrir- tækisins. Rannsóknin beindist m.a. að þeirri ásökun að um væri að ræða peningaþvætti en ekkert það kom í ljós, sem benti til þess að um slíkt væri að ræða, segir í tilkynningu frá norska bankanum. Samherji og forstjóri þess sjáv- arútvegsfyrirtækis hafa legið undir ómaklegum og allt að því svívirðileg- um ásökunum frá RÚV og aðstand- endum um að peningaþvætti hafi verið stundað í gegnum DNB- bankann í Noregi vegna útgerðar fyrir- tækisins í Namibíu. Niðurstaða rík- issaksóknara Noregs, eins og fyrr segir, um niðurfellingu þessa máls, sýnir svo ekki verður um villst að ekk- ert er hæft í fyrr- greindum fullyrðingum sem á borð hafa verið bornar. Ástæða er fyrir Samherja og Þorstein Má að fagna þessari niðurstöðu enda hefur fyrirtækið og hann ávallt haldið því réttilega fram að allar ásakanir um vafasöm viðskipti við DNB í Noregi séu ekki á rökum reistar og með öllu tilhæfulausar. RÚV og Helgi Seljan hafa farið hamförum um meint svindl, pen- ingaþvætti og mútur Samherja og Þorsteins Más í Noregi og Namibíu og málavextir meira og minna slitnir úr samhengi. Meira að segja voru greiðslur til skipverja, sem bárust í gegnum norska bankann, gerðar tor- tryggilegar. Er þar um mjög alvar- legar ásakanir að ræða sem settar voru fram um þessi viðskipti; þar hafi verið um peningaþvætti að ræða og jafnvel mútur. Sannleikur í Samherjamáli Eftir Hjörleif Hallgríms » Ótrúleg og ósæmi- leg framkoma RÚV og tengdra aðila gagnvart Samherja og Þorsteini Má Hjörleifur Hallgrímsson Höfundur er eldri borgari á Akureyri. Styrmir Kárason fæddist lík- lega á árabilinu 1170-1180. Lítið er vitað um ættir hans en talið er að faðir hans hafi verið Kári Runólfsson, d. 1187 eða 1188, ábóti í Þingeyraklaustri. Þar hafi Styrmir alist upp og dvalist fram undir 1220. Styrmir var vígður prestur og var heimilisprestur hjá Snorra Sturlusyni í Reykholti frá því fyrir 1228 til 1235 og því líklegt að hann hafi aðstoðað Snorra við ritstörfin. Styrmir var lögsögumaður 1210-1214 og 1232-1235, en varð síðan príor, eða forstöðumaður, klaustursins í Viðey 1235-1245. Styrmir var kunnur rithöf- undur og skrifaði Styrmisbók Landnámu, en áður hafði verið skrifuð Frum-Landnáma sem var mun styttri. Útgáfa Styrmis er glötuð sem heild en marga hluta hennar er að finna í síðari bókum Landnámu. Það sama á við um Lífssögu Ólafs helga eft- ir Styrmi. Kaflar úr henni eru varðveittir í Flateyjarbók. Styrmir er mjög líklega höf- undur Harðar sögu og Hólm- verja og hann skrifaði upp Sverris sögu, en óvíst er hversu mikið eða hvort hann átti þátt í gerð hennar. Talið er að sonur hans hafi verið Valgarður Styrmisson sem var fylgdarmaður Snorra. Styrmir lést 20. febrúar 1245. Merkir Íslendingar Morgunblaðið/Ómar Styrmir Kárason Viðey Styrmir var forstöðu- maður í Viðeyjarklaustri. Morgunblaðið/SÍ Lokaumferðin Vignir Vatnar og Arnar Milutin virða fyrir sér stöðuna. Fjær sjást Benedikt Briem og Pétur Pálmi Harðarson. Nýr keppnisvett- vangur sterkustu unglingamótanna ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.