Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021 Fegurðin er frá þér barst, fullvel þótti sanna, að yndið okkar allra varst, engill meðal manna. Hlutverk þitt í heimi hér, þú hafðir leyst af hendi. Af þeim sökum eftir þér, Guð englahópa sendi. Sú besta gjöf er gafst þú mér, var gleðisólin bjarta, sem skína skal til heiðurs þér, skært í mínu hjarta. (B.H.) Elsku amma. Við vildum að við hefðum fengið meiri tíma með þér. Takk fyrir að koma okkur í heiminn. Við erum þér ævinlega þakklát. Elskum þig. Þín ömmubörn, Fannar Ófeigur Alexson og Ragnheiður Rósa Arnórsdóttir. Minningarnar streyma um hugann og söknuðurinn er mik- ill. Ragnheiði kynntist ég í Vest- mannaeyjum árið 1982 þegar hún var að vinna sem ljósmóðir við Sjúkrahús Vestmannaeyja. Þau kynni hófust með því að Svala móðir mín stakk upp á því við mig þá tíu ára gamla að svara auglýsingu þess efnis að gæta tæplega fimm ára gamall- ar stúlku einstaka kvöld og um helgar. Hugmyndin var að við gætum passað stúlkuna í sameiningu. Dagurinn þegar þær mæðgur Ragnheiður og Lollý komu fyrst til okkar á Illugagötuna er mér í fersku minni. Samskipti okkar einkenndust frá fyrsta degi af mikilli vináttu og tryggð sem fylgt hefur okkur alla tíð síðan. Minnisstæð er fyrsta ferðin með þeim mæðgum að Skúms- stöðum þar sem ég gætti Lollýjar á meðan Ragnheiður skellti sér á þorrablót í Njálsbúð en við áttum eftir það eftir að eiga margar ljúfar stundir í sveitinni sem hún unni þar sem Ragnheiður átti ætíð samastað, ekki síður hin síðustu ár eftir að ég flutti á Hvolsvöll. Heimili hennar og fjölskyldu hennar stóð okkur ávallt opið og eru margar eftirminnilegar samverustundir með þeim í Kvíslinni þar sem hlátur og glaðværð einkenndi ljúfar stundir. Ragnheiður talaði ávallt fal- lega um mömmu og umhyggjan og hlýjan umvafði mig og það er mér sérstaklega dýrmætt að hafa fengið hana til að taka á móti þremur börnum mínum í heiminn. Hún fylgdist ávallt vel með uppvexti þeirra en Ragn- heiður var dásamleg barnagæla, hafði mikla útgeislun og einstak- lega góða nærveru. Ragnheiður var traust vin- kona sem alltaf var tilbúin að hlusta, styðja og vera til staðar og ómetanlegur er stuðningur hennar við nám mitt í sjúkra- liðafræðum. Ragnheiður gat líka verið beinskeytt, ákveðin, skemmti- lega hreinskilin og hafði góðan húmor. Elsku Ragnheiður. Nú er komið að kveðjustund. Minning- arnar eru margar og góðar og munu ylja mér alla tíð. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíldu í friði elsku Ragnheið- ur mín og hjartans þakkir fyrir sanna vináttu og tryggð í gegn- um árin. Þakka þér fyrir alla þá ást, umhyggju og hlýju sem þú sýndir mér og okkur fjölskyld- unni. Við þökkum þér samfylgdina og biðjum góðan Guð að geyma þig og varðveita. Elsku Ófeigur, Ólafía Bjarn- heiður (Lollý), Grétar, Guðríður Bjartey, Ragnheiður Lilja og fjölskyldur, við sendum ykkur öllum okkar innilegustu samúð- arkveðjur á þessum erfiðu tíma- mótum. Megi góður Guð styrkja ykkur og styðja í sorginni. Svandís Þórhallsdóttir og fjölskylda. Elsku Sigga mín er farin. Sigga mín, dansdrottningin, rauðvínsþambarinn, skófíkillinn, stuðboltinn, stuðpúðinn, öxlin mín. Við vorum samferða í lífinu. Fyrst og fremst sem vinkonur en líka sem bekkjarsystur, sam- starfskonur, „ská“-svilkonur, ná- grannar og saumaklúbbssystur. Kynni okkar hófust í Versló, í þriðja bekk C. Við náðum strax vel saman og urðum óaðskiljan- legar, við Sigga og Þórdís. Á Verslóárunum var margt brallað. Upp í hugann koma „lærdóms- ferðirnar“ í Þrastarból, útileg- urnar sem farnar voru á appels- ínugulu Simcunni, útskriftarferðin til Acapulco með viðkomu í New York og sauma- klúbburinn Friðjón. Sumarið eftir fjórða bekk bauðst okkur Siggu að fara sem ráðskonur norður í Fljót í nokkr- ar vikur og elda ofan í vinnuflokk hjá Fljótalaxi. Við tókum áskor- uninni og héldum norður vopn- aðar bókinni „Unga fólkið og eld- hússtörfin“ og þannig blessaðist eldamennskan, lax í flest mál og karlarnir voru alsælir með ráðs- konurnar kátu. Um haustið fórum við Sigga í örlagaríka Hollywoodferð. Sigga hafði fyrr um sumarið hitt ungan pilt í Þórsmörk sem henni leist frekar mikið vel á. Pilturinn var Bjarni og þarna kom Sigga auga á hann aftur. Hún var skotin, en þorði ekki að nálgast hann svo ég dró piltinn út á dansgólfið til okkar. Bjarni og félagar hans Sigríður Guðmundsdóttir ✝ Sigríður Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 26. ágúst 1968. Hún lést á Landspít- alanum í Reykjavík að kvöldi 23. janúar 2021. Útför hennar fór fram 4. febrúar 2021. Fyrir mistök birtist þessi minningargrein ekki á útfarardegi Sigríðar. Morgunblaðið biður hlut- aðeigandi velvirðingar. vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Fé- lagarnir komu í humátt á eftir í dansinn og úr urðu tvö hjónabönd: Sigga og Bjarni og ég og Einar ná- frændi Bjarna. Við Sigga tengdumst þar með fjölskyldu- böndum sem styrkti enn frekar vináttu okkar. Eftir að Versló lauk snerist líf- ið um að mennta okkur og koma okkur fyrir í atvinnulífinu, eign- ast húsnæði og börn. Hanna Hrund kom fyrst, þá Guðmundur þremur árum seinna og Þórunn og Dagur ári síðar. Við vorum nágrannar, fyrst í Rofabænum og svo í Selásnum. Haldin voru ótal matarboð og krakkarnir gistu sitt á hvað. Við ferðuðumst um landið og utan þess, minning- arnar eru óteljandi. Eftir að leiðir okkar Einars skildi fundum við Sigga og Bjarni nýjan takt í vináttuna. Birta kom í heiminn og þau fluttu í Norðlingaholtið. Seinna kynnist ég Orra mínum og þau tóku honum opnum örmum. Siggu biðu stór verkefni. Fyrst tókst hún á við brjósta- krabbamein og það gerði hún með stæl, dyggilega studd af Bjarna sínum, fjölskyldu og góð- um vinum. Nokkrum árum síðar komu upp alvarleg veikindi hjá Degi. Þá sáum við sem stóðum álengd- ar að samstaða, kærleikur og styrkur þessarar fjölskyldu er engu líkur. Það var gott að vera vinkona Siggu. Hún var jákvæð og ráða- góð og sagði það sem manni var hollt að heyra. Svo var tími til að gleðjast, slá á létta strengi og skála í búbblum eða rauðu. Elsku Bjarni, Guðmundur, Dagur, Birta, Hulda, Guðmund- ur, Helga, Fanney og Sigga amma, megið þið finna styrk til að takast á við sorgina og sökn- uðinn. Minningin um yndislegu Siggu lifir í hjarta okkar allra. Anna Rún Ingvarsdóttir. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 11-16 virka daga Elsku maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, stjúpi og stjúpafi, SIGMUNDUR SIGFÚSSON geðlæknir, lést á heimili sínu föstudaginn 29. janúar. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 22. febrúar klukkan 13.30. Því miður getur athöfnin ekki verið öllum opin vegna sóttvarna. Streymt verður á facebooksíðunni: Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – beinar útsendingar. Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á að styrkja góð málefni. Ingiríður Sigurðardóttir Marjón Pétur Sigmundsson Oorawan Sukphuwong Sigfús Þór Sigmundsson Erna Hjaltested Benedikt Sigmundsson Hala Mamdouhdóttir Haraldur Sigmundsson Steinunn Arnbjörg Stefánsd. Mathurin Matharel barnabörn og stjúpbarnabörn Elskuleg systir okkar, frænka og vinur, ÞÓRA HARALDSDÓTTIR HOLME, lést á spítala í heimaborg sinni Ósló, sunnudaginn 14. febrúar. Jóhanna Haraldsdóttir Rebekka Haraldsdóttir Haugsted Hrafnssynir, Hauksdætur og Haukssynir Ástkær móðir, tengdamamma, amma og langamma, SIGRÚN ÓLÖF MARINÓSDÓTTIR, lést á Landspítalanum Fossvogi aðfaranótt mánudagsins 15. febrúar. Útförin fer fram í kyrrþey. Jón Gauti Guðlaugsson Kári Gauti Guðlaugsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR MARÍSSON bifreiðastjóri, Maríubakka 20, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut föstudaginn 12. febrúar. Útför hans fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 26. febrúar klukkan 13 að viðstöddum nánustu fjölskyldu og vinum. Við þökkum auðsýndan hlýhug og samúð. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á orgelsjóð Árbæjarkirkju (reikningur 0113-26-577, kennitala 420169-4429). Kári Marís Guðmundsson Anna Karen Arnarsdóttir Anna María Guðmundsdóttir Bjarni Aron Þórðarson Sveinn Ingi Ágústsson Charlotte Simonsen og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, systir og amma, HILDUR SVEINBJÖRNSDÓTTIR, Hraunbæ 2, Reykjavík, varð bráðkvödd á heimili sínu miðvikudaginn 10. febrúar. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 26. febrúar klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Björn Steinar Brynjólfsson Guðrún Kristín Einarsdóttir Brynhildur Sara Brynjólfsd. Friðberg Óskar Sigurðsson Bjarki Snær Brynjólfsson Signý Lind Elíasdóttir Sveinbjörn Guðmundsson Guðný Sturludóttir systkini hinnar látnu og barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNHILDUR GUÐLAUG KRISTJÁNSDÓTTIR ljósmóðir, frá Löndum í Stöðvarfirði, Víðivöllum 16, Selfossi, lést á hjúkrunaheimilinu Lundi á Hellu 12. febrúar. Útförin fer fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn 24. febrúar klukkan 14. Streymt verður frá athöfninni á selfosskirkja.is. Þórarinn Ingimundarson Þórdís Þórarinsdóttir Gunnar Hrafn Sveinbjörnsson Aðalheiður K. Þórarinsdóttir Árni Oddsson Hjörtur Þórarinsson Eyrún Olsen Brynja Þórarinsdóttir Sigrún Þórarinsdóttir Stefán Sveinsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTRÍÐUR ÞÓREY ÞÓRÐARDÓTTIR, Ásta frá Hvítanesi, lést á Dvalarheimilinu Höfða Akranesi þriðjudaginn 16. febrúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 1. mars klukkan 13. Innilegar þakkir til alls starfsfólks Dvalarheimilisins Höfða fyrir alúð og hlýju. Athöfninni verður streymt á netinu frá vef Akraneskirkju. Hlekk á streymi er hægt að nálgast á mbl.is/andlat. Emil Þór Guðmundsson Guðbjörg Kristjánsdóttir Sigríður Guðmundsdóttir Gunnar Sigurðsson Ingibjörg Guðmundsdóttir Guðjón Þórðarson Þórey G. Guðmundsdóttir Leifur Eiríksson barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.