Morgunblaðið - 20.02.2021, Side 47

Morgunblaðið - 20.02.2021, Side 47
ÍÞRÓTTIR 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021 Aldrei hætta, aldrei gefast upp. Þrátt fyrir að staðan sé erf- ið má ekki gefast upp. Leikur KA og Vals í Olísdeild karla í hand- bolta á fimmtudaginn var sýndi og sannaði að þetta er ekki búið fyrr en síðasta nóta feitu kon- unnar fjarar út. Valur var með 27:23-forskot þegar um þrjár mínútur voru eftir en leiknum lauk með 27:27- jafntefli. Undirritaður fylgdist með leiknum í beinni textalýs- ingu en þegar Arnór Snær Ósk- arsson skoraði 27. mark Vals skellti hann sér í eldamennsk- una, viss um að úrslitin væru ráðin. Eftir kvöldmat kíkti ég yfir úrslit kvöldsins. Um leið og ég sá lokatölurnar frá Akureyri var ég handviss um að ég þyrfti sterkari gleraugu. Þetta gat ekki staðist. Eftir nánari athugun sá ég að KA jafnaði með ótrúlegum endaspretti, sem minnti helst á þegar Ísland tapaði niður þriggja marka forskoti á mettíma gegn Austurríki á EM á heimavelli Austurríkismanna árið 2010. KA-menn spiluðu eld- snöggar sóknir á lokakaflanum, staðráðnir í að jafna metin þótt staðan væri erfið. Á sama tíma hikaði Valsliðið mikið, reyndi að spila hægt og fór að verja for- skotið. Það má ekki. Þegar lið fara að hika og verja forskot gegn andstæðingi sem fer af öllum krafti í hverja einustu sókn ertu að bjóða hættunni heim. Það gerðu Vals- menn á miðvikudag en leikmenn KA eiga mikið hrós skilið fyrir að gefast ekki upp. Segja má að Valsmenn hafi farið á taugum. Mikil orka fór í hluti sem þeir hafa enga stjórn á, eins og að deila við dómara og ritara. Kannski voru KA-menn svolítið heppnir og Valsmenn óheppnir, en þú býrð til þína eig- in heppni. Aldrei gefast upp. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.isKnattspyrnukonan Andrea Mist Pálsdóttir er búin að skrifa undir tveggja ára samning við sænska úr- valsdeildarliðið Växjö. Andrea Mist kemur frá FH. Frá þessu er greint á Akureyri.net. Á dögunum var til- kynnt að hin 22 ára gamla Andrea Mist hefði gengið til liðs við Breiða- blik að láni frá FH en nú hefur hún verið keypt til Svíþjóðar. Växjö endaði í sjötta sæti af 12 liðum í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta keppnistímabili. Andrea hefur leik- ið með Vorderland í Austurríki og Orobica á Ítalíu. Andrea Mist til Svíþjóðar Morgunblaðið/Eggert Svíþjóð Andrea Mist Pálsdóttir er komin til Svíþjóðar. Sturlu Snæ Snorrasyni tókst ekki að ljúka fyrri ferð í aðalkeppni karla í stórsvigi á HM í alpagrein- um í Cortina d’Ampezzo á Ítalíu í gær. Sturla Snær var eini Íslend- ingurinn sem komst áfram í aðal- keppnina eftir að hafa hafnað í 17. sæti í undankeppninni í gær. Frakkinn Mathieu Faivre bar sig- ur úr býtum en hann var með fjórða besta tímann eftir fyrri ferð en tryggði sér sigurinn með glæsilegri seinni ferð. Sigurinn er sá fyrsti hjá Faivre í greininni á heimsmeistara- móti. AFP Skíði Sturla Snær Snorrason féll í fyrri ferðinni á Ítalíu í gær. Sturla lenti í vandræðum UNDANKEPPNI HM Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í hand- knattleik býr sig nú undir að taka þátt í undankeppni HM, sem fer fram í Norður-Makedóníu dagana 19. – 21. mars næstkomandi. Ísland er með heimakonum í Norður- Makedóníu í riðli 2, ásamt Litháen og Grikklandi. Tvö lið fara áfram úr riðlinum í umspil um laust sæti á HM 2021, sem áætlað er að fari fram í desember á Spáni. Upphaflega átti undankeppnin að fara fram í byrjun desember og var ráðgert að landsliðið kæmi saman í Vestmannaeyjum dagana 28. sept- ember til 3. október til þess að hefja undirbúning fyrir undankeppnina. Bæði æfingunum í Vestmanna- eyjum og leikjunum í Norður- Makedóníu var hins vegar frestað í tengslum við kórónuveirufarald- urinn. Á síðasta ári náði íslenska lands- liðið því einungis að hittast einu sinni til æfinga, þar sem æfingar hófust um miðjan júní og stóðu út þann mánuð, og spilaði liðið ekki einn einasta leik á árinu. Það voru því miklir fagnaðarfundir í vikunni þegar landsliðið kom loks saman til æfinga á höfuðborgarsvæðinu og hóf undirbúning fyrir undankeppn- ina í næsta mánuði, en æfingar liðs- ins standa yfir frá 17. til 21. febrúar. Allt kemur fyrir ekki „Það er mjög mikil tilhlökkun í hópnum. Það hefur verið mjög skemmtilegt að hitta allar stelp- urnar aftur og fá loksins að æfa saman. Við erum búnar að vera nokkuð oft í startholunum, þ.e. ná- lægt því að fara að æfa en allt kem- ur fyrir ekki. Það er ótrúlega gaman að fá þessa daga og mjög mikilvægt að fá að spila okkur saman og aðeins fá að rifja þetta allt saman upp,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir, vinstri skytta í liði Stjörnunnar, í samtali við Morgunblaðið rétt fyrir æfingu landsliðsins í Víkinni í gær. Þar sem ekki er um alþjóðlega landsliðsviku er að ræða var ekki mögulegt að fá þá leikmenn sem spila erlendis til æfinga þessa vik- una. Allir leikmennirnir 19 sem voru valdir til æfinga spila því í Olísdeild- inni hér á landi. Af þessum 19 leik- mönnum eru fimm nýliðar, auk tveggja leikmanna sem hafa leikið tvo og einn landsleik. Spurð um hvernig nýliðarnir og reynsluminni leikmenn hafi litið út á æfingunum sagði Helena Rut: „Mjög vel. Æfingarnar hafa verið mjög góðar og gott tempó á þeim. Mér finnst þær hafa komið mjög sterkar inn, bæði hvað varðar fé- lagslega þáttinn og æfingarnar.“ Mjög góðir möguleikar Henni líst vel á verkefnið sem bíð- ur liðsins í mars í Norður-Makedón- íu, en bendir á að óvissan í kringum æfingar og leiki hafi verið óhentug. „Mér líst bara vel á það. Þetta með undankeppnina hefur einmitt verið svona eins og með æfingarnar. Hún átti að vera á vissum tíma og svo var henni frestað. Þá veit maður aldrei almennilega hvort maður eigi að gera ráð fyrir því að hún fari fram eður ei. En við erum mjög spenntar og hlökkum til þess að fara loksins að spila einhverja leiki saman.“ Aðspurð hvernig Helena Rut mæti möguleika íslenska landsliðs- ins í undankeppninni sagði hún: „Ég tel þá bara góða. Við erum búnar að vera að vinna í vörninni og erum núna með tvær varnir í gangi sem mér finnst mjög jákvætt. Við getum þá notað þær báðar eða aðra þeirra á móti öllum liðum. Ef við náum að spila okkur vel saman og nýta okkar styrkleika þá tel ég að við eigum mjög góða möguleika.“ Erum búnar að vera oft í startholunum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Æfing Helena Rut Örvarsdóttir á landsliðsæfingu í Víkinni í gær.  Kvennalandsliðið í handknattleik æf- ir saman í fyrsta sinn í átta mánuði Breiðablik, Stjarnan og Valur eru öll með fullt hús stiga í Lengjubikar karla í fótbolta eftir sigra í gær- kvöldi. Valsmenn kjöldrógu 1. deildarlið Grindavíkur á Origo-vellinum á Hlíðarenda, 8:1. Tryggvi Hrafn Har- aldsson og Sigurður Egill Lárusson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Val og þeir Patrick Pedersen, Kristófer Jónsson, Kristinn Freyr Sigurðsson og Arnór Smárason komust einnig á blað. Valur vann KA í fyrsta leik og er með sex stig en Grindavík er án stiga eftir tap fyrir HK í fyrsta leik. Annar stórsigur Blika Breiðablik fagnaði sínum öðrum stórsigri í keppninni í ár en Kópa- vogsliðið vann auðveldan 5:0-sigur á 1. deildarliði Þróttar á útivelli. Thomas Mikkelsen og Gísli Eyjólfs- son skoruðu í fyrri hálfleik og þeir Brynjólfur Willumsson, Róbert Orri Þorkelsson og Damir Muminovic bættu við mörkum í seinni hálfleik. Breiðablik er á toppi 4. riðils með tvo sigra í tveimur leikjum og markatöl- una 9:0. Þróttur er með þrjú stig eft- ir sigur á Fjölni í fyrsta leik. Í Garðabænum vann Stjarnan 2:0- sigur á ÍA. Tristan Freyr Ingólfsson kom Stjörnunni yfir á 10. mínútu og Hilmar Árni Halldórsson bætti við marki á 27. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki, þrátt fyrir að Skaga- maðurinn Ingi Sigurðsson hafi feng- ið beint rautt spjald á 41. mínútu. Stjarnan vann 3:2-sigur á Vestra í 1. umferð og er því með sex stig eftir tvo leiki. ÍA er með þrjú stig eftir sigur á Selfossi í fyrsta leik. Íslandsmeistararnir skoruðu átta mörk Morgunblaðið/Eggert Tvenna Sigurður Egill Lárusson skoraði tvö mörk í risasigri í gærkvöldi. Handknattleikur Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Vestmannaeyjar: ÍBV – FH.............. S13.30 Höllin: Þór Ak. – KA............................... S16 Framhús: Fram – Stjarnan.................... S16 1. deild karla, Grill 66-deildin: Dalhús: Vængir Júpíters – Hörður....... L16 Körfuknattleikur Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: DHL-höllin: KR – Snæfell ..................... S16 Borgarnes: Skallagrímur – Valur.......... S16 Ásvellir: Haukar – Fjölnir...................... S18 Knattspyrna Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Skessan: FH – Víkingur R..................... L11 KR-völlur: KR – Fram........................... L11 Kórinn: HK – Afturelding ................ L11.30 Reykjaneshöllin: Keflavík – Vestri ....... L12 Breiðholt: Leiknir R. – ÍBV................... L13 Jáverk-völlurinn: Selfoss – Grótta........ L14 Akraneshöllin: Víkingur Ó. – KA.......... L16 Boginn: Þór – Kórdrengir................. L18.45 Egilshöll: Fjölnir – Fylkir...................... S15 UM HELGINA! Evrópudeildin Valencia - Real Madrid ....................... 89:78  Martin Hermannsson skoraði 9 stig, tók 4 fráköst og gaf 2 stoðsendingar á 18 mín- útum með Valencia.  Valencia er í 10. sæti af 18 liðum með 13 sigra í 25 leikjum. NBA-deildin Milwaukee – Toronto ......................... 96:110 LA Lakers – Brooklyn....................... 98:109 Sacramento– Miami ......................... 110:118 

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.