Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021 Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is Vefuppboð nr. 528 Karl Kvaran á uppboð.is til 3. mars Kristján Davíðsson Forsýning á verkunum hjá Fold uppboðshúsi og á vefnum uppbod.is PERLUR í íslenskri myndlist Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Þessi sýning er um stúlku sem trúir á kraftaverk. Þetta er myndræn upp- lifun af innra ferðalagi stúlku sem hefur svolitlar áhyggjur, því það er margt að breytast í hennar lífi. Hún hefur líka heyrt ýmislegt um um- hverfismál sem hún hefur áhyggjur af,“ segir Helga Arnalds, einn af höf- undum og leikstjóri sýningarinnar Stúlkan sem stöðvaði heiminn, sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu í dag, laugardag. Í kynningu kemur fram að á þess- ari sýningu verði áhorfendur leiddir úr einni veröld í aðra sem sé hver annarri forvitnilegri, furðulegri og fallegri. Þar er líka fullyrt að allt sé úr sama efninu, ég og þú, hunda- skítur og geim- ryk. Einnig er spurt hvort töfr- andi ævintýra- heimur geti orðið til úr ruslinu sem við hendum. „Söguþráð- urinn er einfaldur en myndheimurinn þeim mun stór- brotnari. Við upplifum einn dag í lífi stúlku sem er að flytja og byrja í nýj- um skóla. Fyrir vikið er ýmislegt að angra hana, smá spenna og áhyggjur. Hún hefur lengi verið heilluð af alls konar dóti sem flestir aðrir myndu kalla rusl. Hún býr til sinn eigin full- komna heim úr þessu dóti. Þar fá ís- birnir nóg að éta og þar er nægur snjór, nóg pláss fyrir alla og allir eru vinir. Þetta er hennar staður, en for- eldrar hennar vilja að hún losi sig við þennan heim, því þau vilja hafa allt nýtt og smart í nýja húsinu. Sú krafa slær stúlkuna þó nokkuð út af laginu og áhorfendur fá að fylgjast með hennar innra ferðalagi. Við sjáum til skiptis inn í stelpuna, hennar tilfinn- ingalíf, og það sem gerist fyrir utan, með foreldrum hennar.“ Spinnum út frá ákveðnu efni Sýningin um Stúlkuna sem stöðv- aði heiminn er sett upp í samstarfi við Leikhópinn 10 fingur, en þar er Helga prímus mótor. „Rétt eins og við hjá 10 fingrum höfum oft gert í okkar sýningum, þá spinnum við sýninguna með ákveðnu efni. Sýningar okkar eru ekki unnar út frá sögu eða handriti heldur tökum við okkur margar vikur í að leika okkur með ákveðið áþreifanlegt efni. Í þessari sýningu leikum við okkur með plast, en í sýningunni Skrímslið litla systir mín notuðum við pappír og í sýningunni Lífið, stórskemmtilegt drullumall, spunnum við með mold. Hvert efni segir okkur sína sögu, því allt efni hefur einhverja merkingu í huga okkar. Til dæmis er líklegt að mold segi allt aðra sögu en plast. Plastið tengjum við oft við mengun og vandamál í nútímanum sem tengj- ast umhverfismálum,“ segir Helga en bætir við að í sýningunni sé samt á vissan hátt farið gegn því. „Sagan um stúlkuna fjallar ekki beinlínis um umhverfismál eða um- hverfiskvíða, en um leið og fólk horfir á allt plastið í sýningunni þá óneitan- lega gætu vaknað slíkar hugsanir. Við segjum þetta allt saman með plasti, en í sýningunni táknar plastið samt fyrst og fremst tilfinningar súlkunnar. Við erum inni í stúlkunni og leikararnir eru þar starfsmenn á plani. Þetta er einhvers konar flokk- unar- og úrvinnslustöð þar sem unnið er úr tilfinningum stúlkunnar á myndrænan hátt. Ég myndi segja að sýningin væri meira um það hvernig við tökumst á við stórar tilfinningar og óyfirstíganleg vandamál.“ Ekki síður fyrir fullorðna Stúlkan sem stöðvaði heiminn er titluð sem barnasýning, en hún er fyrir alla fjölskylduna. „Mér finnst allt of mikið gert af því að setja sýningar í hólf, að flokka list- sýningar annaðhvort fyrir börn eða fullorðna. Við í 10 fingrum höfum lagt áherslu á að gera sýningar sem höfða alveg jafn sterkt til barna og fullorð- inna. Við reynum ekki að setja okkur í einhverjar stellingar til að búa til leiksýningu fyrir börn, en samt tök- um við auðvitað tillit til þess að börn hafa stundum áhuga á ólíkum hlutum en fullorðnir og eru oft með annan vinkil. Við hugsum þessa sýningu fyrir tíu til fjórtán ára, en við höfum fengið til okkar yngri börn á æfingar sem hafa notið hennar mjög vel, enda er hún mjög sjónræn. Yngri börnin lesa eitthvað annað úr sýningunni en þau eldri og skemmta sér rosalega vel.“ Mörk leikhúss og myndlistar Helga stofnaði Leikhópinn 10 fing- ur fyrir tæpum þrjátíu árum og fyrstu árin má segja að það hafi verið einnar konu leikhús. „Ég stofnaði 10 fingur eftir að ég kom heim úr námi í brúðuleikhúsi. Ég bjó til sýningar sem ég fór með í leikskóla og grunnskóla og ferðaðist líka með þær út fyrir landsteinana. Þetta voru sýningar þar sem ég gerði allt, skrifaði handrit, hannaði leik- mynd og lék öll hlutverkin. Þegar ég var búin að vera í því í fimmtán ár langaði mig að breyta til og skellti mér í myndlistarnám í Listaháskól- anum. Eftir námið breyttust sýning- arnar mínar og fóru að verða enn sjónrænni. Þá fór ég líka að rannsaka þessa aðferð að spinna með efni þar sem myndheimurinn er upphafs- punkturinn. Leikhópurinn fór líka stækkandi og sýningarnar urðu stærri. Fyrsta sýningin sem ég gerði með þessari aðferð var Skrímslið litla systir mín sem ég vann með Char- lotte Bøving og Eivöru Pálsdóttur. Þá var ég ennþá á sviðinu sjálf en í Lífinu steig ég út af sviðinu var í hlut- verki leikmyndahönnuðar og með- leikstjóra. Í Stúlkunni sem stöðvaði heiminn leikstýri ég og Eva Signý Berger, sem er ein af okkar fremstu leikmyndahönnuðum, sér um leik- myndina með mér. Við erum með frá- bæran hóp af listamönnum bæði á sviðinu og utan þess. Sólveig Guð- mundsdóttir sem lék líka í Lífinu leikur stúlkuna en með henni eru Benedikt Karl Gröndal og Kjartan Darri Kristjánsson. Valgeir Sigurðs- son semur tónlistina, sem er alger- lega samofin myndinni eins og hon- um einum er lagið. Hljóðmyndin er búin til úr hljóðinu í plastinu sem hann svo töfrar fram tónlist úr. Dans- höfundurinn Katrín Gunnarsdóttir setur svo sterkan svip á sýninguna með öguðum sviðshreyfingum og Sigríður Sunna Reynisdóttir hefur verið mín hægri hönd sem aðstoðar- leikstjóri,“ segir Helga og bætir við að í leikhópnum 10 fingur sé leikið með mörk leikhúss og myndlistar. „Markmiðið er ekki endilega að all- ir áhorfendur sjái það sama, okkur finnst gaman ef fólk sér mismunandi hluti úr sömu sýningu. Krakkar eru rosalega flinkir að lesa í myndmál og myndlíkingar, þau eru í raun betri í því en við fullorðna fólkið, þau hugsa oft meira abstrakt en við.“ Passa að valta ekki yfir lífið Helga segir að það sem hafi m.a. verið nýtt í ferlinu í vinnslu þessarar sýningar sé tækni sem hún hafi verið að læra og kallast „focusing“. „Heimspekingurinn Eugene Gendlin hefur þróað þessa aðferð í fimmtíu ár, en þetta er leið sem hjálpar manni að nálgast það sem líkaminn veit en getur verið erfitt að koma í orð, að fara ekki inn í hugann heldur gefa sér næði og vera opin fyrir því hvað við skynjum í líkam- anum. Hvaða mynd kemur til dæmis upp í hugann þegar tveir leikara tog- ast á með plast? Þegar maður hefur verið að spinna og fengið alls konar opnar hugmyndir og ætlar svo að matreiða það yfir í leikhús, handrit og sögu, þá þarf að passa að valta ekki yfir lífið sem við höfum fundið í efninu, þess vegna fannst mér svo frábært að læra þessa nýju aðferð. Þetta fer síðan inn í söguþráðinn, því stúlkan í sýningunni er í raun að fara í gegnum ferli þar sem hún er að átta sig á tilfinningum sínum, hvað er að gerast inni í henni, hvernig hún nær að vinna úr þessum hnút sem hún finnur fyrir. Þetta finnst mér rosa- lega spennandi núna.“ Ljósmynd/Leifur Wilberg Myndræn upplifun af innra ferðalagi  „Í þessari sýningu leikum við okkur með plast,“ segir Helga Arnalds um Stúlkuna sem stöðvaði heiminn Plast Benedikt Karl Gröndal, Kjartan Darri Kristjánsson og Sólveig Guðmundsdóttir í hlut- verkum sínum í sýningunni Stúlkan sem stöðvaði heiminn. Helga Arnalds Ljósmynd/Saga Sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.