Morgunblaðið - 20.02.2021, Síða 49

Morgunblaðið - 20.02.2021, Síða 49
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Báðar þessar plötur komu útseint á síðasta ári og erutengdar, m.a. í gegnum trymbilinn Magnús en einnig hljóð- rænt séð. Á nokkurs konar djassrófi gætum við sagt, önnur úr spunaskól- anum en hin af formlegra tagi. Byrjum á „eðlilegheitunum“, hinni stórgóðu hits of sem er önnur plata hist og. Fyrsta platan, Days of Tundra, kom út 2019 (og með eðlilegheit- um, þá er það í sjálfsögðu í samanburði við hina plötuna. Ró- legir strákar!). Sveitin var stofn- uð árið 2017 í tengslum við Norður og niður- hátíð Sigur Rósar og er skipuð þeim Magnúsi Trygva- syni Eliassen, Eiríki Orra Ólafssyni og Róberti Reynissyni. Þeir félagar hafa m.a. komið fram með múm, amiinu og Sin Fang en eiga líka allir rætur í djassi. Þessi plata, líkt og sú fyrri, er nokkurs konar leikur að þessu tvennu; framsækin og til- raunakennd tónlist af popp/rokkkyni en með þéttan djassvöndul í rassvas- anum að auki. Auk þess er raf- og sveimtónlist hent í hræruna. Albert Finnbogason hljóðritaði og -bland- aði en Ívar Ragnarsson hljómjafn- aði. Platan rúllar frábærlega og þetta er hörkustöff, svo ég sletti. Og Þráðinn þeir spunnu Áfram Magnús Trygvason Eliassen, Eiríkur Orri Ólafsson og Róbert Reynisson skipa hist og. víða er komið við. Stundum eru menn slakir, stundum brjálaðir. Sjá t.d. „tardigrade“, rúmlega tveggja mínútna ofsi hvar rafgítar Róberts hljómar eins og hann sé að bráðna. Trommurnar koma svo inn á harða- hlaupum og trompet Eiríks verður dýrvitlaus um leið. Í öðrum lögum má heyra blæ frá Tortoise og þýsku súrkálsrokki og í „þíða“ er mjög flott ECM-stemning, sveimbundinn túndrudjass sem nikkar höfði til átt- unda áratugarins. Alls konar í gangi en stimpill þessa ofurtríós kirfilega á öllum smíðum. Hin platan, sem heitir einfald- lega eftir hljóðfæraleikurunum, þeim Sölva Kolbeinssyni og Magnúsi Trygvasyni Eliassen, inniheldur spuna sem tekinn var upp 5. janúar á síðasta ári (Sundlaugin) þó að platan sjálf hafi svo ekki komið út fyrr en í október á síðasta ári (Albert aftur á tökkunum). Þeir félagar taka lög á borð við „The Sphinx“ eftir Ornette Coleman, „In Walked Bud“ eftir Thelonious Monk og „Celia“ eftir Bud Powell og túlka þau dæmalaust frjálslega. Sjá t.d. „Mandeville“ eftir Paul Motian sem er fallega skælt, á því hægt og melódían tekin glæsi- lega úr upprunalega rammanum. Þeir félagar vanda sig svo við að setja sitt einkenni, sína túlkun á framvinduna sem og í verkinu öllu. Eða eins og Sölvi sagði í samtali við Helga Snæ Sigurðsson, kollega minn á Morgunblaðinu: „Þetta er mikið flæði, við erum að spinna inn og út úr þessu þannig að fyrir mörg- um mun þetta hljóma mikið sem frjáls spunatónlist ef þeir þekkja ekki lögin og jafnvel þótt þeir þekki þau. Við notum þessi lög mikið sem stökkpall út í spuna og reynum að halda þessu eins opnu og við getum.“ Báðar plöturnar tilheyra á ein- hvern hátt spennandi og alíslenskri djass/spunasenu sem hverfist m.a. um hinn glæsilega tónleikastað Mengi. Það er svo Reykjavík Record Shop sem gefur báðar plöturnar út en búðin hefur og gefið út plötur með Ingibjörgu Elsu Turchi og Tuma Árnasyni (ásamt Magnúsi Trygvasyni Eliassen) sem koma úr líkum ranni. Búðin hefur þannig styrkt vel við þessa senu, ef senu mætti kalla, og hefur reyndar verið að gefa út fjöldann allan af plötum síðustu misseri af hinum marg- víslegasta toga. » Sjá til dæmis„tardigrade“, rúm- lega tveggja mínútna ofsi hvar rafgítar Ró- berts hljómar eins og hann sé að bráðna. Hljómsveitin hist og og þeir Sölvi Kolbeinsson og Magnús Trygvason Eliassen gáfu út merk- ar plötur á síðasta ári sem verða gerðar að umtalsefni hér. MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021 Sýningin Sköp- un bernskunnar 2021 verður opnuð í Lista- safninu á Akur- eyri í dag og er það áttunda sýn- ingin sem sett er upp undir heit- inu Sköpun bernskunnar. Sýningin er sett upp sem hluti af safnfræðslu með það markmið að gera sýnilegt og örva skapandi starf barna á aldr- inum fimm til sextán ára, eins og segir á vef safnsins. Þátttakendur hverju sinni eru skólabörn og starfandi myndlistarmenn og vinna þátttakendur verk sem falla að þema sýningarinnar sem er Gróður jarðar. Myndlistarmennirnir sem boðin var þátttaka í ár eru Eggert Pét- ursson og Guðbjörg Ringsted en bæði eru þau þekkt af málverkum sínum af blómum og jurtum. Skól- arnir sem eru með að þessu sinni eru leikskólinn Iðavellir og grunn- skólarnir Glerárskóli, Síðuskóli og Giljaskóli en einnig koma að sýn- ingunni Minjasafnið á Akureyri og Leikfangahúsið. Leikskólabörnin vinna sín verk á listasafninu undir handleiðslu Guðbjargar og Guð- rúnar Pálínu Guðmundsdóttur, fræðslufulltrúa og sýningarstjóra. Myndmenntakennarar grunnskól- anna sem taka þátt í sýningunni stýra þeirri vinnu sem unnin er sérstaklega fyrir hana, í samstarfi við nemendur. Sköpun bernsk- unnar 2021 opnuð Guðrún Pálína Guðmundsdóttir Aron Leví Beck opnar myndlistar- sýningu í Hannesarholti í dag kl. 15. Aron hefur frá unga aldri heillast af litum, formum, list og sköpun og sækir hann innblástur í verk sín í nærumhverfi sitt, en borgin, húsin og skipulagið eru honum afar kær. Listamaðurinn hefur fleiri en eina tengingu við viðfangsefnið, allt frá því að mála hús yfir í að starfa við skipulag borgarinnar. Hallgrímskirkja er einkennandi í mörgum verkanna, segir m.a. í tilkynningu. Aron Leví sýnir í Hannesarholti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.