Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Blaðsíða 33

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Blaðsíða 33
2. fl. á innanhúsmóti Þróttar 1954. Efri röð frá vinstri: Guðm. Gústafsson, Guðmundur Axelsson, Jón Asgeirsson, Guðbjörn Jónsson, þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Ríkarður Guðjónsson, Bjarni Jensen. Þeir áttu bæði til úthald og snerpu, ólíkt því sem var í fyrra, þegar nokkrir rnenn voru sýni- lega látnir keppa óæfðir í meist- araflokki og féllu þar með aldrei saman við liðið, og voru svo eftir háifleik miður sín af úthaldsleysi. Þróttarar hafa án efa lært af reynslunni frá í sumar sem leið. Mér er kunnugt um að þeir hafa æft vel innanhúss í vetur, enda komu þeir sýnilega með samæft !ið, sem bæði hafði úthald og snerpu, og þeir voru óheppnir að vinna ekki mótið. — En hvað um það, Þróttarar,. haldið áfram að æfa og þá mega hin félögin vara sig í sumar. Hinn vinsæli knattspyrnumað- ur Óli B. Jónsson úr KR æfði Þrótt í fyrra og var áhrifanna Þankar um Innanhúsmót Þróttar Knattspyrnufélagið Þ r ó 11 u r hélt innanhússmót í knattspyrnu að Hálogalandi dagana 14. og 15 febrúar s. 1. í tilefni af fimm ára afmæli félagsins. Mótið var vel sótt og það sem kom einnig skemmtilegast að ó- vörum var styrkleiki Þróttar í meistaraflokki. Þeir komust í úr- slit við KR-inga og höfðu yfir- höndina í leiknum, þar til á síð- ustu mínútu að KR-ingum tókst að jafna. Þróttarar fengu tvö tækifæri eftir það, en þeir voru óheppnir að skora ekki. Leiknum lauk með jafntefli, en úrslit urðu að fást og við framlengingu skor- aði KR 2 mörk en Þróttur ekk- ert. KR-ingar unnu þar með mótið. Haraldur Snorrason, gjaldkeri Þróttar, hafði gefið fagran og vandaðan silfurbikar, sem keppt var um, og afhenti Kristvin Krist- insson, sem er í stjórn Þróttar, KR ingum bikarinn. Lið Þróttar og KR voru áber- andi bezt í mótinu. Skotinn Will- iam Shirreffs (Bill), sem leikið hefur með Þrótti frá byrjun, var bezti maður mótsins ásamt Sig- urði Bergssyni úr KR. Mikill munur var að sjá Þrótt- arana núna frá því sem áður var. Meistaraflokkur á Afmælismóti Þróttar 1954. Efri röð frá vinstri: Halldór Backmann fyrirliði, Daníel Sigurðsson, Baldur Þórðarson, Guðbjörn Jónsson þjálfari. Frcmri röð frá vinstri: Sigur- geir Bjarnason, William Shirreffs, Gunnar Aðalsteinsson. Afmælisblað ÞRÓTTAR 25

x

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar
https://timarit.is/publication/1572

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.