Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Blaðsíða 39

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Blaðsíða 39
Traustur forystumaður Þegar ég spurði Harald Snorra- son í hvaða félögum hann hefði starfað um ævina bjóst ég við að þar kæmi löng upptalning. Svo fjarri fer því að neinn viðvan- ingsbragur hafi verið á starfi hans fyrir Knattspyrnufélagið Þrótt að eðlilegt var að ætla að hann hefði ríka félagsmála- Helga Emils, Fálkagötu 32 hefur ver- ið fyrirliði í 2. flokki kvenna og er nú fyrirliði í meistaraflokki. mann hafði hagstæðari markatölu. Má það kallast gott hjá öðrum flokki að komast í úrslit þar sem svo margar höfðu gengið upp í meistaraflokk. Þjálfari okkar síðastliðið ár var Valgeir Ár- sælsson. reynslu að baki, þessi hlédrægi, stillti maður, sem með ósérplægni og þrotlausu starfi hefur unnið virðingu og vinsældir allra Þrótt- arfélaga. En svarið var óvænt, hann sagðist löngum hafa forðazt félög, því ef réttur væri einn fingur væri höndin tekin öll. Og hver sem þekkir hvernig Harald- ur hefur sökkt sér í starfið fyrir Þrótt undanfarandi ár, ætti að skilja að þessi afstaða til félaga hefur verið Haraldi eðlileg sjálfs- vörn manns sem þurfti ýmislegt annað að gera. Haraldur Snorrason er fæddur 30 sept. 1913, í Reykjavík, og voru foreldrar hans Jórunn Álfsdóttir og Snorri Magnússon mótorvélstjóri. Ungur fór hann að heiman, ólst upp frá fimm ára aldri til fermingaraldurs á Vorsabæjarhól í Gaulverjabæjar- hreppi, Árnessýslu, hjá Páli Jóns- syni og Steinunni Einarsdóttur. Vann hann þar alla sveitavinnu en fór síðasta veturinn til róðra í Grindavík. Eftir það lá leiðin til Reykjavíkur, réðst Haraldur fyrst sem ársmaður á býlið Laugabrekku og var mjólkurpóst- ur í þrjátíu staði víðsvegar um bæinn. Leiðigjarnt þótti honum það starf og samdist um að hann slyppi úr vistinni eftir þrjá mán- uði. Næst komst Haraldur í mál- aranám hjá Guðmundi Filippus- syni málarameistara, en varð að hætta iðnnámi eftir tvö ár vegna þess að nemakaupið hrökk ekki fyrir lífsnauðsynjum. En eitthvað hefur hann verið búinn að læra að mála, því næstu 12 árin vann hann hjá Guðmundi og hefur stundað það starf síðan. Haraldur kvæntist 20. nóv. 1937 Jóhönnu Ólafsdóttur og eiga þau fjögur börn, Ólafíu og Adólf 16 og 15 ára og tvær litlar stúlkur, þriggja ára og sjö vikna. Þetta fékk ég að vita og sitt- hvað fleira er við sátum heima hjá Haraldi, hátt uppi á Hverfis- götu 90, og þar spurði ég um for- tíð hans í félagsmálum, með þeim árangri sem fyrr greinir. Þó grunar mig að ekki sé allt með því sagt. Haraldur hefur komið við í fleiri félögum. Næst var spurt um íþróttaáhugann, hvað gamall hann væri. — Ég gleymi því aldrei, segir Haraldur, þegar ég horfði fyrst á knattspyrnukappleik, þá 13 ára. Það var hér í Reykjavík, og keppti skozkt lið við Islendinga, Skotarnir unnu með 5 móti 0. Mér fannst þetta svo skemmti- legt, að síðan fór ég á Völlinn hvenær sem færi gafst, fór að fylgjast með knattspyrnu og leik- mönnum, læra reglurnar og ann- að sem til heyrði. — En gekkstu ekki í félag? — Jú, ég gekk í K.R. þegar ég var 17 ára, en þótti lélegur, þeim fannst ég sparka lélega. Félagar mínir voru flestir þaulvanir knattspyrnu frá barnsaldri. Ég dró mig því út úr og lét mér nægja að horfa á. Ekki sagði ég Afmœlisblað ÞRÓTTAR 31

x

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar
https://timarit.is/publication/1572

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.