Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Blaðsíða 16

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Blaðsíða 16
Ni'iverandi stjórn Þróttar. Frá vinstri Bjarni Bjarnason meðstjórn..ndi, Har- aldnr Snorrason gjaldkeri, Eyjólfur Jónsson meðstjórnandi, Arnór Oskars- son ritari, Einar Jónsson formaður, Halldór Sigurðsson varaforinaður, Krist- vin Kristinsson féhirðir, Ögmundur H. Stephensen meðstjórnandi. inn rétt á sér sem aðrir flokk- ar félagsins. Gunnar Eyland vann um þetta leyti í Trípolibíó. Gekk hann í Þrótt og átti hann eft- ir að verða einn af okkar dug- legustu félagsmönnum. Varð hann fyrsti þjálfari IV. flokks og hefur síðan þjálfað IV. fl. meira og minna, þar til að William Shireff tók við. — Gunnar hafði að jafnaði þrjár vikulegar kvikmyndasýning- ar fyrir börn vetrarmánuðina í skála Ungmennafélagsins og einnig sýningar fyrir eldri fé- laga. Hann annaðist lika kvöldvökur fyrir 3. flokk og var alltaf reiðubúinn til hjálp- ar hvenær sem var, hefur t. d. iðulega sýnt kvikmyndir á dansleikjum félagsins. Einn- ig er hann góður knattspyrnu 8 Afmcelisblað ÞRÓTTAR maður. Gunnar á sinn stærsta þátt í góðri kynningu félags- manna. Við tókum á leigu U.M.F.G. skálann. Eins og að framan greinir, hafði Gunnar Eyland þar vikulega þrjár kvikmynda sýningar fyrir yngri og eldri félaga. Frímann Helgason, hinn ágæti íþróttaleiðtogi, kom stundum á barnasýning- arnar og talaði hvatningar- orð til barnanna sem þar voru stödd, venjulega um 160 að tölu. Gat hann þess, að það félag, sem hefði á að skipa jafn fjölmennum hóp æsku- fólks sem Þróttur, þyrfti ekki að kvíða framtíðinni. Einnig voru taflæfingar fyrir eldri félaga og annað slagið dansleikir. Þennan vetur höfðum við einn handknatt- leikstíma í viku og borguðu þátttakendur sjálfir tímann. Stjórnin ætlaði einnig um haustið að stofna kvennadeild innan félagsins, en hætti við það, þar sem Ungmennafélag- ið byrjaði að þjálfa stúlkna- flokk í handknattleik. Sá flokkur var lagður niður um sumarið. Var þá stofnuð kvennadeild innan Þróttar og hefur hún verið sigurstrang- legasta deild félagsins til þessa. Félagsgrundvöllurinn var orðinn nokkuð traustur, og menn farnir að líta á Þrótt sem fimmta knattspyrnufé- lagið í bænum. Drengirnir litu á sig sem Þróttara og vildu keppa fyrir Þrótt á mótum innan I.S.I. En það var ekki hægt, við höfðum ekki rétt- indi til þess. Enn vorum við ekki nema áhugamannafélag Gunnar Eyland itieð kvikmyndavélina

x

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar
https://timarit.is/publication/1572

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.