Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Blaðsíða 17

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Blaðsíða 17
V. flokkur Þróttar 1954. Iifri röð frá vinstri: Friðrik Jónsson, I’áll Einarsson, Kristján Þór Jónsson, Ólafur Óskar Einarsson, Reynir Olsen, Jón Friðrik Gunnarsson, Kristján Sigvaldason, Torfi Agnars Jónsson, Þórir Indriðason, Ólafur Rúnar Jónsson, Arsæll Björgvinsson, Þórhallur Sigurðsson, Helgi Þorvaldsson, Einar Bolli Einarsson, Jóhann Reynisson, Svavar Óskarsson, Ómar H. Magnússon. Fremri röð frá vinstri: Kristján Kjartansson, Ingvar Óskarsson, Bragi Halldór Guðmundsson, Aðalsteinn Hallgríntsson. Gústaf ykdolf Guðmundsson, Lúðvík Baldur Ögmundsson, Magnús Magnússon. Kristinn Guðmundsson, Eyjólfur Magnússon, ÞórðUr Jónsson. Ingi Olsen, Óli Gíslason, Einar Hjaltason, Stefán Jónsson. Tómas Sveinn Oddgeirsson. utan við íþróttabandalagið, réttindalausir. Og stjórnin tók ákvörðun. Eftirfarandi miða var dreift til allra félagsmanna: „Knattspyrnufélagið Þróttur. Góði félagi! Fundur verður haldinn í húsi Ungmennafé- lagsins á Grímsstaðaholti, sunnudaginn 20. nóvember kl. 3 e. h. Ákvörðun tekin á fund- inum um upptöku í l.S.l.“ Þetta var einn merkasti fundur félagsins. Samþykkt var að biðja um inngöngu í l.S.Í. Einnig var samþykkt að leita samþykkis I.S.l. á bún- ingi félagsins, sem Haraldur Eyjólfsson og Einar Ásgeirs- son teiknuðu. Hvítar og rauð- ar langröndóttar peysur með rauðum kraga og rauðum uppslögum á ermum og hvít- um buxum, og einnig félags- merkinu með knattspyrnu- manninum, sem Richard Fel- ixson hafði gert. Samþykkt var að skipa varastjórn og voru þessir kosnir: Ari Jónsson, Jón Guð- mundsson og Haukur Tómas- son. Þeir urðu strax virkir í stjórninni. Ari hefur verið gjaldkeri síðan, þar til Har- aldur Snorrason tók við, einnig var hann lengi fulltrúi Þróttar í Knattspyrnuráðinu, þar til Kristvin tók við. Jón Guðmundsson var lengi ritari félagsins. Hefur hann starfað mikið í handknattleiksdeild- inni og er þar nú formaður. Samþykkt var að félagið skyldi ekki vera bundið neinu sérstöku félagssvæði, var það vel ráðið. Félagið, sem aðili innan l.S.I,. getur því aðeins orðið sterkt, að það sé ekki bundið vissum bæjarhlutum fremur en önnur íþróttafélög bæjarins. Reynslan hefur þeg- ar sannað það. Margir kunningjar okkar úr starfsmannahópum þeim, sem við kepptum við, hafa gengið í Þrótt og orðið góðir félags- menn auk margra annarra dugmikilla drengja í bænum. Ég nefni til dæmis Harald Snorrason, sem aldrei hefur brugðizt, alltaf reynzt jafn traustur og ábyggilegur. Hann hefur átt sæti í stjórn Þróttar frá 1950, verið gjald- keri félagsins frá 1952, verið í skemmtinefnd frá 1950. Húsvörður U. M. F. G.- skálans og var það með mikl- um ágætum, þegar bridge- keppnir voru í skálanum gátu menn alltaf fengið heitt kaffi Afmœlisblað ÞRÓTTAR 9

x

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar
https://timarit.is/publication/1572

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.