Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Blaðsíða 14

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 05.08.1954, Blaðsíða 14
2. stjórn Þróttar 1950—’51. Fremri röð frá vinstri: Jón Guðmundsson ritari, I iallö-'r Sigurðsson formaður, Ari Jónsson gjaldkeri. Efri röð frá vinstri: Haraldur Snorrason meðstjórnandi, Bjarni Bjarnason meðstjórnandi, Kyjói...i' Jónsson féhirðir, Ernil Emils meðstjórnandi, Þorvaldur í. Helgason varaform. um fyrir þá við knattspyrnu- félögin í bænum eða við aðra bæjarhluta. Við sáum strax að því aðeins væri hægt að halda þeim vakandi við knatt- spyrnuna að keppni væri aht- af annað slagið framundan. Já, því ekki að stofna félag, áhugamannafélag fyrir pláss- in, þar sem stjórn, kosin af drengjunum ár hvert, sæi um að koma á æfingaleikjum ? Þróttur yrði það að heita, ein- ingartákninu gamla, annað kom ekki til mála. Við Hall- dór voru svo hrifnir af þess- ari hugmynd, að við fórum strax til Ögmundar H. Step- hensen, þáverandi formanns Ungmennafélagsins og feng- um hjá honum lánaðan skál- ann. Daginn eftir gaf að líta 6 Afmœlisblað ÞRÓTTAR svohljóðandi auglýsingu í K.R.O.N., Skerjafirði, Ragn- arsbúð Fálkagötu 2 og Pönt- unarfélaginu: „fbúar á Grímsstaðaholti og Skerjafirði athugið: Á- kveðið er að stofna íþróttafé- lag fyrir þessa staði. Stofn- fundur verður haldinn í U. M. F. G.-skálanum föstudaginn 5. ágúst og hefst kl. 8,30. Þeir sem mæta á fundinum teljast stofnendur félagsins“. Mikla hrifningu vakti þessi ákvörðun og beztu undirtekt- ir. Við höfðum nóg að gera að semja lög fyrir fé- lagið og undirbúa dagskrá fundarins að öðru leyti. Kjartan Bergmann, þáver- andi ritari Í.S.I., lánaði okkur góðfúslega lög til hliðsjónar. Leikurinn við Hreyfil hófst á sínum umsamda tíma og sigr- uðum við með 3 mörkum gegn 0. Og svo rann upp föstudag- urinn 5. ágúst. Kl. 8.30 um kvöldið var mættur í skála U.M.F.G. álitlegur hópur úr öllum aldursflokkum, sem kominn var til þess að taka á- kvörðun um stofnun félags- ins. Halldór var kosinn fund- arstjóri og ég ritari. Allir voru samþykkir því að kalla félagið ,,Þrótt“. En þar sem ákveðið var að hafa á stefnu- skránni allar þær íþróttir, sem félagsmenn vildu æfa, voru sumir því fylgjandi að kaila það „fþróttafélagið Þrótt“. En meirihlutinn vildi halda sig að knattspyrnuheitinu þar sem hún væri aðalíþrótta- greinin. Var því 1. gr. laganna samþykkt svohljóðandi: Fé- lagið heitir Knattspyrnufé- lagið Þróttur. Þar sem ætlunin var að gera handknattleik að ann- arri höfuðíþróttagrein félags- ins, hljóðaði 2. gr. þannig: Markmið félagsins er að efla og iðka knattspyrnu, hand- knattleik og aðrar íþróttir meðal félagsmanna. í 3. gr. var gert ráð fyrir þriggja manna stjórn. 8. gr. gaf þó stjórninni heimild til þess að fá félagsmenn sér til aðstoðar við stjórnarstörf ef með þyrfti. Kom það sér vel síðar viðvíkjandi ákvörðun- inni um inngöngu í Í.S.Í. Lög-

x

Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar
https://timarit.is/publication/1572

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.