Morgunblaðið - 27.03.2021, Page 1
Líf mitt
er í lit
Búdda-
munkur
selur söl
Klæðskerameistarinn, fata-hönnuðurinn, leikmynda- ogbúningahöfundurinn og hatta-daman Helga Rún Pálsdóttirhefur lifað litríku lífi. Hún sá umbúninga fyrir leikhús og sjónvarpum árabil en vinnur í dag hjáÖssuri. Vinnuna fékk hún eftirað hafa kvartað yfir útliti spelknasem hún þurfti að nota. 12
28. MARS 2021
SUNNUDAGUR
Borg úr hrauni
Eyjólfur Frið-geirsson er zen-búddamunkursem rekur
fyrirtækið
Íslensk
hollusta. 8
Eitthvað
alveg nýtt
Lilja Nótt Þórarins-dóttir hefur óbifanditrú á sjónvarps-þáttunum Systra-böndum. 28
Er hægt að nota hraunrennslitil að mynda burðargrindfyrir borgir og mannvirki? 18
ELDGOS
Christine G
ísla
Notar íbúð
í vesturbæn
um
sem sumar
bústað.
Laugardag
ur 27. mar
s 2021
mbl.is/fast
eignirFasteignir
BLAÐIÐ
BARNA-
13. tbl. • 28. mars 2021
HELGARÚTGÁFAN
Allt um eldgosið, sérblað um
fasteignir, Barnablaðið og
sunnudagsblað Morgunblaðsins
L A U G A R D A G U R 2 7. M A R S 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 73. tölublað . 109. árgangur .
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Kvikan sem kom upp í byrjun var
1.220-1.240°C heit. Við höfum aldrei áð-
ur séð jafn heitt efni koma upp í eld-
gosum á Íslandi,“ sagði Ármann Hös-
kuldsson, eldfjallafræðingur og
rannsóknaprófessor við Háskóla Ís-
lands um eldgosið í Geldingadölum.
Hann sagði að stöðugt og jafnt flæði
kviku í eldgosinu kæmi mest á óvart.
„Gosið hefur haldið áfram meira og
minna á sama róli frá því það hófst.
Kvikan er mjög heit og hún er farin að
bræða innan úr gosrásinni. Þá kemst
upp meiri kvika en þetta veldur því líka
að gosrásin verður stöðugri. Það er
engin spenna í jarðskorpunni sem ýtir
á að loka henni,“ sagði Ármann. Hann
telur að héðan af þurfi að verða einhver
breyting efst í jarðskorpunni, t.d.
vegna jarðskjálfta, til að loka gosrás-
inni. Áætlað er að hún sé 1-2 metrar í
þvermál efst en víkki eftir því sem neð-
ar dregur.
Betra aðgengi ferðafólks
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferða-
málaráðherra hefur ákveðið að fram-
kvæmdasjóður ferðamála leggi allt að
tíu milljónir í að bæta aðgengi fyrir þá
sem vilja skoða jarðeldana á Reykja-
nesi. Grindavíkurbær fær styrkinn og
mun halda utan um framkvæmdirnar.
Búið er að stika gönguleið en einnig á
að setja upp salernisaðstöðu, bílastæði,
skilti og merkingar og ganga frá slóð-
um utan Suðurstrandarvegar.
FETAR, landssamtök fyrirtækja
sem eru í ferðaþjónustu allt árið jafnt á
hálendi og láglendi, eru reiðubúin til að
sinna farþegaflutningum að og frá
Geldingadölum á sérútbúnum bílum og
með reyndum ökumönnum. FETAR
hefur óskað eftir samtali við skipulags-
yfirvöld, landeigendur og ferðaþjón-
ustuna á Reykjanesi um slíka þjón-
ustu.
Jafnt flæði heitustu kviku
- Kvikan bræðir gosrásina að innan - Tíu milljónir í að bæta aðgengi ferðamanna
að gosinu - Félög í FETAR reiðubúin að flytja ferðamenn á sérútbúnum jeppum
Eldgos í Geldingadölum
» Gosið hófst föstudags-
kvöldið 19. mars kl. 20.45.
» Gosrásin liggur niður í gegn-
um jarðskorpuna alla leið að
möttlinum þaðan sem kvikan
streymir upp.
» Sextán síðna sérblað um
eldgosið fylgir Morgunblaðinu í
dag, með ítarlegri umfjöllun í
máli og myndum, auk yfir-
gripsmikilla korta.
MEldgos á Reykjanesskaga »2
_ Helgu Rún Pálsdóttur hönnuði
varð ekki um sel þegar hún þurfti
að vera með spelkur frá Össuri á
hnjám því þær voru ljótar og fyrir-
ferðarmiklar. Hún kvartaði sáran
og stoðtækjafyrirtækið brást við
með því að bjóða henni vinnu sem
hún tók. „Í dag eru þessar spelkur
orðnar fyrirferðarlitlar og hægt að
vera í þeim undir leggings og það
sést ekki að þú sért í þeim undir,“
segir Helga Rún í viðtali í Sunnu-
dagsblaðinu um litríkan feril sinn.
Morgunblaðið/Ásdís
Fjölhæf Helga Rún Pálsdóttir hönnuður.
Kvartaði sáran og
var boðin vinna
Hótelstjórar lýsa því í samtali við
Morgunblaðið að hertar samkomu-
reglur séu mikið högg fyrir við-
skiptin. Á sama tíma segjast þeir
styðja aðgerðirnar og vona að þær
skili tilætluðum árangri. Aron Páls-
son, hótelstjóri á Hótel KEA á
Akureyri, segir að upplifunin nú sé
svipuð og í upphafi faraldursins fyrir
ári. „Helgin núna var fullbókuð en er
dottin út. Við áttum von á hátt í 200
gestum.“ Kristbjörg Edda Jóhanns-
dóttir, hótelstjóri á Sigló hóteli, seg-
ir að samkomubannið sé gríðarlegt
áfall fyrir hótelið. „Við sáum fram á
góða tíð. Það var fullbókað allar
helgar út maí og vel bókað á virkum
dögum einnig.“
Á Ísafirði voru 60 konur afboð-
aðar á skíðagöngunámskeið. »6
Morgunblaðið/Eggert
Skíði Margir þurfa að endurskoða
ferðaáætlanir í páskavikunni.
Mikið högg
fyrir við-
skiptin
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á
höfuðborgarsvæðinu, mætir á blaðamannafund,
sem haldinn var í gær í tengslum við morðið í
Rauðagerði 13. febrúar. Játning í málinu liggur
fyrir og er hún tekin gild, þar sem hún kemur
heim og saman við gögn og kenningar lögreglu.
Morðvopnið fann lögregla í sjó úti fyrir Reykja-
vík. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn segir
málið hafa tekið á starfsfólk sitt. »4
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Játningin tekin gild en málið ekki enn upplýst að fullu
hekla.is/skodasalur · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · HEKLA
ENYAQ iV
Ermættur!
RAFMAGNAÐUR
412 til 536 km drægni skv. WLTPVerð frá 5.790.000 kr.
KOMDU OG
SKOÐAÐU