Morgunblaðið - 27.03.2021, Side 4

Morgunblaðið - 27.03.2021, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021 Þrátt fyrir minni notkun á ópíóíðum í heild á síðasta ári, miðað við af- greiddar ávísanir, er eftirtektarverð hin mikla fjölgun sem varð á þeim fjölda einstaklinga í elstu aldurshóp- unum sem leysti út lyf sem innihalda oxýkódón árið 2020, að því er segir í Talnabrunni, fréttabréfi landlæknis. „Möguleg skýring á þessari aukn- ingu gæti verið lengri biðtími eftir skurðaðgerðum sem tilkominn er vegna áhrifa heimsfaraldurs af völd- um Covid-19. Þá virðist hugsanlegt að fjölgun þeirra sem fá ávísað oxý- kódóni haldist í hendur við fækkun þeirra sem fá ávísað tramadóli,“ seg- ir í Talnabrunni. Þar er m.a. fjallað um þróun í notkun ópíóíða. Ópíóíðar eru aðal- lega notaðir til verkjastillingar við miklum eða í meðallagi miklum verkjum. Til ópíóíða teljast meðal annars kódeín, morfín, fentanýl, tramadól og oxýkódón. Ópíóíðar falla í flokk ávana- og fíknilyfja en lang- tímanotkun þeirra getur valdið því að notandinn verður háður lyfjunum vegna vanabindingar eða líkamlegr- ar fíknar, segir í Talnabrunni. Segir þar að ljóst sé að breytingar hafi átt sér stað á ávísanamynstri ópíóíða á síðastliðnum þremur árum og að þeim hafi fækkað umtalsvert sem fái ávísað lyfjum í flestum und- irflokkum ópíóíða, að oxýkódóni og oxýkódóni/naloxóni undanskildu. Nánari greining á ávísuðu magni ópíóíða eftir undirflokkum sýnir að lyfjablöndur með kódeíni og para- setamóli eru mest notaða lyfið eða um 66% af því heildarmagni ópíóíða sem ávísað var árið 2020. Þar á eftir var tramadól (21%), oxýkódón (5,1%) og morfín (4,1%) árið 2020. Munur á kynjum Á milli áranna 2013 og 2016 jókst fjöldi notenda ópíóíða um 9,2% eða úr 185 einstaklingum á hverja 1.000 íbúa árið 2013 í 202 á hverja 1.000 íbúa árið 2016. Síðan þá hefur þeim fækkað sem leysa út a.m.k. eina ávís- un á ópíóíða á ári hverju, í 157 ein- staklinga á hverja 1.000 íbúa árið 2020. Þetta samsvarar 22% sam- drætti. Greinilegur kynjamunur er á notkun ópíóíða en konur eru meiri- hluti notenda slíkra lyfja. Á árinu 2020 fengu 184 af hverjum 1.000 kon- um ávísað ópíóíðum en 131 af hverj- um 1.000 körlum. Körlum sem leysa út ávísun á ópíóíða, hefur fækkað hlutfallslega meira en konum á und- anförnum árum eða um 24% frá árinu 2016. Samsvarandi tala fyrir konur er 21%. Dregur úr notkun ópíóíða - Notkun á oxýkódón hefur aukist í elstu aldurshópunum - Möguleg skýring gæti verið lengri biðtími eftir aðgerðum Talnabrunnur Fjallað er um þróun í notkun ópíóíða hérlendis síðustu ár. Blaðamannafélag Íslands Aðalfundur BÍ 2021 Fimmtudaginn 29. apríl kl. 20.00 í Síðumúla 23 Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands árið 2021 verður haldinn fimmtudaginn 29. apríl nk. að Síðumúla 23, 3. hæð, 108 Reykjavík þar sem félagið er til húsa og hefst fundurinn stundvíslega kl. 20.00. BÍ-félagar eru hvattir til að mæta *Framboð til formanns BÍ þarf að berast skrifstofu BÍ ekki síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund. Ath.: Athygli er vakin á að vegna veirunnar, covid-19, og röskunar af hennar völdum, gæti komið til frestunar fundarins. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Skýrslur frá starfsnefndum Kosningar* Lagabreytingar Önnur mál Jóhann Ólafsson Oddur Þórðarson Játning liggur fyrir vegna mann- dráps við Rauðagerði þegar albönsk- um karlmanni var ráðinn bani rétt fyrir miðnætti 13. febrúar síðastlið- inn. Þetta kom fram í máli Margeirs Sveinssonar yfirlögregluþjóns á blaðamannafundi vegna málsins, sem haldinn var síðdegis í gær. Ásamt Margeiri voru viðstaddar Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglu- stjóri á höfuðborgarsvæðinu, og Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðs- stjóri ákærusviðs. Skotinn níu sinnum Armando Bequiri, albanskur mað- ur búsettur á Íslandi, var skotinn níu sinnum fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði. Skotvopnið fann lög- regla í sjó við höfuðborgina. Maður- inn neitaði sök í upphafi en játaði þeg- ar hann var „kominn upp að vegg“, eins og Margeir orðaði það á fund- inum. Margeir sagði játningu passa við gögn og kenningar lögreglu um hvernig atburðarásin var en þeir sem eru taldir eiga mesta aðild að málinu eru frá Albaníu, líkt og hinn látni. Sá sem játaði kom hingað til lands frá Albaníu fyrir sjö eða átta árum. Málið ekki að fullu upplýst Margeir tók sérstaklega fram að fylgst yrði áfram með framvindu mála varðandi mögulegar hefndar- aðgerðir eftir að játning liggur fyrir. Lögregla telur sig vita ástæðu morðsins en segir ekki tilefni til að upplýsa um hana á þessari stundu. Enn fremur er talið að fórnarlamb- ið í málinu hafi tengst skipulagðri brotastarfsemi. Í samtali við mbl.is eftir fundinn í gær sagði Margeir að málið væri enn til rannsóknar. Hann lýsti því svo að málum sem þessu mætti skipta upp í þrjú stig; skipulagningu verknaðar- ins, framkvæmd hans og loks eftir- mál af verknaðinum og framvindu málsins. Margeir segir að stig tvö, framkvæmd verknaðarins, sé nú upp- lýst, en stig eitt og þrjú séu enn til rannsóknar. Ljósmynd/lögreglan Blaðamannafundur Halla Bergþóra Björnsdóttir, Margeir Sveinsson og Hulda Elsa Björgvinsdóttir. Vatnaskil í rannsókn Rauðagerðismálsins - Játning Albana tekin gild - Málið hefur tekið á lögregluna Af sex innanlandssmitum Covid-19 sem greindust í fyrradag voru fimm greind í sóttkví. 95 eru nú skráðir í einangrun með virkt smit þar til nýj- ar tölur berast klukkan 11 í dag og 1.279 í sóttkví. Enginn liggur inni á sjúkrahúsi með Covid-19-sjúkdóm- inn. Öll smitin sem greindust í fyrra- dag eru í yngri aldurshópunum. Greint var frá smiti hjá flugfélag- inu Erni í gær og þurfti allt starfs- fólk félagsins að fara í sóttkví og voru allar ferðir þess frá og með gærdeginum og til og með 30. mars felldar niður. Smitið reyndist ekki tengjast útsýnisflugi flugfélagsins yfir gossvæðið í Geldingadölum. Fregnir af smitinu kölluðu þó á um- ræður um smitvarnir á gosstað þar sem mörg hundruð manns koma saman utandyra þegar mest lætur. Almannavarnir hafa tekið upp á að senda sms-sendingar í alla síma í ná- grenni við gosstaðinn þar sem fjar- skiptabúnaði var komið upp á svæð- inu í fyrradag af öryggisástæðum. Sms-skilaboðunum er ætlað að minna göngugarpa og gos-gesti á að halda sóttvörnum. Fimm voru greindir með kórónu- veirusmit á landamærunum á Seyð- isfirði við komu Norrænu á þriðju- dag. Tveir greindust smitaðir við komu um borð í Hirtshals í Dan- mörku og bættust þrír í hóp smit- aðra við komu til Íslands. 70 ára og eldri voru boðaðir í bólu- setningu í Laugardalshöll í gær. 4.400 manns voru bólusettir með bóluefni frá AstraZeneca, þeirra á meðal Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar. Tafir urðu á bólusetningu vegna góðra heimta í mætingu boðaðra. Tæplega 1.300 manns í sóttkví - Sex smit í fyrradag - Varað við smit- hættu í Geldingadölum - Bólusett í gær Morgunblaðið/Eggert Bólusettur Kári Stefánsson fékk sprautuna langþráðu í gær. Orri Páll Orm- arsson, blaða- maður hjá Morg- unblaðinu, hlaut Blaðamannaverð- laun BÍ fyrir við- tal ársins. Þetta var tilkynnt í beinu streymi Blaðamanna- félags Íslands í gær. Viðtalið tók Orri Páll við Ingva Hrafn Jónsson og birtist það í blaðinu 12. júlí 2020. Þar ræðir Ingvi Hrafn um andlát bróður síns, Jóns Arnar Jónssonar, og þá ákvörðun hans að þiggja dánaraðstoð í Kan- ada. Í umsögn dómnefndar um við- talið segir að þar sé „dregin upp ný hlið á annars þjóðþekktum manni. Ingvi Hrafn ræðir bróðurmissi á liðnu ári og þau djúpstæðu áhrif sem ákvörðun bróður hans um að þiggja dánaraðstoð hafði á hann. Í fram- haldinu fjallaði Orri Páll nánar um dánaraðstoð og dýpkaði með um- fjöllun sinni umræðu um þetta við- kvæma mál.“ Þórhildur Þorkelsdóttir hjá RÚV hlaut blaðamannaverðlaun ársins fyrir vönduð fréttatengd viðtöl þar sem sjónum er beint að einstakl- ingum í erfiðum aðstæðum. Rit- stjórn Kjarnans var verðlaunuð fyr- ir umfjöllun ársins um eldsvoðann á Bræðraborgarstíg 1 og marghátt- aðar afleiðingar hans. Nadine Guð- rún Yaghi, Stöð 2, var verðlaunuð fyrir rannsóknarblaðamennsku árs- ins fyrir umfjöllun um umfangsmikil og afdrifarík mistök sem gerð voru við greiningar á leghálssýnum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Orri Páll verðlaunaður fyrir viðtal ársins Orri Páll Ormarsson Margeir Sveinsson yfirlög- regluþjónn segir að Rauða- gerðismálið hafi tekið mjög á starfsfólk innan lögreglunnar. Ekki aðeins vegna þess hve óhugnanlegur glæpurinn er heldur einnig vegna aukins álags undanfarið. Hann segir að almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af skipulagðri glæpastarfsemi en staðfestir að lögreglumenn hafi orðið fyrir aðkasti af hálfu glæpa- manna. Grípa þurfti til ráðstaf- ana vegna þess að glæpamenn voru að elta lögreglu og „láta vita af sér“, eins og Margeir orðaði það í samtali við mbl.is í gær. Áreittu lög- reglumenn RAUÐAGERÐISMÁLIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.