Morgunblaðið - 27.03.2021, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021
Samkeppniseftirlitið er stofnunsem telur sig eiga að standa í
stappi við fyrir-
tækin í landinu og
stunda pólitík þess á
milli. Þetta sést til
dæmis vel af því að
sl. viku hefur eft-
irlitið birt fjórar yf-
irlýsingar um mál
sem eru í um-
ræðunni og þar sem
það er að munnhöggvast við fyrir-
tækin sem það á að hafa eftirlit
með.
- - -
Og þegar Alþingi fjallar um sam-keppnismál þá getur Sam-
keppniseftirlitið ekki stillt sig um
að skipta sér af þeirri umræðu,
enda vill það ekki aðeins framfylgja
settum lögum, það vill líka hafa
áhrif á hvaða lög eru sett.
- - -
Samkeppniseftirlitið reynir íyfirlýsingum sínum að verja þá
staðreynd að „óháður kunnáttu-
maður“ sé búinn að rukka 55 millj-
ónir króna fyrir vinnu sem einkum
snýr að sölu einnar verslunar á
Hellu.
- - -
Þetta er líklega hæsta söluþókn-un sem um getur fyrir að
hindra sölu en Samkeppniseftirlitið
telur þetta bæði sjálfsagt og eðli-
legt.
- - -
Og þegar forstjóri Brims benti áþað að stofnunin væri að
veikja samkeppnishæfni íslenskra
útflutningsfyrirtækja sem ættu í
harðri alþjóðlegri samkeppni sá
Samkeppniseftirlitið ástæðu til að
birta yfirlýsingu um málið.
- - -
Augljóst er að eins og starfsemiSamkeppniseftirlitsins er hátt-
að hér á landi er hún til þess fallin
að skaða atvinnulíf og þar með kjör
almennings. Það getur ekki verið
tilgangurinn með rekstri slíkrar
stofnunar.
Skaðleg starfsemi
STAKSTEINAR
Átaki og vitundarvakningu Neyðar-
línunnar sem ber yfirskriftina
„Segðu frá“ var ýtt úr vör í gær.
Átakið kemur í kjölfar nýrrar
skýrslu greiningardeilar ríkis-
lögreglustjóra um ofbeldi gegn öldr-
uðum hér á landi.
Verkefnið er unnið í samstarfi við
Félag eldri borgara, Soroptimista,
Zonta á Íslandi og Oddfellow.
Fram kemur í skýrslunni að aldr-
að fólk er síður líklegt til að tilkynna
ofbeldi sem það verður fyrir og skil-
greinir það stundum á annan hátt en
yngra fólk. „Þetta gerir það að verk-
um að mjög erfitt er að meta hvert
umfang vandans er. Alþjóðaheil-
brigðisstofnunin (WHO) hefur gefið
út að tæp 16% fólks sem er 60 ára og
eldra verði fyrir ofbeldi af einhverju
tagi á heimilum sínum eða á dvalar-
og hjúkrunarstofnunum. Jafnframt
áætlar stofnunin að talan sé mun
hærri þar sem aldrei er tilkynnt um
fjölda brota,“ segir í tilkynningu
Neyðarlínunnar.
Algengast er að aldraðir séu beitt-
ir andlegu ofbeldi og þar á eftir kem-
ur fjárhagsleg og efnisleg misnotk-
un, þá vanræksla, líkamlegt ofbeldi
og loks kynferðislegt ofbeldi, að því
er fram kemur í skýrslunni. Fjallað
var ítarlega um niðurstöður hennar í
Morgunblaðinu á dögunum.
Hvetja aldraða til að segja frá ofbeldi
- Neyðarlínan setur af stað átak gegn
ofbeldi - Ekki eru öll brot tilkynnt
Ofbeldi Ekki eru öll tilvik um of-
beldi gegn öldruðum tilkynnt.
Siðanefnd Ríkisútvarpsins (Rúv.)
hefur komist að þeirri niðurstöðu að
ýmis ummæli Helga Seljans, eins
umsjónarmanna fréttaskýringar-
þáttarins Kveiks, sem hann viðhafði
á félagsmiðlum um málefni Sam-
herja og stjórnendur fyrirtækisins,
hafi falið í sér alvarleg brot á siða-
reglum Rúv. Það greindi þegar frá
því að úrskurðurinn myndi engar af-
leiðingar hafa fyrir Helga í starfi.
Samherji kærði 11 starfsmenn
Rúv. fyrir margvísleg ummæli um
Samherja, sem ekki færu saman við
siðareglur ríkisfjölmiðilsins og hlut-
leysiskröfur til starfsmanna. Siða-
nefndin vísaði ýmist frá kærum eða
komst að því að siðareglur hefðu ekki
verið brotnar í málum annarra
starfsmanna en Helga.
Helgi gerðist hlutdrægur
Kæran laut að 4. mgr. 3. gr. siða-
reglna Rúv., þar sem segir að starfs-
fólk það sem fjallar um fréttir, frétta-
tengt efni og sinnir dagskrárgerð
skuli ekki taka afstöðu í umræðu um
pólítísk mál og umdeild, þar á meðal
á félagsmiðlum. Í ljós kom að ekki
var siðanefnd að störfum við mið-
ilinn, svo Stefán Eiríksson útvarps-
stjóri kvaddi til nýja siðanefnd, sem í
sátu Gunnar Þór
Pétursson, Páll
Rafnar Þor-
steinsson og Sig-
rún Stefánsdóttir.
Í úrskurðinum
segir að „Helgi
Seljan hafi gerst
hlutdrægur og
gengið lengra en
það svigrúm sem
hann hafi annars til þess að deila
fréttum og fylgja þeim eftir með
gagnrýnum spurningum eða um-
mælum, sambærilegum þeim sem
hann myndi viðhafa sem fréttamað-
ur, jafnvel þó slíkt væri gert í eigin
nafni“.
Í ummælunum felist „skýr og per-
sónuleg afstaða“, sem umræddri
grein siðareglnanna sé sérstaklega
ætlað að taka til, og því sé þar um
brot á siðareglum að ræða. Þau brot
hafi verið ítrekuð og náð til langs
tíma og því teljist brotið alvarlegt.
Af hálfu Rúv. er á það bent að
samkvæmt reglum um siðanefnd
beri henni að vekja athygli á því ef
um brot í starf í skilningi laga sé að
ræða. Það hafi hún ekki gert og því
hafi niðurstaðan ekki áhrif á störf
Helga hjá Ríkisútvarpinu.
Alvarleg siðabrot
hjá Helga Seljan
Helgi Seljan
- Aðrir starfsmenn Rúv. ekki brotlegir
Réttar aðgerðir
skiluðu árangri
Ráðstöfunartekjur heimila
hækkuðu á árinu 2020
- þrátt fyrir Covid.
Sjá nánar á xd.is
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/