Morgunblaðið - 27.03.2021, Blaðsíða 10
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021
Útfærsla á styttingu vaktavinnu
fólks sem starfar hjá ríki,
Reykjavíkurborg og sveitarfélög-
unum er stóra viðfangsefnið þessa
dagana á vettvangi Sameykis – stétt-
arfélags í almannaþjónustu, að sögn
Þórarins Eyfjörð sem var kjörinn
formaður félagsins nú í vikunni. Þór-
arinn tekur við keflinu af Árna Stef-
áni Jónssyni, sem lét af formennsku,
rétt eins og Garðar Hilmarsson,
starfandi varaformaður, sem sömu-
leiðis er hættur.
Þórarinn Eyfjörð hefur starfað að
verkalýðsmálum í 15 ár, fyrst sem
framkvæmdastjóri hjá SFR stéttar-
félagi í almannaþjónustu og síðast
sem framkvæmdastjóri kjara- og
reksturs hjá Sameyki. Árið 2001 til
2006 var Þórarinn framkvæmdastjóri
hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt. Í
janúar sl. lauk Þórarinn meistara-
námi við Háskóla Íslands í opinberri
stjórnsýslu og fjallaði um kynbund-
inn launamun og hve hægt gangi að
uppræta hann.
„Stytting á vinnutíma dag-
vinnufólks tók
gildi um síðustu
áramót,“ segir
Þórarinn. „Vinn-
an sem því fylgdi
gekk nokkuð vel
og allir voru að
reyna að ganga í
sama takti. Út-
færsla á styttingu
vaktavinnutíma
er flóknara mál
sem tekur langan tíma að koma í
gegn. Álitaefnin eru mörg og á vinnu-
stöðum þarf að útfæra vakta-
vinnukerfin að nýjum vinnutíma og
markmiðum. Allir eru þó sammála
um meginmarkmiðið sem er að skapa
betra jafnvægi milli starfs og fjöl-
skyldulífs – og bæta skilyrði starfs-
fólks og skjólstæðinga hvað varðar
öryggi og heilsu.
Fleiri stór verkefni eru í farvatn-
inu og þá helst jöfnun launa milli
markaða og launaþróunartrygging.
„Með haustinu, segir Þórarinn, verð-
ur að setja í gang vinnu við stofn-
anasamninga hjá ríkisstofnunum, en
hjá Reykjavíkurborg og sveitarfélög-
unum þarf að taka betur utan um
starfsmatskerfið þar sem horft er til
eðlisþátta í störfum hvers og eins og
þeir metir til launa.“
12.000 félagsmenn
Alls eru um 12.000 félagsmenn í
Sameyki, sem varð til fyrir tveimur
árum með sameiningu SFR og
Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar. Þórarinn segir félagið ætla
að fylgjast vel með stöðu og lífi fé-
lagsmanna á tímum kórónaveir-
unnar. Almennt virðist sem vel hafi
verið hlúð að fólki við þessar erfiðu
aðstæður og nú standi til að safna
upplýsingum með könnun. Ljóst sé
að störf margra hafi breyst mikið
með fjarvinnu, það er þegar fólk hef-
ur vegna sóttvarna flutt skrifstofuna
á eldhúsborðið heima og rækt sín
störf þaðan. Ekki sé sjálfgefið að slíkt
sé gert til lengri framtíðar nema fólk
fái eitthvað á móti, svo sem vegna
tölvu, síma, fæðispeninga og fleira.
Stytting vaktavinnu flókin
- Starfsmat og stofnanasamningar - Nýr formaður Sameykis
Þórarinn
Eyfjörð
Rannsóknarnefnd samgönguslysa
hefur gefið út lokaskýrslu um rann-
sókn á alvarlegu flugatviki í aðflugi
Boeing 757-200-farþegaþotu Ice-
landair að flugvellinum í Manchester
á Englandi, sem átti sér stað í febr-
úar árið 2017. Flugáhöfn vélarinnar
lýsti yfir neyðarástandi vegna elds-
neytis sem var orðið af skornum
skammti, vonskuveður var og mikil
ókyrrð í lofti og þurfti vélin tvisvar
frá að hverfa, fyrst frá flugvellinum í
Manchester og því næst flugvellin-
um í Liverpool áður en lending tókst
án vandræða í þriðju tilraun í Man-
chester eftir að vélin var sett í for-
gang.
168 farþegar um borð
168 farþegar og sex manna áhöfn
voru um borð í vélinni. Flugvélin var
á leið frá Keflavík til Manchester að
morgni 23. febrúar 2017. Fram kem-
ur í rannsóknarskýrslunni að flug-
stjórinn óskaði eftir því við undir-
búning flugsins að einu tonni yrði
bætt við eldsneyti vélarinnar þar
sem veðurupplýsingar sýndu að bú-
ast mætti við hvössum vindhviðum í
Manchester. Í skýrslunni kemur
hins vegar fram að gefnar höfðu ver-
ið út þrjár veðurviðvaranir (SIG-
MET) fyrir flug þennan morgun á
Englandi sem flugmennirnir höfðu
ekki upplýsingar um. Var flugvöll-
urinn í Liverpool áætlaður varaflug-
völlur fyrir flugið.
Þegar þotan hóf aðflug um klukk-
an hálfellefu að flugvellinum í Man-
chester var of mikið hvassviðri til að
unnt væri að lenda og hringsólaði
hún um tíma í biðflugi þar til stefnan
var tekin á Liverpool en þar var enn
meiri ókyrrð í lofti og þurfti vélin
enn á ný að fara í fráflug. Voru þá
kannaðir möguleikar á lendingu á
öðrum flugvöllum og var stefnan
tekin á Leeds. Klukkan 11:13 til-
kynnti flugstjórinn að eldsneytis-
staðan væri orðin svo lág að hann
þyrfti að lenda en þá voru 3,4 tonn af
eldsneyti eftir á vélinni. Mínútu síðar
lýsti flugstjórinn yfir neyðarástandi
vegna eldsneytis og var vélinni á ný
beint til Manchester þar sem henni
var lent heilu og höldnu klukkan
11.27. Liðu 36 mínútur frá því að vél-
in hóf fyrsta fráflugið frá Manchest-
er og þar til hún lenti. Voru þá 2,7
tonn eftir af eldsneyti í tönkum vél-
arinnar eða til 20 mínútna flugs og
aðeins 986 kíló umfram neyðar-
eldsneyti vélarinnar.
Kaupaukakerfi flugmanna
hafði engin áhrif á atvikið
Í skýrslunni er nokkuð fjallað um
ákvæði sem var á þessum tíma í
kjarasamningum flugmanna um
kaupauka sem þeim voru greiddir
vegna stundvísi og lágmörkun á
notkun eldsneytis en það var fellt úr
gildi á síðasta ári. Nefndin kemst að
þeirri niðurstöðu að kaupaukakerfið
hafi engin áhrif haft á þetta flugatvik
eða eldsneytisstöðu vélarinnar við
upphaf flugsins og flugstjórinn hafi
einnig ákveðið að fá eitt tonn af við-
bótareldsneyti á vélina um morgun-
inn í Keflavík. Nefndin setur fram
tillögur í öryggisátt um meðferð veð-
urviðvarana við undirbúning flugs.
Í mikilli ókyrrð og neyð-
arástand vegna eldsneytis
- RNS birtir skýrslu um alvarlegt flugatvik í Manchester
Morgunblaðið/Ernir
Farþegaþota Íslensk og bresk yfir-
völd komu að rannsókn atviksins.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Alls höfðu 112 skráð sig í bak-
varðasveit heilbrigðisþjónustu um
hádegið í gær. Flestir eru sjúkralið-
ar, læknar, hjúkrunarfræðingar eða
sjúkraflutningamenn. Margir hafa
komið áður til starfa sem bakverðir.
Heilbrigðisráðuneytið hóf fyrr í
vikunni að skrá að nýju fólk sem
tilbúið er að koma tímabundið til
starfa í heilbrigðisþjónustu og með
skömmum fyrirvara. Skráning í
bakvarðasveitina hófst á ný 24.
mars, eftir að fjórða bylgja kór-
ónuveirufaraldursins fór að gera
vart við sig. Þeir sem áður höfðu
skráð sig, til dæmis í bylgjunum á
síðasta ári, þurfa að skrá sig á nýjan
leik. Hægt er að skrá sig rafrænt á
vef heilbrigðisráðuneytisins.
Treysta sér til að sinna Covid
Samkvæmt upplýsingum frá heil-
brigðisráðuneytinu höfðu 112 skráð
sig í bakvarðasveitina á hádegi í
gær. Þar af hafa 94 gild starfsleyfi
en 18 eru nemar á ýmsum stigum. Í
faglærða hópnum eru 26 sjúkraliðar,
16 læknar, 15 hjúkrunarfræðingar
og 15 sjúkraflutningamenn. Færri
eru úr öðrum starfsstéttum.
Mikill meirihluti fólksins treystir
sér til að sinna sjúklingum veikum af
Covid-19 og flestir vilja helst vinna á
Landspítala og Heilsugæslu höfuð-
borgarsvæðisins.
Sjúkraliðar eru nú fjöl-
mennastir í bakvarðasveit
Morgunblaðið/Eggert
Skimun Flestir bakverðir treysta
sér til að sinna Covid-veiku fólki.
- 112 tilbúnir að koma til starfa í kórónuveirufaraldri
Rafmagnaðir Audi
með reynslu
Klettháls 13 · hnb.is · 590 5040
www.audi.is
Nokkrir rafmagnaðir gullmolar
hjá HEKLU notuðum bílum.
Audi e-tron 55 er með allt að
300 kW afli (408 hö) og drægni
skv. WLTP allt að 441 kílómetrum.
Fylgdu okkur! @audi
Fleiri bílar og myndir á netinu: hnb.is
Bifreiðunum fylgir skilyrt framlengd ábyrgð
Gildir til 60 mánaða aldurs frá skráningardegi, eða 150.000 km aksturs.
Ábyrgð á aðalrafhlöðu er til 8 ára eða 160.000 km aksturs.
Tilboð
10.390.000 kr.
Ekinn 22.000 km.
Upprunalegt verð
10.990.000 kr.
Afsláttur
600.000 kr.
AUDI E-TRON 55 QUATTRO
Aukahlutir: Aksturstölva, Bakkmyndavél, Bluetooth, Dráttarbeisli, Fjarlægðarskynjarar
aftan, Hiti í aftursætum, Hiti í stýri, Hraðastillir, ISOFIX festingar í aftursætum, LED
dagljós, Leðuráklæði, Leiðsögukerfi, Litað gler, Loftkæling, Lykillaust aðgengi, Rafdrifnir
hliðarspeglar, Spólvörn, Stafrænt mælaborð, Stöðugleikakerfi, Xenon aðalljós, 21" Álfelgur,
Volcano leðuráklæði, Sportsæti að framan, Lyklalaust aðgengi, Head-up display, Varadekk,
Svartur útlitspakki o.fl.
2019
Tilboð
10.990.000 kr.
Ekinn 17.900 km.
Upprunalegt verð
11.890.000 kr.
Afsláttur
900.000 kr.
AUDI E-TRON 55 QUATTRO
Aukahlutir: Aksturstölva, Bakkmyndavél, Bluetooth, Dráttarbeisli, Fjarlægðarskynjarar
aftan, Glerþak, Hiti í aftursætum, Hiti í stýri, Hraðastillir, ISOFIX festingar í aftursætum,
LED dagljós, Leðuráklæði, Leiðsögukerfi, Litað gler, Loftpúðafjöðrun, Lykillaust aðgengi,
Minni í framsætum, Rafdrifnir hliðarspeglar, Regnskynjari, Stafrænt mælaborð,
Stöðugleikakerfi, Xenon aðalljós, Akreinavari, Audi pre-sense, MMI navigation plus, Audi
virtual mælabroð, Bang & Olufsen, 21" álfelgur, ljúflokun, Head-up displey, Valcona
leðuráklæði, 360°myndavél, comfort sæti með Valcona leðuráklæði, lyklalaust aðgengi,
Matrix ökuljós o.fl.
2019
Upprunalegt verð
11.890.000 kr.
Ekinn 23.500 km.
AUDI E-TRON 55 QUATTRO DESIGN PLUS
Aukahlutir: Dráttarbeisli, hiti og rafmagnsfærsla á stýrishjóli, rafmagnsopun & lokun á
afturhlera, akgreinaviðvörun, Audi pre sense að framan, efri hluti mælaborðs í leðri, MMI
Navigation plus, fjögurra svæða tölvustýrð loftkæling, Audi virtual mælaborð Plus, Bang &
Olufsen hljómkerfi, Audi phone box, 21” álfelgur, aðgerðatakkar með gleráferð, ljúflokun,
auka hleðsluport á bíl farþegamegin, Valcona leðuráklæði, aðstoðarpakki ‘city’, 360°
myndavél, lyklalaust aðgengi, ISOFIX bílstólsfestingar, rafdrifin framsæti, Matrix LED ökuljós,
dökkar rúður að aftan, LED inniljósapakki, les umferðaskilti, tvöfalt einangrandi gler o.fl.
2019
Afsláttur
600.000 kr.
Tilboð
10.990.000
Tilboð 9.890.000 kr.
Ekinn 17.000 km.
AUDI E-TRON 55
QUATTRO
2019
Upprunalegt verð
10.790.000 kr.
Afsláttur 900.000 kr.
Tilboð 9.890.000 kr.
Ekinn 17.900 km.
AUDI E-TRON 55
QUATTRO
2019
Upprunalegt verð
10.490.000 kr.
Afsláttur 600.000 kr.