Morgunblaðið - 27.03.2021, Side 11

Morgunblaðið - 27.03.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Við skoðun á því hvar heppilegast sé að vera með höfuðstöðvar Rarik hef- ur niðurstaðan alltaf verið sú að það henti starfsemi fyrirtækisins sem heild best að vera með sameiginlega skrifstofu í Reykjavík. Í umsögn for- stjórans við tillögu nokkurra þing- manna um að flytja höfuðstöðvarnar út á land kemur fram það álit að telja verði mjög ólíklegt að margir starfsmenn skrifstofunnar í Reykja- vík flyttu með höfuðstöðvunum. Atvinnuveganefnd Alþingis hefur til umfjöllunar þingsályktunartil- lögu Höllu Signýjar Kristjánsdóttur og tveggja annarra þingmanna Framsóknarflokksins um að stefna skuli að flutningi höfuðstöðva Rarik á landsbyggðina og kannað verði á grundvelli hagsmuna félagsins hvar hentugast væri að byggja upp höf- uðstöðvar og efla starfsstöðvar um landið. Fram kemur í greinargerð að meginhluti starfsemi Rarik sé ut- an Suðvesturlands og Vestfjarða en 60 af 200 starfsmönnum fyrirtækis- ins séu á skrifstofum á höfuðborg- arsvæðinu. Tilbúin að taka við Rarik Málið var sent til umsagnar. Vest- fjarðastofa og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) styðja markmið þingsályktunartillögunnar í umsögnum, telja það styðja mark- mið ríkisstjórnar og byggðaáætlun- ar um að stuðla að fjölbreyttum störfum um allt land. SSNV telur tilvalið að flytja höfuðstöðvarnar á Norðurland vestra. Rarik telur að það henti starfsemi fyrirtækisins í heild að vera með sameiginlega skrifstofu í Reykjavík. Þangað séu samgöngur bestar frá öllum starfssvæðum. Auk þess séu ýmsir hagaðilar fyrirtækisins, meðal annars stjórnsýslan, staðsettir í Reykjavík. Fram kemur sú skoðun í umsögn- inni að telja verði mjög ólíklegt að margir starfsmenn skrifstofunnar í Reykjavík flyttu með höfuðstöðvum þess. Því þyrfti að gefa eðlilegri endurnýjun starfsfólks sem þar starfar nokkuð mörg ár og fyrir- tækið að ganga í gegnum verulega endurskipulagningu. Flutningur höfuðstöðvanna í heilu lagi yrði fyrirtækinu mjög erfiður í fram- kvæmd. Ólíklegt að starfsmenn flytji með höfuðstöðvum - Rarik finnur að tillögu þingmanna um að flytja skrifstofur Starfsemi um landið » Dreifikerfi Rarik nær til Vesturlands, Norðurlands, Austurlands og Suðurlands og 43 þéttbýliskjarna víðs vegar um landið. » Meginstarfsemi Rarik fer því fram á landsbyggðinni auk þess sem allar virkjanir félags- ins eru þar. Morgunblaðið/RAX Viðgerð Rarik er búið að setja stóran hluta dreifinets síns í jarðstrengi. Þingmenn vilja flytja skrifstofur Rarik. Skipholti 29b • S. 551 4422 VORYFIR- HAFNIRNAR KOMNAR Skoðið laxdal.is Skoðið // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Ný sending af JÖKKUM &VESTUM fyrir útivistina Grensásvegur 11 I Sími 588 9090 I www.eignamidlun.is FÁÐU RÁÐGJÖF SEM BYGGIR Á REYNSLU Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu Sjanghæ-máli sem höfðað var gegn Sunnu Valgerðardóttur fréttamanni, Magnúsi Geir Þórðarsyni, fyrrverandi útvarpsstjóra, og RÚV til réttar- gæslu. Málið var höfðað af eiganda Sjanghæ-veitingastaðarins, Rositu YuFan Zhang, vegna umfjöllunar fréttastofu RÚV um ætlað vinnumansal á veitingastaðnum. Grunur um brotin reyndist haldlaus. Krafist var ómerkingar á fimm ummælum í fréttum RÚV og miskabóta að fjárhæð þrjár milljónir króna. Í dómi Landsréttar kom fram að ekki færi milli mála að ummælin hefðu falið í sér aðdróttanir um alvarleg brot og siðferðislega ámælisverða háttsemi. Hins vegar var ekki hjá því litið að fyrir lá grunur um brotið sem byggður var á ábendingu. Það yrði að líta til þess að í krafti hins rúma tjáningarfrelsis sem fjöl- miðlar njóta hafi Sunna haft svigrúm til að ákveða framsetningu fréttanna svo framarlega sem ekki væri farið með rangt mál. Var hún því ekki talin hafa farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns með ummælum sínum. Sýknudómur í Sjanghæ-máli staðfestur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.