Morgunblaðið - 27.03.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.03.2021, Blaðsíða 12
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is É g var mjög ung þegar ég ákvað að starfa í framtíð- inni við eitthvað tengt dýr- um. Ég var alveg sjúk í dýr þegar ég var krakki og er það enn. Ég hef átt ófá gæludýr um æv- ina, ég kynntist líka snemma dýrum í sveitinni þar sem foreldrar mínir eiga sumarbústað,“ segir Kristín Sara Georgsdóttir, en hún útskrifaðist í gær sem dýrahjúkrunarfræðingur frá Hansenberg í Danmörku. „Ég komst að því um haustið fyr- ir fjórum árum að þetta nám væri yfir höfuð til og ég var komin út til Dan- merkur um áramótin og byrjuð í skól- anum. Þetta er þriggja og hálfs árs nám og skólinn er staðsettur í Kold- ing á Jótlandi. Ég fór alltaf út í tíu vik- ur í einu, sem var í raun ein önn, en á milli þess kom ég til Íslands til að vinna á dýraspítala hér heima, það var er hluti af náminu. Það var líka verk- legt nám úti, þar eru hundar í skól- anum, lítill dýragarður, rannsókn- arstofa og alls konar tæki og tól fyrir verklegt nám. Námið er eðli málsins samkvæmt á dönsku og var fyrir vikið strembið fyrir mig til að byrja með. Ég skildi eiginlega ekkert á fyrstu önninni, en ég átti góðar vinkonur úti sem þýddu fyrir mig og systir mín hér heima hjálpaði mér líka, svo þetta kom fljótt.“ Bæði krefjandi og gefandi Þegar Kristín Sara er spurð í hverju starf dýrahjúkrunarfræðings felst, segir hún það felast í hinum ólík- ustu störfum. „Við erum hægri hönd dýra- lækna, þeir sjá um sjúkdómsgrein- ingar og fyrirskipa meðhöndlanir en við gerum svo oft það sem þarf að gera í framhaldi og þá eftir þeirra fyr- irmælum. Við sjáum til dæmis um mikið af sáravinnu og að setja umbúð- ir á þau, aðstoðum við röntgenmynda- tökur og sjáum um alla umönnun eftir aðgerðir og í vöknun. Við vinnum einnig mikið af rannsóknarvinnunni sem svo dýralækn- arnir lesa úr. Einnig sinnum við tann- hreinsunum, sjáum um vöktun á svæfingu á dýrum í aðgerðum, gefum lyf og ótal- margt fleira. Dýra- hjúkrunarfræðingar geta sérhæft sig á ýmsum sviðum, til dæmis í endur- hæfingu dýra eftir að- gerðir eða almenna sjúkraþjálfun, við get- um farið í sérnám í svæfingum dýra eða tannheilsu þeirra og fleiri sérsvið eru möguleg. Starfið er mjög fjölbreytt, bæði krefjandi og gefandi,“ segir Kristín Sara sem starfar hjá Dýraspítalanum í Garða- bæ. „Við erum fimm dýrahjúkrunar- fræðingar sem störfum þar.“ Eflandi að sigrast á öllu Kristín Sara segir að það hafi verið mjög stórt skref fyrir hana að fara ein út til Danmerkur í nám, því hún hefur glímt við bæði þunglyndi og kvíða. „Þar fyrir utan er ég greind með ADHD, en núna er ég að mestu laus Gaman Í Danmörku sinnti Kristín Sara ólíkustu skepnum, líka póníhestum. Að störfum Kristín Sara skoðar hest sem kom til lækninga. Snýst ekki um að knúsa hvolpa Starf dýrahjúkrunarfræð- inga er fjölbreytt og getur reynt á. Kristín Sara Georgsdóttir útskrifaðist sem slíkur í gær og hún hlakkar til að takast á við nýja starfið á Dýra- spítalanum í Garðabæ. Björt framtíð Kristín Sara hefur alltaf elskað öll dýr og er því á réttri hillu. Hér með hundi systur sinnar, hinum 12 ára Æsi, sem er Siberian husky. við bæði þunglyndið og kvíðann og ég hef lært að lifa með mínu ADHD. Vissulega var erfitt í byrjun að fara frá öllum í fjölskyldunni, kærastanum mínum og hundinum mínum, og að vera ein í landi þar sem ég talaði ekki tungumálið. Ég bjó á heimavist og í þessum bæ var ekki Metro eða lest innanbæjar, en ég lærði bara að njóta þess. Mér tókst þetta allt saman og ég hef styrkst mjög mikið andlega, það var mjög eflandi fyrir mig að sigrast á þessu öllu.“ Þegar hún er spurð hvort eitthvað hafi komið henni á óvart í náminu, segir hún að í raun hafi allt komið á óvart. „Dýrahjúkrun snýst ekki um það eitt að knúsa hvolpa, eins og sumir halda, heldur getur það verið erfitt og skítugt starf. Það getur alveg tekið á að vera að sinna mjög veikum dýr- um,“ segir Kristín Sara sem vegna Covid komst ekki út til Danmerkur á lokaönninni í náminu og hefur námið frá því í janúar á þessu verið fjarnámi á netinu. „Auðvitað er líka leiðinlegt að missa af útskriftinni og því að fagna með öllum vinum mínum sem ég hef eignast úti í Danmörku, en við fögn- um saman seinna.“ „Við erum hægri hönd dýralækna, þeir sjá um sjúk- dómsgreiningar og fyrirskipa með- höndlanir en við gerum svo oft það sem þarf að gera í framhaldi.“ 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021 Skipholti 50b • 105 Reykjavík • Sími 569 0900 lifbank@lifbank.is • www.lifbank.is Ársfundur 2021 Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna verður haldinn miðvikudaginn 28. apríl næstkomandi kl. 17:00. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica. Dagskrá: 1. Venjuleg störf ársfundar skv. 6. gr. samþykkta sjóðsins 2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins 3.Önnur mál Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna Tillögur til breytinga á samþykktum Lífeyrissjóðs bankamanna munu liggja frammi á skrifstofu sjóðsins að Skipholti 50b eigi síðar en viku fyrir ársfund. Einnig verður hægt að nálgast tillögurnar og allar nánari upplýsingar á vef sjóðsins www.lifbank.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.