Morgunblaðið - 27.03.2021, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 27.03.2021, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021 Um er að ræða trausta kaupendur og í sumum tilvikum staðgreiðslu. Hér er sýnishorn úr kaupendaskrá okkar. Vegnamikillar sölu undanfarið vantar okkur ýmsar gerðir og stærðir af íbúðarhúsnæði fyrir viðskiptavini okkar GRENSÁSVEGUR 11 I SÍMI 588 9090 I WWW.EIGNAMIDLUN.IS SALA FASTEIGNA SÍÐAN 1957 Kaupendaskrá – sýnishorn SÉRBÝLI Á SELTJARNARNESIÓSKAST Höfum verið beðin að útvega viðskiptavini okkar 220-350 fm einbýlishús, parhús eða raðhús á Seltjarnarnesi. EINBÝLISHÚS Á SVÆÐI 108ÓSKAST Traustur kaupandi óskar eftir 230-400 fm einbýlishúsi á svæði 108. Æskileg staðsetning: Fossvogur eða Gerði. EINBÝLISHÚS Í VESTURBORGINNIÓSKAST Viðskiptavinur okkar leitar að 250-350 fm einbýlishúsi í Vesturborginni. Æskileg staðsetning er póstnúmer 107. EINBÝLISHÚS Í GRAFARVOGIÓSKAST Traustur kaupandi óskar eftir 200-250 fm einbýlishúsi í Grafarvogi. Húsið þyrfti helst að vera á einni hæð. SÉRBÝLI Á SVÆÐI 104ÓSKAST Traustur kaupandi óskar eftir 250-400 fm einbýlis eða parhúsi. Æskileg staðsetning: Selvogsgrunn, Sporðagrunn, Teigar eða Laugarásvegur. HÆÐ Í VESTURBORGINNIÓSKAST Traustur kaupandi óskar eftir sérhæð í Vesturborginni. Æskileg staðsetning er póstnúmer 107. Afhendingartími er samkomulag. SKUGGAHVERFI – ÍBÚÐÓSKAST Viðskiptavinur okkar leitar að 130-150 fm íbúð í lyftuhúsi við Vatnsstíg. 2JA-4RA HERB. ÍBÚÐIRÓSKAST Einnig höfum við fjölda kaupenda að 2ja-4ra herb. íbúðum í ýmsum hverfum. SverrirKristinsson Löggiltur fasteignasali Sími 8618514 sverrir@eignamidlun.is MagneaSverrisdóttir MBAog löggiltur fasteignasali Sími 8618511 magnea@eignamidlun.is FREKARI UPPLÝSINGAR Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Nokkur vakning er á Fljótsdalshér- aði í að taka upp viðarkyndingu, að kynda hús með afurðum skóganna í stað rafmagns eða olíu. Fljótsdals- hreppur kyndir nú félagsheimili sveitarinnar, Végarð, með þeim hætti. Félagsheimilið er steinsnar frá stærstu aflstöð landsins, Fljóts- dalsstöð. „Rafmagn kostar dálítið mikið til sveita. Við erum að bregðast við því,“ segir Helgi Gíslason, sveit- arstjóri Fljótsdalshrepps, um þá ákvörðun að skipta yfir í viðarkynd- ingu í félagsheimilinu. Keyptur var gámur frá Grikklandi með uppsettri kyndistöð. Honum var komið fyrir í nágrenni félags- heimilisins og stöðin tengd við vatnskerfi hússins. Vatnið fer á ofna, í gólfhitakerfi og neysluvatnslagnir. Stöðin er sjálfvirk og kveikir á sér og slekkur eftir notkun og hitastigi á vatninu. 10-15% ódýrara en rafmagn Kyndistöðin brennir viðarperlum sem framleiddar eru hjá Tandra- bergi á Eskifirði úr afgangsbrettum og umbúðum frá álverinu á Reyð- arfirði og stóru frystihúsunum í ná- grenninu og einnig úr grisjunarviði úr skógunum á Héraði. Spurður hvort það skjóti ekki skökku við að nota ekki rafmagn til húshitunar þegar stærsta aflstöð landsins er í túnfætinum segir Helgi að ákvörðunin sé lýsandi fyrir stöð- una í rafmagnsmálum sveitanna. „Við teljum að þessi orkugjafi verði 10-15% ódýrari en rafmagnið. Svo er Fljótsdalur eitt helsta skógræktar- hérað landsins og þar eru mögu- leikar á að nýta afurðir til orkufram- leiðslu,“ segir Helgi. Stofnkostnaðurinn er ekki inni í þessum útreikningum en Helgi segir að kyndistöðin kosti um 10 milljónir kr. Orkusjóður veitti styrk til að koma viðarkyndingunni upp. Enginn reykur kemur frá við- arbrennslunni og kom það sveit- arstjóranum þægilega á óvart. Fljótsdalshreppur er að vinna að umhverfisstefnu um þessar mundir. Þar kemur fram, að sögn Helga, að í Fljótsdalshreppi er meiri binding en losun á gróðurhúsalofttegundinni koldíoxíð. Efnið í viðarkyndingu sé grisjunarefni úr skógunum. Við grisjun verði eftir betri tré sem bæti hraðar á sig rúmmáli. Grisjunar- viður úr plöntuðum skógi sé því við- urkenndur sem endurnýjanlegur orkugjafi og falli vel að umhverfis- stefnu hreppsins. Hitaveita á Hallormsstað í sveit- arfélaginu Múlaþingi er kynt með trjáviði, viðarperlum frá Tandra- bergi. Helgi segir að einstaklingar séu að koma upp viðarkyndingu við ný og eldri íbúðarhús á nokkrum stöðum í hreppnum. Viðarkynding tekin upp í félagsheimili og fleiri húsum - Hætta að kynda með rafmagni þótt stærsta aflstöð landsins sé í túnfætinum Morgunblaðið/Ómar Skógarhögg Mikill eldiviður liggur í skógunum en tíma þarf til að grisja og koma efninu í verð. Verktakafyrirtækið Tandraberg framleiðir viðarperlur í húsnæði sínu á Eskifirði. Einar Birgir Kristjánsson framkvæmdastjóri segir að unnið hafi verið að þró- unarvinnu í rólegheitum í fimm ár og nú sé framleiðslan komin í allgott horf. Aðalmarkaðurinn er hjá hestamönnum sem nota perlurnar sem undirburð undir hross en vaxandi áhugi er á við- arkyndingu. „Við önnum ekki eftirspurn. Nánast allt er rifið jafnóðum út úr höndum okkar,“ segir Einar og getur þess að markaðurinn sé allnokkur því flutt séu inn 4-5 þúsund tonn af þessari vöru á ári. Sem betur fer vilji margir frekar íslenskt efni. Aðgangur að hráefni tak- markar framleiðsluna. Að- alhráefnið er úrgangstimbur frá álveri Alcoa og stóru frystihús- unum. Vill Einar gjarnan fá meira af grisjunarvið úr skógum Fljótsdalshéraðs og reiknar með að meira verði grisjað þar á næstu árum. Allt selst jafnóðum TANDRABERG Orka Sigurður Ingi Friðleifsson og Hörður Guðmundsson með perlur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.