Morgunblaðið - 27.03.2021, Side 22

Morgunblaðið - 27.03.2021, Side 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum hefur verið um í Morgunblaðinu á undanförnum mánuðum hafa um- svif lífeyrissjóða á húsnæðis- lánamarkaði minnkað til muna sam- fara auknum lánveitingum bankanna. Þrátt fyrir það má greina sömu þróun þar á bæ, sé litið til áhuga fólks á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum. Allt frá því í júní í fyrra hafa upp- og umfram- greiðslur verðtryggðra sjóð- félagalána verið mun meiri en ný lán af sama toga. Þannig virðist langstærstur hluti þeirra sem eru að fjárfesta í húsnæði eða endur- fjármagna eldri lán leita í mjög hag- stæða óverðtryggða vexti sem nú bjóðast. ses@mbl.is Á síðustu tólf mánuðum hafa ís- lensku bankarnir lánað íslenskum heimilum 410 milljarða króna í formi óverðtryggðra fasteignalána. Þetta má lesa úr tölum Seðlabanka Íslands. Tólf mánuði þar á undan námu útlán af sama tagi aðeins 84,8 milljörðum. Nemur vöxturinn því 380% milli ára. Á síðustu tólf mánuðum hafa heimilin hins vegar greitt mikið upp af verðtryggðum húsnæðislánum sínum hjá bönkunum og nema upp- og umframgreiðslur umfram ný lán 67,4 milljörðum króna. Tólf mán- uðina þar á undan uxu lánveitingar í þessum flokki um 24,1 milljarð króna hjá bönkunum. Líkt og fjallað Ævintýralegur vöxtur í óverðtryggðu - Bankarnir lána af miklum móð Bankar Ný óverðtryggð útlán bankanna til heimilanna nema meira en 400 milljörðum síðustu 12 mánuði. Verðtryggð lán eru á hröðu undanhaldi. BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Embætti ríkislögreglustjóra hefur nú sent frá sér þriðja áhættumat sitt á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Áður hefur embættið birt sambærtilegt mat 2017 og 2019. Áhættumatið er liður í því að upp- fylla þær skyldur sem hvíla á Íslandi til þess að geta uppfyllt staðla FATF (Financial Action Task Force) en það er alþjóðlegi aðgerðahópurinn sem setti Ísland á gráan lista í októ- ber 2019 þar sem talið var að varnir landsins gegn peningavþætti og fjár- mögnun hryðjuverka væru ófull- nægjandi. Fá ef nokkur svið undanskilin Í mati sínu segist Ríkislögreglu- stjóri hafa komist að þeirri niður- stöðu að greind áhætta vegna pen- ingaþvættis væri mikil þegar kæmi að skattsvikum sem frumbrotum peningaþvættis, flutningi reiðufjár til og frá landinu, reiðufjárviðskipt- um, einkahlutafélögum, peninga- sendingum og söfnunarkössum og happdrættisvélum. „Þá taldist greind áhætta vera veruleg þegar kom að háum pen- ingaseðlum í umferð, almennum fé- lögum og félagasamtökum, trú- og lífsskoðunarfélögum, sjóðum og stofnunum sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, innlána- starfsemi, greiðsluþjónustu, útgáfu rafeyris, gjadleyrisskiptum, starf- semi lögmanna, starfsemi endur- skoðenda, starfsemi fasteignasala, starfsemi bifreiðaumboða og bif- reiðasala og vörum og þjónustu,“ segir enn fremur í matinu. Hins veg- ar sé áhættan aðeins talin „miðl- ungs“ í starfsemi hlutafélaga, sjálfs- eignarstofnana og samlagsfélaga, starfsemi annarra almannaheilla- félaga, raunverulegs eiganda, út- lánastarfsemi, sýndarfjár, rekstri sjóða, viðskiptum og þjónustu með fjármálagerninga, starfsemi bókara, starfsemi getrauna, eðalmálma og -steina og kerfiskennitölu. Hins veg- ar var áhætta af starfsemi annarra félaga, lífeyrissjóða, líftryggingar- starfsemi, skipasala, happdrætti, lot- tós og fjárhættuspils á netinu. Skattsvik alvarlegt vandamál Í skýrslunni er fjallað ítarlega um hvert svið þar sem áhætta af pen- ingaþvætti er talin til staðar. Er m.a. bent á að skattsvik séu alvarlegt vandamál hér á landi og hafi verið um langt skeið. Segir í matinu að margt ýti undir eða auðveldi að unnt sé að drýgja slík brot, það komi m.a. til af því að aðgengi að ýmsum teg- undum félaga sé auðvelt og hversu auðvelt sé að misnota félög. Þá er bent á að það auki áhættu á brotum hversu auðvelt það sé að koma reiðufé í umferð hér á landi. „Fremur lítið er vitað um raun- verulega notkun reiðufjár hjá ein- staklingum og fyrirtækjum og litlar hömlur eru á notkun þess,“ segir í áhættumatinu og sérstaklega bent á að það að „hætta útgáfu 10.000 og 5.000 króna seðla myndi gera svarta hagkerfinu erfitt uppdráttar ásamt því að draga úr peningaþvætti og skattundanskotum“. Segir í skýrsl- unni að lítið magn reiðufjár sé hald- lagt hjá lögreglu við rannsóknir við rannsóknir hennar á liðnum árum. Þá sé lítið um tilkynningar um reiðufé yfir tilkynningaskyldum mörkum við komu til lands eða brott- för frá landi. „Eftirlit með flutningi fjármuna yfir landamæri er lítið og endurspeglast það í afar fáum mál- um hjá tollyfirvöldum þar sem upp kemst um smygl með reiðufé með farþegum, í farangri og vörusend- ingum, þótt sjá megi fjölgun mála af þessum toga.“ Hins vegar er bent á að tolleftirlit muni eflast í þessu tilliti þar sem hundar tollgæslunnar séu nú til þjálfunar í því skyni að þefa uppi peninga. Víða hætta á peningaþvætti Morgunblaðið/Golli Lykt Innan tíðar munu sérþjálfaðir hundar renna á peningalyktina. - Ríkislögreglustjóri hefur gefið út uppfært áhættumat vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka - Tollurinn þjálfar hunda til að þefa uppi peninga 27. mars 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 126.92 Sterlingspund 174.05 Kanadadalur 100.85 Dönsk króna 20.145 Norsk króna 14.735 Sænsk króna 14.695 Svissn. franki 135.64 Japanskt jen 1.1634 SDR 180.41 Evra 149.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 185.6648 Hrávöruverð Gull 1729.2 ($/únsa) Ál 2220.5 ($/tonn) LME Hráolía 63.99 ($/fatið) Brent Brynjólfur Stef- ánsson, sjóðstjóri hjá Íslands- sjóðum, segir ganginn í bólu- setningum hafa haft áhrif á þróun olíuverðs að und- anförnu. „Þetta bakslag í Evrópu hefur neikvæð áhrif á olíuverð. Menn sjá fram á auknar birgðir og að eftirspurnin verði ekki jafn sterk og menn bjuggust við,“ segir Brynj- ólfur og bendir á að olían hafi hækk- að mikið og hratt í verði. Því megi hins vegar velta fyrir sér hvort markaðurinn „hafi aðeins farið fram úr sér“ í þessu efni. Þegar fram líða stundir séu meiri líkur en minni á að olían hækki í verði. Gæti haldist á þessu bili „Ef eftirspurnin kemst á flug og vel gengur að bólusetja þá gæti olíu- verðið haldist á þessu bili og jafnvel hækkað frekar. Þó veltur það tölu- vert á OPEC+-fundinum sem hald- inn verður í lok mánaðarins. Ríkin hafa aukið framleiðslu í kjölfarið á verðhækkunum,“ segir Brynjólfur. Eftirspurnin hafi aukist í Asíu að undanförnu og í Bandaríkjunum vegna meiri umsvifa í kjölfar bólu- setningar. Svo hafi OPEC-ríkjunum gengið betur en oft áður að halda aft- ur af framboðinu. Verðið hafi lækkað mikið í maí í fyrra vegna verðstríðs og faraldursins. baldura@mbl.is Hægagangur í Evrópu hefur áhrif á olíuna Brynjólfur Stefánsson - Hæg bólusetning hefur áhrif á væntingar « Bandaríski flug- risinn Delta Air Lines hefur ákveð- ið að hefja daglegt flug milli Íslands og þriggja borga í Bandaríkjunum. Munu umsvifin hefjast í maí næst- komandi. Borg- irnar sem um ræð- ir eru New York, Boston og Minneapolis í Minnesota. Fyrsta flugið til fyrstnefndu borg- arinnar verður 1. maí, til Boston 20. maí og til Minneapolis hinn 27. maí. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að ákvörðun um flugið hafi verið tekin vegna þess að Ísland sé fyrsta landið í Evrópu sem heimili komu bandarískra ferðamanna sem hafa fengið fulla bólu- setningu án þess að þeir þurfi að sæta sóttkví við komuna til landsins. „Við vitum að viðskiptavinir okkar eru spenntir fyrir því að komast með öruggum hætti aftur út í heim. Eftir því sem traust á ferðalögum eykst von- umst við til að fleiri lönd opni fyrir bólusettum ferðamönnum og skapi þannig aukin tækifæri fyrir fólk til að tengja og upplifa,“ segir Joe Esposito, framkvæmdastjóri leiðakerfisstýringar Delta Air Lines. Velur Ísland sem áfangastað vegna opnunar Flug Delta hyggur á flug til Íslands. STUTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.