Morgunblaðið - 27.03.2021, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Jean-Yves Le Drian, utanríkisráð-
herra Frakklands, sakaði í gær Breta
um „fjárkúgun“ vegna stöðunnar í
deilu Breta og Evrópusambandsins
um dreifingu á bóluefni AstraZeneca
og Oxford-háskóla gegn kórónuveir-
unni. Ásökunin kom sama dag og Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO,
fagnaði því að 500 milljón bólusetning-
ar hefðu farið fram vítt og breitt um
heiminn.
Þar af hafa Bandaríkjamenn gefið
133 milljónir skammta af bóluefni
gegn veirunni og Kínverjar um 91
milljón skammta. Hlutfallslega standa
Ísraelsmenn best í bólusetningum, en
þeir hafa bólusett um 60% þjóðarinn-
ar, og meira en helmingur allra Ísr-
aelsmanna hefur fengið báða
skammta sem þarf til að teljast full-
bólusettur gegn kórónuveirunni.
Bretar hafa gefið rúmlega helmingi
allra fullorðinna einstaklinga að
minnsta kosti einn skammt, en
aðildarríki Evrópusambandsins hafa
framkvæmt um 65 milljónir bólusetn-
inga, eða um einn tíunda af íbúafjölda
sambandsins.
Segir Breta „sjálfselska“
Le Drian sagði að Bretar hefðu far-
ið fram úr sér með því að reyna fyrst
að bólusetja alla einu sinni, og að nú
myndu þeir lenda í vandræðum með
að gefa fólki seinni skammtinn. Sagði
Le Drian Breta því vilja kúga Evrópu-
sambandið til þess að geta haldið
áfram bólusetningum sínum og sakaði
þá um sjálfselsku.
Ummæli hans féllu degi eftir að
Emmanuel Macron Frakklandsforseti
og Ursula von der Leyen, forseti fram-
kvæmdastjórnar ESB, hótuðu að
stöðva útflutning AstraZeneca-efnis-
ins til ríkja sem stæðu betur að vígi í
bólusetningum, þar til fyrirtækið hefði
uppfyllt samninga sína við sambandið.
Bretar eiga forgang að framleiðslu
úr tveimur verksmiðjum AstraZeneca
í Bretlandi og telja sig einnig eiga for-
gang að skömmtum sem framleiddir
eru í Hollandi, en sú verksmiðja fékk
fyrst í gær framleiðsluleyfi fyrir evr-
ópskan markað. Bresk stjórnvöld
kostuðu líka þróun bóluefnisins og
sömdu við AstraZeneca á undan Evr-
ópusambandinu.
Fyrirtækið hefur selt bóluefni sitt á
kostnaðarverði, en heimildarmenn
breska ríkisútvarpsins BBC innan
AstraZeneca sögðu að slíkt yrði ekki
endurtekið í næsta heimsfaraldri í ljósi
þess vanþakklætis og rógsherferðar
sem bóluefni þess hefði mátt þola að
undanförnu.
„Ný tegund heimsstyrjaldar“
Macron Frakklandsforseti lét sitt
ekki eftir liggja í yfirlýsingum, en
hann gagnrýndi sérstaklega Rússa og
Kínverja, og sagði að nú væri í gangi
„ný tegund heimsstyrjaldar“, þar sem
keppt væri um völd og ítök með bólu-
efnum.
Rússar mótmæltu ummælum Mac-
rons þegar í stað, en nokkur umræða
hefur verið innan sumra aðildarríkja
ESB um hvort kaupa eigi einnig Spút-
ník 5-bóluefnið, sem bíður enn sam-
þykkis evrópsku lyfjastofnunarinnar.
Þá sagðist Macron styðja algjört
bann á útflutning bóluefna ef viðkom-
andi fyrirtæki hefði ekki staðið skil á
sínu við Evrópusambandið.
Mark Rutte, forsætisráðherra Hol-
lands, sagðist hins vegar óttast að
birgðakeðjur bóluefnanna væru svo
nátengdar og viðkvæmar að það væri
ekki sjálfkrafa til bóta ef heimildinni til
að banna útflutning yrði beitt.
Sagði Rutte þó að hann teldi að
Bretar og Evrópusambandið gætu
komist að samkomulagi um helgina.
„Það yrði hjálplegt, því við erum vinir,
Bretar og restin af Evrópu, og við
þurfum á hvort öðru að halda.“
Neyðarsjóðurinn í uppnámi
Evrópusambandið glímir ekki bara
við skort á bóluefni. Stjórnlagadóm-
stóll Þýskalands fyrirskipaði í gær að
beðið skyldi með staðfestingu nýrra
laga um neyðarsjóð Evrópusam-
bandsins vegna kórónuveirunnar, þar
til búið væri að fjalla um dómsmál sem
höfðað var á síðustu stundu gegn
frumvarpinu.
Báðar deildir þýska þingsins höfðu
samþykkt frumvarpið, en það fæli í sér
heimild fyrir Þýskaland til að fjár-
magna sameiginlegan neyðarsjóð upp
á 750 milljarða evra, sem Evrópusam-
bandið vill setja upp vegna heimsfar-
aldursins. Var þess eins beðið að
Frank Walter-Steinmeier, forseti
Þýskalands, undirritaði lögin til þess
að þau tækju gildi þegar kæran var
lögð fram af fimm ónefndum einstak-
lingum.
Samþykki þingsins þótti sögulegt,
þar sem Þjóðverjar hafa til þessa verið
tregir til þess að stofna til ábyrgða fyr-
ir skuldum annarra aðildarríkja Evr-
ópusambandsins, en ríkisstjórnin
hafði sagt það nauðsynlegt til þess að
aðildarríki ESB gætu náð sér aftur á
strik eftir kórónuveirufaraldurinn.
„Þessi atkvæðagreiðsla sendir
skýrt merki um evrópskan samhug og
styrk,“ sagði Olaf Scholz, fjármálaráð-
herra Þýskalands, þegar niðurstaða
þingsins lá fyrir, en Scholz lagði
áherslu á að öflug endurreisn annarra
Evrópuríkja væri forsenda fyrir upp-
gangi í Þýskalandi.
Rufu nokkur „rauð strik“
Neyðarsjóðurinn var samþykktur í
desember síðastliðnum eftir að ríki
Evrópusambandsins höfðu deilt mest-
allt árið um með hvaða ráðum væri
best að styðja ríki eins og Ítalíu og
Spán, sem þá höfðu fengið mest að
kenna á kórónuveirunni.
Nokkur ríki í norðurhluta sam-
bandsins, með Hollendinga og Dani í
fararbroddi, streittust gegn hugmynd-
inni um sjóð sem myndi veita styrki,
þar sem óttast var að ríkin í suðri, sem
ekki hafa farið jafnsparlega í ríkisfjár-
málum sínum og ríkin í norðri, myndu
útvega sér styrki fyrir hallarekstur
sinn, sem önnur ríki þyrftu að standa
skil á.
Til að fá sjóðinn í gegn þurftu Þjóð-
verjar að rjúfa nokkur „rauð strik“ í
hagstjórn sinni. Þá þurfti að fá sér-
staka undanþágu fyrir lántöku fyrir
árin 2020 og 2021, þar sem hún var
ekki talin standast stjórnarskrá
Þýskalands ella. Hyggjast Þjóðverjar
taka um 240 milljarða evra að láni á
þessu ári, og vilja þýsk stjórnvöld
einnig fá undanþágu fyrir árið 2022.
AFP
Útflutningsbann Emmanuel Macron Frakklandsforseti ræddi við fjölmiðla í fyrradag um útflutningshömlur.
Sakar Breta um fjárkúgun
- 500 milljón bólusetningar hafa farið fram - Andar köldu milli Breta og Frakka
- Macron styður útflutningsbann - Stjórnlagadómstóll stöðvar neyðarsjóð ESB
Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþí-
ópíu, lýsti því yfir í gær að landið
myndi draga hersveitir sínar til baka
frá Tigray-héraði Eþíópíu, en þar
hafa þær verið frá 4. nóvember síð-
astliðnum.
Yfirlýsingin er talin marka vendi-
punkt í landamæraskærum sem stað-
ið hafa um lengri tíma milli ríkjanna
og aðskilnaðarsinna í héraðinu, en
hermenn beggja þjóða eru sakaðir
um alvarlega stríðsglæpi í þeim.
Stjórnvöld í Eritreu og Eþíópíu
höfðu neitað því að nokkrir erítreskir
hermenn væru í héraðinu, þar til á
þriðjudaginn að Abiy viðurkenndi til-
vist hersveitanna. Hélt hann svo í gær
í heimsókn til Asmara, höfuðborgar
Erítreu, og ræddi þar við Isaias Af-
werki Erítreuforseta um leiðir til
þess að binda endi á átökin.
ERITREA
AFP
Sættir Abiy og Afwerki funduðu í gær.
Hyggjast draga her-
sveitir sínar til baka
Alex Salmond,
fyrrverandi for-
sætisráðherra
skosku heima-
stjórnarinnar og
formaður skoska
þjóðarflokksins
SNP, stofnaði í
gær nýjan flokk,
Alba-flokkinn.
Flokkurinn styð-
ur sjálfstæði Skotlands líkt og SNP,
en Salmond sagði Alba-flokknum
ekki stefnt til höfuðs sínum gamla
flokki.
Deilur Salmonds og Nicolu
Sturgeon, eftirmanns Salmonds,
hafa verið áberandi á síðustu vik-
um, þar sem skoska þingið hefur
rannsakað hvaða þátt Sturgeon átti
í að hafin var rannsókn á Salmond
fyrir meinta kynferðislega áreitni.
Salmond segir að helsta markmið
Alba-flokksins sé að vinna að sjálf-
stæði Skotlands sem fyrst og sam-
þykkt nýrrar stjórnarskrá fyrir hið
nýstofnaða ríki.
SKOTLAND
Salmond stofnar
sinn eigin flokk
Alex Salmond
BÍLABÚÐ BENNA
KOLEFNISJAFNAR SSANGYONG benni.is
Bílasala Suðurnesja
Reykjanesbæ
Njarðarbraut 9
Sími: 420 3330
Ib bílar
Selfoss
Fossnes A
Sími: 480 8080
Bílaríkið
Akureyri
Lónsbakka
Sími: 461 3636
Bílabúð Benna
Reykjavík
Krókháls 9
Sími: 590 2020
B
ir
t
m
e
ð
fy
ri
rv
a
ra
u
m
t
e
x
t
a
-
o
g
m
y
n
d
a
b
re
n
g
l.
Elskar íslenskar aðstæður
Komdu og sjáðu Korando. Hér er á ferðinni
ótrúlega vel heppnaður sportjeppi sem er
eins og sérhannaður fyrir Ísland.
+ 163 hestöfl / 280 Nm
+ 2WD eða 4WD
+ Hægt að læsa millikassa í 4WD
Verð frá: 4.390.000 kr.
Fimm ára
ábyrgð