Morgunblaðið - 27.03.2021, Síða 29

Morgunblaðið - 27.03.2021, Síða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021 ENGINN ÐBÆTTUR SYKUR ENGIN ROTVARNAREFNI 85% TÓMATPÚRRA VI Þ egar sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda flugu fyrir var keppni í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands blásin af, öll innanfélagsmót Taflfélags Reykjavíkur og fleiri viðburðir. Vignir Vatnar Stefánsson var „krýndur“ sigurvegari Yrðlinga- móts TR en hann hafði unnið allar fimm skákir sínar en átti að tefla við helsta keppinaut sinn, Guðmund Kjartansson, í sjöttu umferð. Á skákmóti öðlinga voru Magnús Pálmi Örnólfsson og Helgi Áss Grétarsson efstir með 4½ vinning af fimm mögulegum. Þeir áttu að tefla saman í sjöttu umferð. En það var sem betur fer búið að ljúka nokkrum skákkeppnum, t.d. Íslandsmóti grunnskólasveita sem fram fór um síðustu helgi en 38 sveitir tefldu í eldri og yngri flokki. Þá lauk Skákþingi Akureyrar á dögunum með sigri Rúnars Sig- urpálssonar sem vann allar skákir sínar, sjö talsins. Skákþing Vestmannaeyja hafði þá sérstöðu að „gestur“ var á meðal keppenda. Guðmundur Kjartansson sigldi fjórum sinnum á milli lands og Eyja, tefldi 2-3 skákir í hverri ferð. Eyjamenn tóku vel á móti Guðmundi en veittu honum jafn- framt harðvítuga mótspyrnu. Til þess að Guðmundur næði markmiði sínu um stigahækkun varð hann að vinna hverja einustu skák og það gerði hann – en ekki átakalaust. Stigahækkunin fleytti honum áleiðis að 2.500 elo-stiga-markinu. Mér lék nokkur forvitni á að vita hvernig Sigurjóni Þorkelssyni, sem oftast allra hefur orðið Vestmanna- eyjameistari, myndi ganga í skák- inni við Guðmund. Þeir mættust í níundu umferð: Skákþing Vestmannaeyja 2021 Sigurjón Þorkelsson – Guðmundur Kjartansson Þessi staða kom eftir 26. leik Guð- mundar, Bh7-g8. Sigurjón gat nú leikið 27. Bxe4! Hxe4 28. Rg6+ Kh7 29. f3 og eftir 29. … Hxe3 á hann gangandi þráskák. Í raun og veru getur hann líka teflt til vinnings með 29. Rf4 sem hótar 30. f3. En í stað þess valdi hann að leika 27. Hab1 og eftir 27. … Rd6 var hann með ágæta stöðu sem tapaðist þó eftir 61 leik. Sigurjón varð efstur heima- manna, hlaut 8½ vinning af 11 og varð Vestmannaeyjameistari í 15 sinn. Í 3.-4. sæti komu Hallgrímur Steinsson og Benedikt Baldursson, báðir með átta vinninga. Giri efstur á boðsmóti Magnúsar Magnús hefur enn ekki unnið í mótaröð sem kennd er við hann og um síðustu helgi náði hann að vísu að leggja Wesley So að velli en það var í keppni um 3. sætið. Á sama tíma vann Hollendingurinn Anisyh Giri sigur í úrslitaeinvíginu við Rússann Nepomniachtchi. Norð- maðurinn féll úr keppni þegar hann tapaði fyrir Nepo í undanúrslitum en á lokasprettinum kom þessi staða upp í einni af skákum þeirra: Magnús Carlsen – Jan Nepomni- achtchi Staða hvíta kóngsins er ótrygg en ekki er svo að auðvelt að notfæra sér það, t.d. 43. … Hxe3 44. Hxg7+! o.s.frv. En Nepo fann lausnina: 43. … Kh6! 44. Kxf5 Hxe3! 45. Hc5 g6+ 46. Kg4 Hfxf3 - og við hótuninni 47. … f5+ er ekkert svar. Hvítur gafst upp. Skákdæmi Horts Á ágætri vefsíðu Chessbase birt- ast stundum skemmtilegar frásagn- ir Vlastimils Horts. Þessi tékkneski stórmeistari hefur rifjað upp kynni sín af ýmsum stórum persónu- leikum skáksögunnar og í einum pistli birti hann tvö skákdæmi. Ann- að þeirra er svona: Hvítur leikur og mátar. Birti lausnina í næsta pistli. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Ríkisstjórnin hefur lagt fram sína síðustu fjármálaáætlun og er hún hvorki fugl né fiskur. Áætlunin er ekki að blása þeim þúsundum Íslendinga sem eru atvinnulausir von í brjóst. Það er ekki verið að nota ríkisjármálin nægi- lega til þess að fjölga störfum í gegnum einkaframtakið. Hið mikla atvinnuleysi sem við glímum nú við er þjóðinni mjög dýrt svo ekki sé talað um andlega þáttinn. Í Bandaríkjunum er búið að setja 1,8 milljónir króna á hvern mann í aðgerð- ir til að fjölga störf- um. Hér er búið að setja 540 þúsund á hvern Íslending. Við erum eftirbátar ann- arra þjóða í efnahags- aðgerðum vegna veirufaraldursins. Eina sem er skýrt í þessari fjár- málaáætlun og greinilega mik- ilvægast í augum ríkisstjórn- arinnar er stefnulaus hækkun á framlögum til loftslagsmála. Hækkun sem við vitum ekki hverju skilar. Hækkun sem ekki er árangursmæld. Hækkunin nem- ur einum milljarði á ári næstu ár- in. Nær væri að setja þessa pen- inga í að búa til störf í samstarfi við einkageirann. Hækkun til loftslagsmála getur ekki verið for- gangsmál þegar þúsundir Íslend- inga eru atvinnulausir. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa greinilega ekki staðið í þeim sporum á sínu æviskeiði að vera atvinnulausir. Áætlunin er full af óraunhæfum væntingum, meðal annars er gert ráð fyrir að hingað komi tvær milljónir ferðamanna á næstu tveimur ár- um. Það er óraunhæft og sömuleiðis vænt- ingar um að hér verði áfram lágt vaxtastig þegar verðbólga fer hækkandi. Hagvaxtar- forsendur áætlunar- innar voru brostnar sama dag og hún var kynnt. Innihaldslaus fjármálaáætlun Fjármálaráðherra sagði í umræðunni á Alþingi um áætlunina að staðan væri að batna mjög hratt. Ráðherrann virðist í eigin heimi hvað það varðar. Það er fyrst og fremst einkaneysl- an og íbúðafjárfest- ingin sem gerir stöð- una betri en menn gerðu ráð fyrir. Eyðsla almennings er lykillinn að því að þetta fór ekki eins illa og stefndi í. Heimilin eru að eyða sínum sparnaði. Það geta þau ekki endalaust. Það er ekki ríkisstjórninni að þakka að staðan er ekki eins slæm og spáð hafði verið. Fjármálaáætlunin er uppfull af innihaldslausum yfirlýs- ingum. Gefin eru vilyrði fyrir fjár- festingum sem hvergi eru sýni- legar. Ekki ein króna verður sett í nýjan þjóðarleikvang svo dæmi sé tekið. Mikilvæg innviðaverkefni bíða. Kjarni málsins er þessi: Hér er ríkisstjórn sem er að fara inn í kosningar með þúsundir Íslend- inga atvinnulausa og fjármála- áætlun sem leysir engan vanda. Þannig ríkisstjórn á ekki að styðja. Hækkun til lofts- lagsmála framar atvinnulausum Eftir Birgi Þórarinsson »Ríkisstjórnin fer inn í kosningar með þúsundir Ís- lendinga at- vinnulausa og fjármálaáætlun sem leysir eng- an vanda. Þann- ig ríkisstjórn á ekki að styðja. Birgir Þórarinsson Höfundur er þingmaður Miðflokksins og situr í fjárlaganefnd Alþingis. Sigurður Stefánsson fæddist 27. mars 1744 á Höskuldsstöðum á Skagaströnd. Foreldrar hans voru Stefán Ólafsson og seinni kona hans, Sigríður Sigurð- ardóttir. Sigurður var hálf- bróðir Ólafs Stefánssonar stift- amtmanns, sem Stephensens-- ættin er kennd við. Sigurður varð stúdent frá Hólaskóla 1765 og tók guðfræði- próf frá Kaupmannahafnarhá- skóla 1767. Hann varð kon- rektor Hólaskóla 1768, fékk Möðruvallaklaustursprestakall í Hörgárdal 1773, Helgafell 1781 og var prófastur á Snæfellsnesi. Hann var biskup á Hólum frá 1789 til dauðadags, en Hólastóll var lagður niður 1801 og var Sigurður síðasti biskupinn þar. Sigurður var góður kennari og ástsæll, enda góðviljaður maður. Árið 1797 út komu fjórar bækur á Hólum, m.a. barna- spurningar í þýðingu Sigurðar. Árið eftir kom 10. útgáfa Vídal- ínspostillu, og loks minning- arritið Verdung Sigurðar Stef- ánssonar (1799) eftir Þorkel Ólafsson dómkirkjuprest. Var það síðasta bók sem prentuð var á Hólum. Kona Sigurðar var Guðríður Halldórsdóttir, f. 1740, d. 1820. Þau voru barnlaus. Sigurður lést 24. maí 1798. Merkir Íslendingar Sigurður Stefánsson Sigurður biskup Málverkið er líklega eftir Jón Hallgrímsson. Morgunblaðið/SÍ Íslandsmeistarar Skáksveit Landakotsskóla sigraði glæsilega á Íslands- móti grunnskóla, 1.-10. bekkjar. Sigursveitin frá vinstri: Iðunn Helgadóttir, Leifur Þorsteinsson liðsstjóri, Adam Omarsson, Jósef Omarsson, Jón Louie Thoroddsen og Guðmundur Kjartansson sem afhenti verðlaun Guðmundur komst í hann krappan á Skák- þingi Vestmannaeyja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.