Morgunblaðið - 27.03.2021, Síða 30

Morgunblaðið - 27.03.2021, Síða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 Litur: Svartur/Dark Ash Walnut að innan (einnig til svartur).10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flott- asta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. Samlit- aðir brettakantar, heithúðaður pallur með gúmmimottu, sóllúga. VERÐ 13.380.000 m.vsk 2021 GMC Denali Ultimate 2500 Litur: White Frost/Dark Ash Walnut að innan. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. Samlitaðir brettakantar, heithúðaður pallur með gúmmimottu, sóllúga. VERÐ 13.480.000 m.vsk 2021 GMC Denali Ultimate 2500 Undanfarin ár hefur færst í vöxt að lang- skólagengið fólk, sem ekki fær vinnuna sem það langar í og getur sýnt fram á, með vitn- isburði annars lang- skólagengins fólks, að horft hafi verið fram hjá hæfni þess, reynslu, menntun eða jafnvel kyni, sæki sér skaða- bætur í vasa skattgreiðenda. Þetta er að sjálfsögðu gert í samræmi við regluverk og kerfi sem búin eru til af öðrum sérfræðingum og samþykkt af Alþingi þjóðarinnar sem hefur um nokkurt skeið mestmegnis verið mannað skólabræðrum og skóla- systrum viðkomandi sérfræðinga. Enginn virðist sjá nein hagsmuna- tengsl í þessu fyrirkomulagi og fórn- arlömbin, þ.e. skattgreiðendur, hafa sig lítið í frammi, muldra í mesta lagi meðan fréttin er ný en eru svo fljót að gleyma. Undanfarið hefur hins vegar verið svo mikil samfella í viðburðum af þessu tagi að erfitt hefur verið að gleyma þeim og sýnist mér að hér sé á ferðinni enn einn speninn á ríkis- sjóði sem svokölluðum sérfræðingum hefur tekist að koma þar fyrir til að sjúga. Það er okkur í fersku minni að lög- fræðingar, sem nýlega höfðu fengið þriðju jötuna til að raða sér á, gerðu þetta fyrirkomulag að íþrótt sem vakti athygli á þjóðinni á heimsvísu og skapaði einnig mjög mikið starf annarra lögfræðinga við að leysa úr flækjunum, sem vonandi lýkur ein- hvern tíma. Undirritaður hefur eng- an áhuga á að blanda sér í réttmæti stöðuveitinga og starfa hins opinbera á ofangreindum forsendum og telur jafnvel að teningar eða einhvers kon- ar tilviljanakenndur útdráttur úr þjóðskrá eða öðrum gagnabönkum gætu í mörgum tilfellum gagnast þjóðinni betur en flókin og óljós reglu- verk og rándýrar nefndir. Ein myndin enn af sama meiði birtist þeg- ar opinberum starfs- mönnum er sagt upp klúðurslega af yfir- mönnum sínum. Oft virðist sem ástæðurnar séu tilviljanakenndar eða pólitískar og megi þess vegna skoðast sem mis- tök eða valdníðsla af hálfu stjórnand- ans. Það er hins vegar í fæstum til- fellum hann eða hún sem borgar brúsann enda stutt í ríkissjóð til að bæta skaðann. Mér virðist að vöxturinn í þessari „atvinnugrein“ sé orðinn svo hraður að þess verði ekki langt að bíða að neikvæðra áhrifa fari að gæta á ráð- stöfun skattatekna þjóðarinnar til heilbrigðismála, menntamála, sam- göngumála og tryggingamála ef svo heldur fram sem horfir. Enda hljóta allir að sjá að uppsprettan sú er ekki sjálfbær svo notað sé eitt af tískuorð- um sérfræðinga um þessar mundir. Það er líklega að bera í bakkafullan lækinn að taka eitt dæmi enn sem fjallar um smáræði sem nokkrir fyrr- verandi sérfræðingar Hafrann- sóknastofnunar sóttu sér nýlega til hins opinbera í skaðabætur vegna uppsagnar úr starfi enda um hjóm að ræða samanborið við það tjón sem stofnunin hefur valdið þjóðinni á und- anförnum áratugum. Nokkrir millj- ónatugir af krónum segja lítið við hliðina á allmörgum milljónum tonna sem fuðrað hafa upp í lífríki hafsins vegna langvarandi vannýtingar þorsks. Nú þorskurinn þjáður af mæðu þyrfti að ná sér í fæðu. Því rýrt var í sumar um rækju og humar og ræfill af síli og kræðu. Það hendir oft blessaðan bjálfann að berjast um matarskammt hálfan, þrá eitthvað feitt, en þykja svo leitt að þurfa að éta sig sjálfan. Að ofangreindu sögðu vil ég leyfa mér að endurvekja spurningu sem ég bar fram fyrir allmörgum árum og fékk engin svör við, sem á reyndar við um flestar spurningar mínar til sér- fræðinga þjóðarinnar hingað til. Ástæður spurningarinnar eru tvær. Annars vegar, að því er virðist, sjálf- virkur réttur til bóta og hins vegar vernduð sérréttindi sérfræðinga, með tilheyrandi frelsisskerðingu annarra, til að veita ákveðna þjónustu þó svo reynslan af ráðgjöf þeirra sé algjört klúður. Af fyrrnefndum dæmum dreg ég þá ályktun að einhverjir sérfræðingar líti á menntun sína sem fötlun og ættu þar af leiðandi að svara spurningu minni játandi. Ég skal fúslega viður- kenna að það mundi auka virðingu mína fyrir þeim verulega og væntan- lega stuðla að meiri tillitssemi af minni hálfu í þeirra garð. Er menntun fötlun? Lifið heil. Um vonbrigðabætur sérfræðinga Eftir Sveinbjörn Jónsson » Teningar eða ein- hvers konar tilvilj- anakenndur útdráttur úr þjóðskrá eða öðrum gagnabönkum gætu í mörgum tilfellum gagnast þjóðinni betur. Sveinbjörn Jónsson Höfundur er sjómaður og ellilífeyr- isþegi. svennij123@gmail.com Við Íslendingar er- um lánsamir að fjöl- mörgu leyti. Lífskjör eru góð, auðlindir mikl- ar, menntunarstig hátt og þjóðin stendur sam- an þegar utanaðkom- andi óáran herjar á okkur. En við erum líka reglulega minnt á að ekkert af þessu er sjálfgefið. Þegar jörð skelfur undir fótum okkar eða þegar samgöngur og flutningar fara úr skorðum vegna heimsfaraldurs er gott að hafa í huga að ekkert er sjálf- sagt við þau miklu lífsgæði sem við njótum. Skynsamleg auðlindanýting Mikilvæg forsenda þess að Ísland geti verið góður staður til að búa á, er að við nýtum auðlindir okkar og hugvit til að skapa verðmæti. Und- irritaður hefur að undanförnu bent á það í nokkrum greinum að tími sé kominn til að stokka upp íslenska landbúnaðarstefnu og gera umhverf- ismál að hornsteini sem allt annað hvílir á. Gera ætti ströng skilyrði um umhverfisábyrgð, gegnsæi og dýra- velferð að forsendum þess að hið opinbera styðji við landbúnað eða aðra matvælaframleiðslu. Sem betur fer eru langflestir bændur, útgerðir og aðrir, sem að þessum greinum koma, með þessi mál í mjög fínu lagi. Verðmætasköpun er grunnur lífskjara Mikil verðmætasköpun á sér nú stað í ýmsum tengdum greinum og við höfum nokkur nýleg dæmi þar sem líftæknifyrirtæki sem vinna með afurðir plantna eða dýra hafa slitið barnsskónum og eru að skila milljarða gjaldeyristekjum fyrir þjóðarbúið. Þessi fyrir- tæki eiga það sameig- inlegt að nýta hugvit og menntun til að skapa verðmæti og útflutn- ingstekjur úr hreinni íslenskri náttúru. Oft er þetta verð- mætasköpun á sviði fæðubóta- eða lyfjaiðnaðar sem ekki var til fyrir fá- einum áratugum. Vart þarf að deila um að verðmætasköpun er grund- völlur góðra lífskjara hér á landi til lengri tíma. Öflug líftæknifyrirtæki í sókn Algalíf, Ísteka, Primex, Genís og Kerecis og eru dæmi um fyrirtæki af þessum toga. Öll eiga þau það sam- eiginlegt að nýta hugvit og líftækni til að skapa störf. Öll eru þau líka til fyrirmyndar þegar kemur að um- hverfismálum, dýravelferð og öðru er lýtur að samfélagsábyrgð. Rétt er að nefna alveg sérstaklega Algalíf og Ísteka, en segja má um bæði fyrir- tæki að þau séu vaxin upp úr sprota- stiginu. Hvort um sig skapar nú um 40 vel launuð störf og bæði skila samfélaginu umtalsverðum gjald- eyristekjum. Bindur kolefni og losar súrefni Bæði þessi fyrirtæki eru einnig til fyrirmyndar í umhverfis- og sam- félagsmálum. Algalíf, sem framleiðir fæðubótarefnið astaxanthín úr plöntu-örþörungum, er líklega eitt af fáum fyrirtækjum landsins sem bindur meira kolefni en það losar. Þetta skýrist af því að hliðarafurð þess er ekki kolefni sem þarf að jafna eins og hjá flestum, heldur súr- efni sem losað er út í andrúmsloftið. Sérstakir samningar um dýravelferð Líftæknifyrirtækið Ísteka er eina afurðafyrirtækið í íslenskum land- búnaði sem gerir dýravelferðar- samninga við alla þá bændur sem það skiptir við. Fyrirtækið fram- leiðir verðmætt lyfjaefni úr hryssu- blóði. Allt ferlið er vottað og undir eftirliti dýralækna og innlendra og erlendra stofnana. Líftækni- fyrirtæki af þessu tagi eru afar mik- ilvæg fyrir Ísland. Þau fimm fyrir- tæki sem nefnd voru hér að framan, skila líklega fjórum til fimm millj- örðum króna af gjaldeyri til þjóð- arbúsins á ári. Fyrir utan auðvitað að skapa samanlagt um 150 störf. Nýsköpun með líftækni skapar milljarða í útflutningstekjur Eftir Svavar Halldórsson »Nýsköpun með líf- tækni er afar mik- ilvæg fyrir Ísland. Fyrirtækin skapa góð störf og verðmætasköp- unin skiptir milljörðum króna á ári í gjaldeyri. Svavar Halldórsson Höfundur er sérfræðingur í matar- menningu, stefnumótun og markaðs- málum. svavar@rabb.is Nú er Mottumars í fullum gangi. Í mars leggur Krabbameins- félagið sérstaka áherslu á krabbamein karla út frá ólíkum sjónar- hornum. Þá er vert að rifja upp að mikill meirihluti karla með krabbamein treystir engum öðrum en maka sínum fyrir erfiðum til- finningum, áhyggjum og vanlíðan. Þessir makar þurfa því að bera þrautir og áhyggjur karla sinna en þar að auki takast á við eigin kvíða og vanlíðan. Ráðgjafarþjónusta Krabbameins- félagsins veitir mökum faglegan stuðning endurgjaldslaust. Þar starfa sálfræðingar, félagsráðgjafar og hjúkrunarfræðingar. Makarnir Það er löngu orðið tímabært að skapa vettvang þar sem makar karla með krabbamein geta hist og fundið stuðning hjá öðrum mökum í sömu stöðu. Framför, félag karlmanna með krabbamein í blöðruhálskirtli, und- irbýr nú stofnun stuðningshóps fyrir maka karla með krabbamein í blöðru- hálskirtli, en það er algengasta krabbamein karla. Nánari upplýsingar um framför má nálgast á www.framför.is Karlarnir Karlar sem leita stuðnings fagfólks eru oftar en ekki að biðja um aðstoð við að finna svör við áleitnum spurn- ingum. Þeir hafa ákveðnar afmarkaðar spurningar, eru lausna- miðaðir og vilja stutt hnitmiðuð svör. Reynsl- an hefur þó sýnt að meirihluti þeirra er op- inn fyrir dýpri samtölum hafi þeir á annað borð náð að koma öðrum fæt- inum inn fyrir dyrakarminn. Samvera með öðrum körlum með svipaða reynslu hefur líka reynst mörgum vel. Hægt er að nálgast upplýsingar um þessi mál á vefsíðunni karlaklefinn.is Makar karla með krabbamein Eftir Ásgeir R. Helgason Ásgeir R. Helgason » Það er löngu orðið tímabært að skapa vettvang þar sem makar karla með krabbamein geta hist og fundið stuðning hjá öðrum mökum í sömu stöðu. Höfundur er dósent í sálfræði við HR. Sérfræðingur hjá Krabbameinsfélag- inu. asgeir@krabb.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.