Morgunblaðið - 27.03.2021, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 27.03.2021, Qupperneq 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021 ✝ Erla Ólafsdóttir Stolzenwald fæddist að Heima- götu 30 í Vest- mannaeyjum 26. maí 1932. Hún lést á lyflækningadeild HSU 16. mars 2021. Foreldrar hennar voru Ólafur Karel Ingvarsson verslun- armaður frá Minna- Hofi, f. 27.6. 1902, d. 6.8. 1959, og Steinunn Guð- mundsdóttir frá Norðfirði, f. 14.1. 1906, d. 14.4. 1985. Erla var eina barn foreldra sinna. Nokkurra mánaða gömul flutti hún með þeim í Neskaupstað. Þau flytja á Hellu 1944 og fór faðir hennar að vinna sem verslunarmaður hjá Kaupfélaginu. Eiginmaður Erlu til 36 ára var Rudólf Þórarinn Stolzenwald, f. 23.8. 1928, d. 1. maí 1987, og gengu þau í hjónaband 26. maí 1951. Þau eignuðust saman þrjú börn. 1. Sólveig Stolzenwald, f. 4.5. 1952, eiginmaður Hjörtur Guð- jónsson, f. 28.8. 1943, og eiga þau tvær dætur, Elínu, f. 1972, sambýlismaður hennar er Viðar Rúnar Guðnason, f. 1971, og Ragnhildi Erlu, f. 1973, eig- ill Elfar, f. 2001, og er móðir þeirra Hulda Björk Garðarsdótt- ir. Valdís Eva er í sambúð með Daða Hafsteinssyni og er barn þeirra Stefán Kári, f. 2020. Fyrir eiga þau Alexöndru Evu Gunn- arsdóttur og Benedikt Daðason. Erla og Rudólf hefja búskap í Bræðraborg á Hellu 1952 og bjuggu þar í eitt ár. Þaðan flytja þau í Dísukot í Þykkvabæ þar sem Rúdólf tekur við sem fram- kvæmdastjóri hjá Vinnufata- gerð Suðurlands. Haustið 1955 flytja þau aftur að Hellu og byggja sér hús að Leikskálum 2, þar sem þau ólu börnin sín þrjú upp. Erla vann hjá tengdaföður sínum Helmuth Stolzenwald þar til hún fór að eignast börnin og vann því mest við heimilið en var viðloðandi störf með Rudólf á saumastofu sem þau stofnuðu saman. Seinna fór hún að starfa sem matselja á hinum ýmsu stöðum. Grillskálanum Hellu, Dvalarheimilinu Lundi, Slát- urfélagi Suðurlands og sem ráðskona fyrir vinnuflokk í Þórsmörk um nokkurra ára skeið. Fjölskyldan var þó ávallt í fyrirrúmi og voru ferðalög, matargerð, hönnun og hátíska hennar aðaláhugamál. Útför Erlu fer fram frá Odda- kirkju í dag, 27. mars 2021, og hefst athöfnin klukkan 13. At- höfninni verður streymt á: https://www.ebkerfi.is/ streymi Virkan hlekk má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat inmaður hennar er Svanur Sævar Lár- usson, f. 1972. Elín á tvær dætur með Sverri Norfjörð, þær Írenu Sólveigu, f. 1995, og Rebekku Rut, f. 1997. Börn Viðars Rúnars eru Sunna Líf, Arna Sif og Rúnar Darri. Dóttir Ragnhildar Erlu og Svans Sæv- ars er Margrét Rós, f. 1998. 2. Gústav Þór Stolzenwald, f. 22.3. 1955, eiginkona er Sig- urlinn Sváfnisdóttir, f. 16.10. 1960. Börn Gústavs eru: Ester Rós, f. 1975, móðir hennar er Kristín Vignisdóttir. Sigurður, f. 1986, og Steinunn, f. 1989, móðir þeirra er Sigríður Hafstað. Sam- býlismaður Esterar er Sigurður Anton Ólafsson. Þau eiga saman þá Ólaf Gústav, f. 2015, og Bene- dikt Kára, f. 2016. Ester á Valdi- mar, f. 1999, og Bjarka, f. 2005, með Sæmundi Valdimarssyni. Sambýliskona Sigurðar er Lilja Sigríður Jónsdóttir. Sambýlis- maður Steinunnar er Óskar M. Blomsterberg. 3. Ólafur Egill Stolzenwald, f. 8.10. 1961. Börn hans eru Valdís Eva, f. 1988, fósturdóttir, og Eg- Glæsileiki og göfuglyndi eru hástemmd orð en tóna þó vel við umhyggju og fórnfýsi. Þeir voru fáir dagarnir sem eitthvert okkar upplifði ekki eitthvað af þessu öllu eða bara allt saman. Mamma okkar hún Erla Ólafsdóttir Stol- zenwald var meistari í að láta væntumþykju sína flæða yfir sitt fólk, með spurningum og svörum sem einkenndu alúð hennar og nærgætni. Á yngri árum lentum við, börnin hennar og síðar barnabörn, í að þiggja af henni hvaðeina, hlýjan fatnað og nesti ef til dæmis átti að fara í útilegu eða langferðir. Það má segja að hún hafi kennt okkur gjafmildina með þessu, svo vel vorum við jafnan búin af kræsingum og hlýjum fatnaði af hennar hendi. Samferðafólk okkar naut góðs af og við lærðum að gjafmildi getur svo vel, gagnast öllum. Straumhvörf urðu í lífi hennar við fráfall eiginmannsins Rúdólfs Þórarins Stolzenwald árið 1987, en þau höfðu þá verið gift í 36 ár, og höfðu þekkst nokkuð lengur. Þau voru einu unglingarnir í þorpinu þegar Hella var að byggj- ast upp. Við systkinin erum sammála um að mikil samheldni hafi ein- kennt fjölskyldu okkar og gert hana sterkari til að takast á við jafnt áföll sem og ævintýri lífsins. Jákvæðni var aðalsmerki mömmu Erlu og bar hún þann fána af mik- illi reisn fram að síðasta andar- drætti, en það síðasta sem hún sagði við hjúkrunarfræðinginn, þegar hún lá banaleguna var: „Eiginmaðurinn minn er að koma að sækja mig, hann veit hvernig þetta er,“ og bros lék um varir hennar. Þær eru svo margar minningar okkar með mömmu sem við mun- um geyma í hjörtum okkar um ókomna tíð. Allir voru alltaf taldir með og þeim mun fjölmennari sem fjölskylduhátíðirnar urðu, þeim mun betri. Erla var listunnandi, hún elskaði músík og hún elskað myndlist. Hún lærði á gítar ung stúlka, en hógværðin átti kannski þátt í að lítið var gert með þá hæfi- leika. Á seinni árum fór hún að mála sér til ánægju og þar lágu hæfileikar, sem komu ekki alveg á óvart, því það sem hún gerði, gerði hún vel. Við systkinin kveðjum þessa drottningu með söknuði og trega og vonum að hennar hásæti sé víð- ar en hér. Mamma Hjartað varð að steini um stund. Þú ein hefur fylgt mér hvert eitt skref minn skjöldur mín hlíf. Kvaddir af sömu reisn og þú hafðir lifað. Ég varð munaðarlaus drengur á eftirlaunum þetta stundarkorn. (Gústav Þór Stolzenwald) Sólveig Stolzenwald Gústav Þór Stolzenwald Ólafur Egill Stolzenwald. Þakklæti er ofarlega í huga þó að sorgin sé mikil, nú þegar amma Erla hefur kvatt okkur. Við erum þakklát fyrir samverustundirnar, kossana, faðmlögin, ráðin, hlátur- inn, tárin og einstaka skammir fyrir prakkarastrik. Amma var alltaf meira en fús til skrafs og ráðagerða. Í því fólst m.a. að deila uppskriftum að kjötsúpum og veita hollráð og hughreystingu þegar þurfti og allt þess á milli. Amma var mörgum kostum gædd sem við fengum öll að njóta góðs af. Það er okkur sérstaklega minnisstætt hvað hún samgladdist öðrum. Hún var mikil stuðnings- kona okkar allra og þó svo að hún gæti ekki tekið jafn mikinn þátt síðustu árin í ævintýrum og ferða- lögum eins og við hefðum öll viljað, færði það henni ómælda ánægju vitandi af okkur hinum saman komnum. Minningarnar sem við eigum af þér eru fjársjóður sem við munum varðveita. Við munum halda áfram að vera góð við hvert annað og halda minningu þinni á lofti. Orðstír deyr aldrei, þeim er góð- an getur. Elsku amma Erla, sofðu rótt. Erla, góða Erla! ég á að vagga þér. Svíf þú inn í svefninn í söng frá vörum mér. Kvæðið mitt er kveldljóð, því kveldsett löngu er. Úti þeysa álfar um ísi lagða slóð. Bjarma slær á bæinn hið bleika tunglskinsflóð. Erla, hjartans Erla, nú ertu þæg og góð. Æskan geymir elda og ævintýraþrótt. Tekur mig með töfrum hin tunglskinsbjarta nótt. Ertu sofnuð, Erla? Þú andar létt og rótt. Hart er mannsins hjarta, að hugsa mest um sig. Kveldið er svo koldimmt, ég kenni í brjósti um mig. Dýrlega þig dreymi og Drottinn blessi þig. (Stefán frá Hvítadal) Sigurður og Steinunn. Svo hljóð er þögnin himinn leggst á grúfu og heldur fast um hverja litla þúfu og liggur kyrr –en blómin björtu titra og biðja bara um tár sem ennþá glitra En mitt í hjarta lífsins vonin vaknar og vefur örmum þig sem dagsins saknar og leiðir burt með höndum undurblíðum að brjósti alls sem er og var og verður. Og sjáðu Í hvítum skýjum vængjum blaka englarnir sem yfir okkur vaka. (Höf. ERA) Þá er komið að kveðjustund elsku amma. Við kveðjum þig með söknuði og lífið verður tóm- legt án þín. Við erum þakklát fyr- ir öll árin sem við fengum með þér og fyrir góðu minningarnar okkar saman. Þín verður sárt saknað. Ester, Sigurður (Siggi), Valdimar, Bjarki, Ólafur Gústav og Benedikt Kári. Erla Ólafsdóttir Stolzenwald varalit, smeygði sér í bleika kápuna og hælaskóna, tilbúin til brottfarar. Þannig sjáum við hennar síðustu andartök og á þeirri stundu braust sólin fram í gegnum rigningarskýin og bauð hana velkomna inn í ei- lífðina. Fríða og Bjarney „Verið velkomin“ segir nota- legasta rödd sem ég hef heyrt, og í dyragættinni á Seglbúðum stendur Dúna frænka, brosandi með opinn faðm. Ég fæ yl í hjartað þegar ég hugsa til allra minninganna sem ég á um Dúnu frænku. Ef ég ætti að skrifa þær allar nið- ur yrðu þær efni í heila bók. Sunnudagslærið, rabarbar- agrauturinn og heimabökuðu tvíbökurnar, flatkökur með heimatilbúinni kæfu, nýupp- teknar kartöflur, kássan og Dúnusmákökur er eitthvað sem kemur strax upp í hugann þeg- ar ég hugsa til hennar. Skondið að hugsa til þess að þetta er allt matarkyns, en ef það er eitthvað sem vekur góðar minningar þá er það við mat- arborðið í Seglbúðum. Brakið í hvíta bekknum, ilm- urinn af matnum, rósir úr gróðurhúsinu og fróðlegar samræður er nokkuð sem ég mun aldrei gleyma. Svo dáðist ég alltaf að Dúnu fyrir það hvað hún var tignarleg, alltaf svo bein í baki. Ein af bestu minningunum sem ég á er af okkur Dúnu spjalla saman, seint að kvöldi inni í eldhúsi. Ætli ég hafi ekki verið 11 ára gömul. Ég gat ekki sofnað vegna heimþrár, var að bíða eftir frænkum mínum sem voru væntanlegar daginn eftir. Dúna knúsaði mig fast og inni- lega, gaf mér smáköku og mjólkurglas og sagði mér sög- ur til þess að láta mér líða bet- ur. það var eitthvað sem Dúna veitti mér þá var það vænt- umþykja og kærleikur. Þegar ég lít til baka og hugsa til hennar átta ég mig á að hún hefur verið mín helsta fyrir- mynd í lífinu. Ég heyrði hana aldrei tala illa um nokkurn mann, hún var hörkudugleg, bein í baki og brosandi, ótrúlega mannglögg og fróð um svo margt. Þegar ég þurfti á stuðningi að halda í gegnum erfiðleika var Dúna til staðar og fyrir það verð ég ævinlega þakklát. En skemmtilegast í heimi var þegar Dúna fékk hláturs- kast. Ég held að ég hafi aldrei heyrt hana hlæja eins mikið og þegar ég settist í sófann í Segl- búðum og braut hann. Hlát- urinn hennar var óstöðvandi og það bætti svo sannarlega upp vandræðaganginn yfir að hafa brotið sófann. Minningin um sterka, öfluga, ljúfa og skemmtilega frænku mun svo sannarlega lifa í hjarta mínu. Með þakklæti og ást kveð ég Dúnu frænku. Kristín Þórsdóttir. Ef við ættum að lýsa Dúnu frænku í einu orði þá væri það hlýja. Manni leið alltaf vel í hennar nærveru. Þegar við komum í heimsókn í Seglbúðir var tekið á móti okkur opnum örmum og það var eitthvað svo notalegt að setjast á harðan eldhúsbekkinn og gæða sér á ekta íslenskum sveitamat. Matarástin á Dúnu var sannarlega mikil. Kvöldkaffið á hverju kvöldi á slaginu klukkan 10 er okkur minnisstætt með heimabökuð- um flatkökum, heimsins bestu kæfu (frosinni) í sneiðum og auðvitað brownies. Maður fór alltaf sæll að sofa í Seglbúðum. Að fá tækifæri til að vera í sveitinni sem barn, fara á hest- bak, leika sér í hrauninu, taka þátt í heyskapnum, rölta að Grenlæk og Tröllshyl, og svo síðar að fara með Dúnu og Jóni í göngutúr um skógræktina þeirra og mæta í réttir á haust- in, voru mikil forréttindi sem við munum alltaf búa að. Þegar kominn var tími til að kveðja stóðu Dúna og Jón á planinu og veifuðu okkur þar til bíllinn var kominn úr aug- sýn. Svona á að kveðja fólk og svona viljum við kveðja þig. Góða ferð elsku Dúna. Ragnhildur, Sigurður og Gunnar. Elsku Dúna frænka hefur kvatt þessa veröld. Er ég kom fyrst til Seglbúða, ung feimin stúlka með mínum kærasta Jó- hanni heitnum, þá var vel tekið á móti mér og mér fannst ég strax verða ein af fjölskyld- unni. Það var gott að koma til Dúnu og Jóns í Seglbúðum. Tekið var á móti okkur með heitri máltíð sem smakkaðist best af öllum og kvöldkaffið var alltaf ljúft og gott. Gest- risni hennar var einlæg og mikil. Hún var rammíslensk og veitingar ekki skornar við nögl. Alltaf vorum við velkomin og máttum dvelja svo lengi sem okkur lysti því Dúna og Jón voru gædd þeirri rósemi hug- ans sem er svo dýrmæt í hraða nútímasamfélags. Dúna átti mörg áhugamál. Hún prjónaði mikið og heklaði, var mikil garðyrkjukona, bæði með grænmeti og rósir. Ilm- andi rósir minna mig í dag á rósirnar á eldhúsborðinu í Seglbúðum. Skógræktin var stórkostleg. Litlir græðlingar settir niður í sandinn og hlúð að greinunum á sem bestan hátt og upp uxu stór falleg tré. Margs er að minnast og eru mér mjög minnisstæðar ferð- irnar sem ég fór til Dúnu og Jóns í sauðburðinum með börn- in mín að fylgjast með er lömb- in komu í heiminn. Alltaf líf og fjör og ekki gleymum við því er Dúna setti lítið lamb í bakaraofninn til að halda á því hita. Að leiðarlokum kveð ég elskulega konu er ég kalla frænku mína með broti úr ljóði eftir Einar Benediktsson: Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. Hún hvíli í friði. Með sam- úðarkveðju. Ingibjörg St. Sigurðardóttir. Marrið í eldhúsbekknum, raddir ykkar Jóns frá eldhús- inu á morgnana, frosna kæfan, heimatilbúnu flatkökurnar, kássan, göngutúrar hjá Gren- læk og skóginum hans Jóns, réttirnar og kvöldkaffið eru minningar sem eru mér ofar- lega í huga. Hlýja brosið þitt, góðlegu augun þín og umhyggjan sem skein af þér er einnig það fyrsta sem kemur í huga minn þegar ég hugsa til þín, elsku Dúna. Eins erfitt og það er að vita til þess að ég muni ekki hitta þig aftur í Seglbúðum, þá veit ég að þú ert núna komin til elsku Jóns og elsku afa Sigga. Elsku Dúna, takk fyrir að hafa verið í lífi mínu, takk fyrir alla væntumþykjuna, takk fyrir að taka alltaf svona vel á móti okkur í Seglbúðum, takk fyrir allar yndislegu minningarnar og takk fyrir allar góðu hugs- anirnar þegar við Svavar vor- um að reyna að eignast hann Eyþór okkar. Þú munt alltaf eiga sérstak- an stað í hjarta mínu. Þórunn Þórsdóttir. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Systir okkar, GUÐRÚN SIGRÍÐUR ÓLADÓTTIR, Gudrun S Berg, lést á Flórída í Bandaríkjunum 18. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Jóna Sigurbjörg Óladóttir Sævar Karl Ólason Bergljót Valdís Óladóttir Sigurður Hilmar Ólason Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA ÓLAFSDÓTTIR STOLZENWALD, fyrrum til heimilis í Nestúni 10, Hellu, verður jarðsungin frá Oddakirkju laugardaginn 27. mars klukkan 13. Vegna samkomutakmarkana er athöfnin aðeins opin boðsgestum, en henni verður útvarpað við kirkjuna og streymt. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlát eða www.ebkerfi.is/streymi Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.