Morgunblaðið - 27.03.2021, Page 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021
✝
Sigríður Guðný
Kristjáns-
dóttir, húsfreyja og
bóndi á Snart-
arstöðum, fæddist
12. desember 1934.
Hún lést á sjúkra-
húsinu á Akureyri
15. mars 2021.
Foreldrar Sig-
ríðar voru María
Ólöf Sigfúsdóttir, f.
29.5. 1902, d. 6.4.
1939, og Kristján Guðmundsson,
f. 18.12. 1891, d. 2.3. 1943, frá
Raufarhöfn. Hún var eina barn
foreldra sinna.
Sigríður giftist 12.12. 1957,
Sigurði Ingimundarsyni, bónda
á Snartarstöðum, f. 10.5. 1913,
d. 25.2. 2008.
Börn Sigríðar og Sigurðar
eru: 1) Guðný María, bóndi á
fellsbæ, f. 21.7. 1971, gift Sól-
mundi Oddssyni kjötiðn-
aðarmeistara og eru börn þeirra
Lýdía Hrönn, f. 29.4. 1998, og
Katrín Huld, f. 17.2. 2000.
4) Halldóra, lögg. sjúkraþjálf-
ari í Hveragerði, f. 5.8. 1973,
gift Einari Michael Guðjónssyni
og eru börn þeirra Natalía Rut,
f. 7.2. 2001, Camilla Rós, f. 12.7.
2004, og Victoría Rán, f. 13.4.
2008.
Sigríður fæddist á Rauf-
arhöfn en um 8 ára aldur hafði
hún misst báða foreldra sína úr
berklum. Í Skinnalóni á Mel-
rakkasléttu dvaldist hún til
nokkurra ára hjá föðursystur
sinni en sótti barnaskóla í Núpa-
sveit. Um fermingaraldur kom-
hún sem barnapía til Didda og
Lólóar á Hvoli. Hún fór svo í
Húsmæðraskólann á Laugum og
upp úr tvítugu byrjuðu þau Sig-
urður að reisa sér hús á landi
Snartarstaða, þar sem hún hef-
ur alla tíð búið.
Sigríður verður jarðsungin
frá Snartarstaðakirkju í dag, 27.
mars 2021, kl. 14.
Ærlæk, f. 21.4.
1961, gift Jóni Hall-
dóri Guðmunds-
syni, f. 1.9. 1958, d.
8.2. 2016, og eru
börn þeirra Sig-
urður Ægir, f. 18.9.
1984, kvæntur Lín-
eyju Höllu Krist-
insdóttur og eiga
þau tvo drengi, Jón
Sölva og Elías Dór;
Sigríður Harpa, f.
9.9. 1988, í sambúð með Magnúsi
Gunnlaugssyni; og Sylvía Dröfn,
f. 4.8. 1994.
2) Kristjana Ólöf, lögg. end-
urskoðandi í Reykjavík, f. 31.1.
1964, í sambúð með Gunnari
Braga Ólasyni, doktor í efna-
fræði, og er dóttir þeirra Gunn-
hildur Diljá, f. 24.11. 2000.
3) Inga Friðný, bókari í Mos-
Elsku móðir mín er látin, hún
féll frá mánudaginn 15. mars eftir
stutta legu á sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri. Alltaf fannst mér jafn
notalegt og gaman að koma til
mömmu sem bjó á Snartarstöðum
í Núpasveit. Þangað var langt að
fara til hennar frá Reykjavík en
alltaf fannst mér það bestu fríin
og mesta hvíldin í því að fara
þangað í fríum. Það var oft spilað
en það fannst henni gaman og far-
ið í bíltúra og heimsóknir til Rauf-
arhrafnar þaðan sem hún var og
bjó sem krakki. Einnig fannst
henni gaman að allri handavinnu
og oft sátum við og saumuðum
saman yfir sjónvarpi eða útvarpi á
kvöldin, þeirra stunda mun ég
sakna mikið og verunnar með þér.
Hvíldu í friði elsku mamma.
Kristjana Ólöf.
Elsku mamma mín, þá er kallið
komið og pabbi kominn að sækja
þig.
Ég veit hann hefur tekið vel á
móti þér og vafið þig örmum sín-
um. Mér er þakklæti efst í hug
fyrir þann tíma sem ég fékk með
þér og allt sem þú kenndir mér, að
elda, baka, prjóna, hekla og sauma
út. Þó að heklið hafi ekki gengið
nógu vel hjá mér, alla vega ekki á
unglingsárum, fannst mér svo
gaman að því að eftir að ég fór á
námskeið í taumálun vildir þú
læra það. Og það gekk svo vel hjá
þér, handklæði, dúkar, svuntur og
fjölnota pokar, allt svo vel gert því
þú varst einstaklega vandvirk.
Já, allt lék í höndunum á þér
hvort sem það var handavinna,
saumaskapur, matargerð, bakst-
ur, að mála glugga eða smíða
blómaborð. Þú kenndir mér að
gera heimsins bestu fiskibollur og
vona ég svo sannarlega að ég geti
haldið því áfram. Hagsýni, skyn-
semi og nægjusemi hafðir þú að
leiðarljósi og hugsaðir þig alltaf
tvisvar um áður en hlutum var
hent. Nú, það gæti verið hægt að
nýta í eitthvert annað hlutverk.
Ég man þegar ég var krakki að við
fórum með þér út í Núpsvík að
tína bobba (það sem heitir víst
kuðungar) sem sátu utan á stein-
um í fjörunni, svo fórum við heim
með þá og hreinsuðum innan úr og
þurrkuðum. Límdum svo utan á
krukkur og hólka til að búa til box
og vasa. Veit ekki hvar þú fékkst
hugmynd að þessu en þetta var
gaman.
Minnisstæðir eru mér sunnu-
dagsbíltúrar inn í Ásbyrgi með
rjómapönnukökur í boxi og kakó á
brúsa. Útilegur austur á Vopna-
fjörð og Egilsstaði. Eða bara að
sitja í sólinni á stéttinni vestan við
húsið. Allt eru þetta góðar minn-
ingar af góðum stöðum.
Og þú vildir alls ekki heyra
minnst á elliheimili, sagðist hafa
byggt þetta hús á Snartarstöðum
og hér ætlaðir þú að vera eins
lengi og mögulegt væri. Enda
tókst þér það alveg til 86 ára ald-
urs.
Ég vona svo sannarlega að þú
njótir hins nýja verkefnis sem nú
tekur við á nýjum stað, elsku móð-
ir góð.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Þín dóttir,
Inga Friðný Sig.
Mig langar að skrifa nokkur
minningarorð um hana Siggu á
Snartarstöðum, hún var tengda-
móðir mín.
Okkar fyrstu kynni voru á frek-
ar á lágstemmdum nótum, hafði
ég frétt af því að hún hefði fengið
kunningja úr sveitinni til að
hringja í vin sinn austur á landi til
að spyrja hann hvers konar maður
ég væri. Það var vegna þess að
hún hafði áhyggjur af ungri dóttur
sinni, Ingu, sem var farin að leita
ásta og í framhaldi féll ég í þann
ástarvef. Söguna fékk hún og var
hún á þá leið að ég væri frekar fyr-
irferðarmikill og afar mikill gleði-
bolti, en þá ætti ég ágætiskafla.
Og til að toppa þetta þá var ég bú-
inn að eignast barn fyrir tvítugt.
Sigga, sem unni sínum vel, vildi nú
hafa mig í svolítilli fjarlægð til að
byrja með enda kannski var hún
að vona að þetta skot okkar Ingu
myndi fjara út. En svo var ekki og
við Sigga sættumst og kann ég
henni mjög góða sögu. Mér var
líka ljóst að barnæska hennar
hafði tekið í, því hún missti móður
sína þegar hún var um tveggja ára
og föður sinn um átta ára aldur-
inn. Hún gerði allt til að ég fengi
uppáhaldsmatinn minn hjá henni,
já í hvert sinn sem ég kom í Snart-
arstaði, silungasúpa, fiskibollur,
brúna súkkulaðikakan og ég tala
nú ekki um randalínurnar sem
voru alltaf til staðar fram til síð-
asta dags. Sigga var mikil fyrir-
mynd, hæglát og undi sér vel
heima við. Eitt sinn þegar við Inga
vorum að fara keyrandi til
Reykjavíkur þá sagði hún frekar
hvöss við mig: „Það er eins gott að
þú farir hægt svo þú komist
fljótt.“ Ég var talsverðan tíma að
átta mig á hvað þetta þýddi en
þetta er auðvitað svo satt. Eitt af
því fyrsta sem ég tók eftir og
fannst skrítið var að hún var oft að
þvo plastpoka og hengja þá upp á
snúru til þerris. Ég spurði hana
(sennilega um 1990) hvers vegna í
ósköpunum hún gerði þetta. Svar-
ið kom fljótt, nú þetta er plast og
það á ekki að henda því og auðvit-
að á að nota það eins oft og hægt
er sem í dag er svo satt, hún var
svo hagsýn og nægjusöm og í
þeim efnum svo langt á undan
sinni samtíð.
Sigga, ég vil þakka fyrir mig þú
munt eiga stað í hjarta mínu. Og
ef þú og Siggi getið þá vona ég að
þið lítið nú eftir okkur. Ég vona að
nýja heimilið þitt verði hlýtt og
notalegt eins og það gamla. Elsku
mágkonur, makar og börn, hér var
góð kona á ferð og ég vona að við
öll getum hlýjað okkur við góðar
minningar um góða og elskulega
konu.
Að lokum langar mig að segja
frá einu hugarangri sem hún olli
mér þegar ég var í heimsókn.
Fyrsta kvöldið sem við sátum í
stofunni hjá henni þá segir hún
upp úr þurru, viltu heyra gátu? Ég
játti því.
Þetta var skilið eftir svona rétt
fyrir svefninn og ekki var sofið
mikið þá nótt, en á endanum kom
svarið daginn eftir svona með
minni rökfærslu í sambland við
rétta svarið. Jæja, hún er svona:
Ég og granni minn, konan mín
og konan hans fórum að tína egg.
Við fundum eitt hreiður, í því voru
fimm egg, hvert okkar tók eitt egg
en samt var eitt egg eftir. Hvernig
er þetta mögulegt?
Þinn tengdasonur,
Sólmundur Oddsson.
Elsku amma. Það er sárt að
þurfa að kveðja þig og mun ég
sakna þín. Ég kveð með hlýjar
minningar í hjarta og er þakklát
fyrir allar þær góðu stundir sem
við höfum átt saman. Það var alltaf
gaman og notalegt að koma til þín
og dvelja hjá þér í nokkra daga,
mun alltaf muna það þegar þú
kenndir mér spilið marías þegar
ég var yngri, við spiluðum það oft
á dag en á hverju ári þurftir þú að
rifja það upp fyrir mér og þú varst
alltaf tilbúin að gera það. Ég mun
minnast allra þeirra yndislegu
kvölda sem við spiluðum saman,
drukkum kakó og borðuðum kruð-
ur. Þú varst alltaf dugleg að baka,
þú bakaðir besta bakkelsið og
bauðst alltaf upp á gómsæti þegar
þú fékkst heimsóknir. Ég mun
aldrei gleyma góðmennsku þinni
og hlýju, er mjög þakklát fyrir
þann tíma sem ég fékk að vera
með þér.
Hvíldu í friði.
Gunnhildur Diljá.
Sigríður Guðný
Kristjánsdóttir
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGUNN EYJÓLFSDÓTTIR,
lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk 13. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð og sérstakar þakkir fær starfsfólk
Markar fyrir nærgætna og góða umönnun.
Elísabet Valtýsdóttir Gísli Skúlason
Kristín Valtýsdóttir Þórður D. Bergmann
Margrét V. Zachariassen Henrik Zachariassen
Anna María Valtýsdóttir
barnabörn og langömmubörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR OLSEN,
Undirhlíð 3,
Akureyri,
lést 17. mars. Útför hans fer fram frá
Akureyrarkirkju miðvikudaginn 31. mars klukkan 13.
Vegna aðstæðna í samfélaginu verða einungis nánustu
ættingjar viðstaddir en athöfninni verður streymt á
facebooksíðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – beinar
útsendingar.
Vigdís María Jónsdóttir
Ingvar Árni Olsen Hólmfríður Sigurðardóttir
Jóhann Pétur Olsen Hjördís Stefánsdóttir
Guðm. Þór Guðmundsson Helena Supee Jaimon
Díana Björk Olsen Valur Rafn Valgeirsson
afa- og langafabörn
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Óli Pétur
Útfararstjóri
s. 892 8947
Hinrik Valsson
Útfararstjóri
s. 760 2300
Dalsbyggð 15, Garðabæ
Sími 551 3485
osvaldutfor@gmail.com
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sendu
okkur hlýjar kveðjur, falleg orð og faðmlög
við andlát og útför okkar ástkæra sonar,
föður, tengdaföður og afa,
GARÐARS JÓNSSONAR,
öryggisstjóra Icelandair,
Akranesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflæknisdeildar HVE Akranesi og
til samstarfsfólks hans hjá Icelandair.
Minningin lifir.
Alma Garðarsdóttir
Jón Gunnar Garðarsson Lilja Guðmundsdóttir
Hafþór Ingi Garðarsson Melika Sule
Lilja Bjarklind Garðarsdóttir Oliver Darri Bergmann
Stefán Kaprasíus Garðarss.
og barnabörnin
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS SIGURÐSSON
múrarameistari frá Vestmannaeyjum,
Stórakrika 1, Mosfellsbæ,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítala
15. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Dóróthea Einarsdóttir
Kristín Magnúsdóttir Sigurgeir K. Ársælsson
Sigurður Magnússon Sigríður Hálfdánardóttir
Einar Sveinn Magnússon Hrafnhildur Sveinbjörnsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGIGERÐUR KARLSDÓTTIR,
lést fimmtudaginn 4. mars á Sólvangi í
Hafnarfirði. Jarðarförin hefur farið fram
í kyrrþey að hennar ósk.
Þökkum auðsýnda samúð, sérstakar þakkir til starfsfólks
Sólvangs fyrir mikinn hlýhug og frábæra umönnun.
Tinna Rut Njálsdóttir
Haraldur Njálsson
Þórunn Njálsdóttir
og fjölskyldur
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar