Morgunblaðið - 27.03.2021, Page 46
46 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021
Fæst í apótekum, heilsuhúsum og heilsuhillum stórverslanna.
50 ára Lára er Reyk-
víkingur, ólst upp í
Háaleitishverfinu og
býr í Norðurmýri. Hún
er stærðfræðikennari
og íslenskukennari að
mennt frá Kennarahá-
skóla Íslands. Hún
hefur starfað í fjöl-
miðlum frá 2005 en er nýtekin við
starfi samskiptastjóra hjá fjárfesting-
arsjóðnum Aztiq Funds. Lára er í hljóm-
sveitinni Smyrlunum.
Maki: Haukur Hatlemark Olavsson, f.
1970, verslunarstjóri hjá Pennanum-
Eymundssyni í Kringlunni og Hall-
armúla.
Börn: Lilja Sóley, f. 1990, Iðunn Hulda,
f. 1994, Helga Rut, f. 1996, Hekla Sól,
f. 1999, og Haukur Lár, f. 2004. Barna-
börnin eru orðin þrjú og eitt á leiðinni.
Foreldrar: Ómar Ragnarsson, f. 1940,
frétta- og dagskrárgerðarmaður, og
Helga Jóhannsdóttir, f. 1942, fv. for-
stöðumaður og borgarfulltrúi. Þau eru
búsett í Reykjavík.
Lára Ómarsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Hugur þinn er hjá smáfólkinu
þennan mánuðinn. Þú lentir í smá óhappi
fyrir stuttu og ert enn að vinna úr því.
20. apríl - 20. maí +
Naut Breytingar sem þú ákveður á heim-
ilinu munu endast lengi og reynast vel þess
virði, þegar upp er staðið. Brettu upp erm-
arnar.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú hefur tekið ýmislegt að þér og
verður auðvitað að standa við gefin loforð.
Þú ferð í ævintýraferð í sumar sem mun
breyta lífssýn þinni.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Valdatafl við yfirboðara er líklegra
en ekki í dag. Mundu eftir að taka eftir litlu
hlutunum í lífinu og þakka fyrir allt það
sem þú hefur áorkað.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Kannski er erfitt fyrir aðra að skilja
það sem þú ert að ganga í gegnum í dag,
en það þýðir ekki að þú sért skrýtin/n. Ekki
er allt gull sem glóir.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það er þér nauðsyn að hleypa
barninu í þér út. Láttu það eftir þér sem
oftast. Eitthvert daður er í gangi á vinnu-
stað.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú ert enn að leita að sálufélaganum
sem skilur þig í einu og öllu, reyndu samt
að njóta lífsins á meðan. Biddu um hjálp ef
þú þarft.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Ertu nú aftur að fela tilfinn-
ingar þínar? Það er ekki hægt að plata alla.
Láttu ekki hugfallast því þú hefur alla burði
til að leysa þau vandamál sem þér eru rétt.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Einhver nákominn er að reyna
að fela galla sína fyrir þér. Of miklar upp-
lýsingar valda þér vanlíðan, þú þarft ekki
að vera ofan í hvers manns koppi.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Annríkið verður mikið næstu sex
vikurnar. Að sitja á sér er eins og að sitja á
eldfjalli. Betra er að segja sína meiningu
áður en allt springur.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú færð fréttir langt að, sem
koma þér á óvart. Vertu þú í öllum að-
stæðum, til lengdar er það best.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Mundu að allt hefur sinn tíma og
það hefur ekkert upp á sig að beita þrýst-
ingi. Einhver sem er of háður þér lærir að
redda sér um leið og þú sleppir takinu.
Margrét byggði sumarbústað við
Apavatn sem var vígður á afmæli
hennar 1997. Hún teiknaði hann og
Margrét elskar að elda góðan mat
og er gestrisin með eindæmum og
kom sér þá vel dvölin í húsmæðra-
skólanum í Kaupmannahöfn þar sem
hún lærði bæði að elda danskan
hversdags- og veislumat, enda var
engin veisla án brúnaðra kartaflna,
rauðkáls, rauðbeða og sósu. Köku-
bakstur og salatgerð var líka í háveg-
um höfð. Henni finnst maturinn
smakkast betur ef gestir er til borðs.
Margir vinir, ættingjar og vinir
barnanna hafa notið gestrisni hennar
á Laugalæknum, Laugarásveginum,
Þúfu og nú í Sóltúninu. Á árum áður
hikaði hún ekki við að slá upp fjöl-
mennum veislum sem og árlegum 50
manna jólaboðum.
M
argrét Kristín Sig-
urðardóttir fæddist
27. mars 1931 í
Reykjavík og ólst
þar upp. Hún lauk
prófum frá Verslunarskóla Íslands
1949, einkaritaraprófi frá St. God-
rich’s Secretarial College í London
1950, leiðsögumannaprófi 1970, stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum í
Hamrahlíð 1983 og prófi í viðskipta-
fræði frá Háskóla Íslands 1991.
Margrét var ritari hjá Ríkisspítöl-
unum með hléum frá 1949-1966, var
leiðsögumaður hjá Kynnisferðum
ferðaskrifstofanna, Ferðaskrifstofu
Zoega og Ferðaskrifstofu ríkisins
1970-1978, deildarstjóri launadeildar
Ríkisspítalanna 1991-1995, deildar-
stjóri fjárreiðudeildar frá 1995 og
deildarstjóri fjárhagseftirlits Land-
spítala-háskólasjúkrahúss 2000-
2002.
Margrét er félagslynd og var alltaf
treyst fyrir fjármálunum hvar sem
hún kom enda glúrin á því sviði. Hún
var gjaldkeri í stjórn Inner-Wheel,
útbreiðslustjóri, varaforseti og for-
seti, var einn af stofnendum og sat í
stjórn Félags leiðsögumanna, í
stjórn Félags háskólakvenna og
Kvenstúdentafélagsins sem varafor-
maður og gjaldkeri, sat í atvinnu- og
jafnréttismálanefnd Bandalags
kvenna í Reykjavík og varafor-
maður, sat í stjórn sjálfstæðis-
kvennafélagsins Hvatar og formað-
ur, sat í stjórn stjórnar Lands-
sambands sjálfstæðiskvenna og
gjaldkeri í stjórn Hverfafélags sjálf-
stæðismanna Langholti. Hún sat í
sóknarnefnd Áskirkju og var fjár-
málastjóri Mæðrastyrksnefndar
Reykjavíkur frá 2003-2017 og fyrir
það var hún gerð að heiðursfélaga
Félags háskólakvenna 2018.
Börn Margrétar segja hana vera
heimskonu eftir að hafa dvalið mikið
erlendis. „Þegar við bjuggum í Sviss
og Austurríki kom mamma fjölskyld-
unni í skíðaskóla og höfum við síðan
notið þess að vera á skíðum.“ Við
dvalirnar erlendis lærði hún ensku,
dönsku og þýsku sem kom sér vel
þegar hún starfaði sem leiðsögu-
maður þar sem hún fór í ófáar ferðir
með ferðamenn að skoða Gullna
hringinn.
skipulagði alla byggingarvinnu, enda
með sterkar skoðanir á hvernig hann
ætti að vera.
Börnin segja Margréti vera vinur
vina sinna. „Hún er alltaf tilbúin að
verja minni máttar ef á þá er hallað.
Hún getur líka ef svo ber undir verið
skapmikil ef gengið er á hlut hennar
eða hennar nánustu og er staðföst
með eindæmum og eru til eru ýmsar
sögur því til staðfestingar. Ein er
þegar hún bjargaði kofa sem sonur
hennar hafði byggt með félögum sín-
um. Klagað var undan að kofinn væri
til lýta og komu starfsmenn borgar-
innar til að fjarlægja hann. Mamma
sá á tilburðum þeirra út um eldhús-
gluggann hvað væri í aðsigi og hljóp
á vettvang, þá kasólétt, og vildi tala
þá frá frekari aðgerðum. Þegar það
gekk ekki eftir gerði hún sér lítið fyr-
ir og klifraði upp á burst kofans þar
sem hún settist klofvega og sagði
ákveðin: „Rífið hann nú!“ Kofinn
fékk að vera í friði og einum borg-
arstarfsmanni varð á orði: „Svona
kona kostar eitthvað.““
Barnabörnin kunna líka að meta
ömmu sína og nýverið skrifaði eitt
þeirra henni bréf þar sem það þakk-
aði henni fyrir að vera góð fyrirmynd
– hjá henni hefðu þau lært að maður
er aldrei of gamall til að gera eitt-
hvað nýtt. Þeim finnst hún líka vera
jákvæð, hress og ákveðin, taki mál í
sínar hendur, láti verkin tala og
styðji vel við bakið á þeim.
„Ég er önnum kafin við að gera
ekki neitt,“ segir Margrét aðspurð.
„Nú læt ég bara dekra við mig og
kannski kominn tími til. Ég fer í
Múlabæ þrisvar í viku, þar er yndis-
legt fólk og líka í heimaþjónustunni.
Ég á yndisleg börn og barnabörn
sem hugsa vel um mig, ég er ánægð
yfir því að hafa náð þessum aldri og
er þakklát fyrir öll árin.“
Fjölskylda
Eiginmaður Margrétar í 67 ár var
Ragnar Stefán Halldórsson, f. 1.9.
1929, d. 8.8. 2019, verkfræðingur og
forstjóri og formaður stjórnar Ís-
lenska álfélagsins. Foreldrar Ragn-
ars voru hjónin Halldór Stefánsson,
f. 26.5. 1877, d. 1.4. 1971, alþingis-
maður, fræðimaður og forstjóri
Slysatrygginga ríkisins og Bruna-
Margrét Kristín Sigurðardóttir viðskiptafræðingur – 90 ára
Með börnunum Frá vinstri: Kristín Vala, Halldór Páll, Sigurður og Mar-
grét Dóra ásamt Margréti og Ragnari um aldamótin.
„Eitthvað kostar svona kona“
Með barnabörnunum Tómas Ragnar og Katrín Margrét (aftast), Margrét
Eva, Matthías Ragnar, Bjarki Már og Stefán Jón.
Með tveim yngstu Ómar Hugi,
Margrét og Þórdís Lára.
Ester Ólafsdóttir og Karl Steingrímsson eiga 50 ára brúðkaupsafmæli á morg-
un. Þau voru gefin saman 28. mars 1971 í Fríkirkjunni af Þorsteini Björnssyni. Þau
eru þekkt athafnafólk, oft kennd við Pelsinn, og hafa byggt fjölda bygginga, m.a.
Svörtu perluna í Tryggvagötu, og gert upp margar fasteignir.
Árnað heilla
Gullbrúðkaup
Til hamingju með daginn