Morgunblaðið - 27.03.2021, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.03.2021, Blaðsíða 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021 Tilnefningar til Eddunnar 2021, verðlauna Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) voru kunngjörðar í gær og hlýtur sjónvarpsþáttaröðin Brot flestar eða 15 alls. Næstflestar tilnefningar hlýtur kvikmyndin Gullregn eða 12 talsins. Alls voru 146 verk send inn í keppnina, auk þess sem 319 inn- sendingar voru í fagverðlaun Edd- unnar. Gjaldgeng voru sjónvarps- og kvikmyndaverk sem voru sýnd opin- berlega á tímabilinu 1. janúar 2020 til 31. desember 2020. Af innsendum verkum eru sjónvarpsverk alls 99, innsendar kvikmyndir 7, stutt- myndir 11, heimildamyndir 19 og 17 verk eru barna- og unglingaefni. Kvikmynd Gullregn Last and First Men Between Heaven and Earth Leikstjórn Þórður Pálsson, Davíð Óskar Ólafs- son og Þóra Hilmarsdóttir fyrir Brot Ragnar Bragason fyrir Gullregn Jóhann Jóhannsson fyrir Last and First Men Anní Ólafsdóttir og Andri Snær Magnason fyrir Þriðji póllinn Örn Marinó Arnarson og Þorkell S. Harðarson fyrir Síðasta veiðiferðin Handrit Óttar M. Norðfjörð, Mikael Torfa- son og Ottó Geir Borg fyrir Brot Ragnar Bragason fyrir Gullregn Andri Snær Magnason og Anní Ólafsdóttir fyrir Þriðji póllinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir fyrir Ummerki Gunnar Björn Guðmundsson fyrir Amma Hófí Leikkona í aðalhlutverki Sigrún Edda Björnsdóttir fyrir Gull- regn Aníta Briem fyrir Ráðherrann Vala Kristín Eiríksdóttir fyrir Venjulegt fólk 3 Nína Dögg Filippusdóttir fyrir Brot Edda Björgvinsd. fyrir Amma Hófí Leikkona í aukahlutverki Halldóra Geirharðsd. fyrir Gullregn Þuríður Blær Jóhannsdóttir fyrir Ráðherrann Halldóra Geirharðsdóttir fyrir Venjulegt fólk 3 Kristín Þóra Haraldsdóttir fyrir Brot Tinna Hrafnsdóttir fyrir Brot Leikari í aðalhlutverki Björn Thors fyrir Brot Ólafur Darri Ólafsson fyrir Ráð- herrann Angunnguaq Larsen fyrir Ísalög Þorsteinn Bachmann fyrir Síðasta veiðiferðin Arnmundur Ernst Björnsson fyrir Venjulegt fólk 3 Leikari í aukahlutverki Gunnar Jónsson fyrir Brot Hallgrímur Ólafsson fyrir Gullregn Þorvaldur Davíð Kristjánsson fyrir Ráðherrann Nicolas Bro fyrir Ísalög Ævar Þór Benediktsson fyrir Jarðarförin mín Kvikmyndataka Árni Filippusson fyrir Brot Árni Filippusson fyrir Gullregn Sturla Brandth Grovlen fyrir Last and First Men Anní Ólafsdóttir og Eiríkur Ingi Böðvarsson fyrir Þriðji póllinn Ásgrímur Guðbjartsson fyrir Ráð- herrann Klipping Valdís Óskarsdóttir og Sigurður Eyþórsson fyrir Brot Michael Czarnecki fyrir Gullregn Anní Ólafsdóttir, Eva Lind Hös- kuldsdóttir og Davíð Alexander Corno fyrir Þriðji póllinn Sighvatur Ómar Kristinsson fyrir Er ást Sigvaldi J. Kárason fyrir Síðasta veiðiferðin Hljóð Jeremy Fong, Keith Elliott og Jón Einarsson Gústafsson fyrir Skugga- hverfið Huldar Freyr Arnarson fyrir Brot Jacek Hamela fyrir Gullregn Jana Irmert fyrir Last and First Men Gunnar Árnason fyrir Á móti straumnum Tónlist Tomas Valent fyrir Skuggahverfið Pétur Ben fyrir Brot Jóhann Jóhannsson og Yair Elazar Glotman fyrir Last and First Men Högni Egilsson fyrir Þriðji póllinn Margrét Rán fyrir A Song Called Hate Brellur Pétur Karlsson fyrir Brot Sigurgeir Arinbjarnarson fyrir Ráð- herrann Filmgate, Guðjón Jónsson og Árni Gestur Sigfússon fyrir Ísalög Leikmynd Heimir Sverrisson fyrir Brot Heimir Sverrisson fyrir Gullregn Eggert Ketilsson fyrir Ísalög Gervi Áslaug Dröfn Sigurðard. fyrir Brot Áslaug Dröfn Sigurðardóttir fyrir Gullregn Guðbjörg Huldís Kristinsdóttir fyrir Ísalög Búningar Helga Rós V. Hannam fyrir Brot Helga Rós V. Hannam fyrir Gull- regn Helga I. Stefánsdóttir fyrir Ísalög Heimildamynd Á móti straumnum Er ást Góði hirðirinn Hálfur álfur A Song Called Hate Stuttmynd Óskin Selshamurinn Já-fólkið Frétta- eða viðtalsþáttur Ummerki Kveikur Kompás Fósturbörn Trans börn Mannlífsþáttur Lifum lengur 2 Steinda Con Áttavillt Nýjasta tækni og vísindi BBQ kóngurinn Menningarþáttur Sóttbarnalögin Menningarnótt heima RAX Augnablik Framkoma 2 Spegill spegill Skemmtiþáttur Ari Eldjárn „Pardon My Icelandic“ Áramótaskaup 2020 Heima með Helga Kappsmál Vikan með Gísla Marteini Sjónvarpsmaður Gísli Marteinn Baldursson Guðrún Sóley Gestsdóttir Helgi Seljan Kristjana Arnarsdóttir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir Upptöku- eða útsendingastjóri Ágúst Jakobsson fyrir Ari Eldjárn „Pardon My Icelandic“ Egill Eðvarðsson fyrir Við bjóðum góða nótt – Raggi Bjarna – Minning Gísli Berg og Samúel Bjarki Péturs- son fyrir Kappsmál Guðni Hilmar Halldórsson fyrir Í kvöld er gigg Salóme Þorkelsdóttir fyrir Live from Reykjavík - Iceland Airwaves Barna- og unglingaefni Fjársjóðs flakkarar Skrímslabaninn Söguspilið Heimavist Stundin okkar Leikið sjónvarpsefni Ráðherrann Ísalög Venjulegt fólk 3 Íþróttaefni Domino’s Körfuboltakvöld Landsleikir Íslands í fótbolta 2020 - Karla & Kvenna Áskorun Íþróttamaður ársins Ólympíukvöld Tilþrif Sigrún Edda Björnsdóttir er tilnefnd fyrir leik sinn í Gullregni.Drama Nína Dögg og Björn Thors eru bæði tilnefnd fyrir leik í Brotum. Brot með 15 Eddutilnefningar - Kvikmyndin Gullregn með 12 tilnefningar - Sjónvarpsserían Ráðherrann með sjö tilnefningar - Alls voru 146 verk send inn í keppnina, auk þess sem 319 innsendingar voru í fagverðlaun Eddunnar Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Story- tel Awards, voru afhent í Norður- ljósasal Hörpu fyrr í vikunni, en verðlaunahátíðin var með öðru sniði en var lagt upp með því það þurfti að afboða alla gesti með stuttum fyrir- vara vegna breytinga á samkomu- takmörkunum. Veitt voru verðlaun fyrir bestu hljóðbókina í flokkum barna- og ungmennabóka, glæpa- sagna, skáldsagna og óskáldaðs efnis. Í flokki barna- og ungmennabóka hlaut bókin Eyðieyjan eftir Hildi Loftsdóttur í lestri Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur verðlaunin í ár. Í flokki glæpasagna bar Illvirki eftir Emelie Schepp sigur úr býtum, í lestri Krist- jáns Franklíns Magnús. Kristján H. Kristjánsson þýddi söguna. Verðlaun fyrir bestu skáldsöguna hlaut Sextíu kíló af sólskini eftir Hallgrím Helga- son í hans eigin lestri. Óstýriláta mamma mín eftir Sæunni Kjartans- dóttur hlaut loks verðlaunin sem besta bókin í flokki óskáldaðs efnis en hún las bókina einnig sjálf. Sérstök heiðursverðlaun afhenti Eliza Reid forsetafrú Íslands Gunn- ari Helgasyni fyrir framlag hans til íslenskra barnabókmennta. Einstakt listaverk Dómnefnd Íslensku hljóðbóka- verðlaunanna skipuðu að þessu sinni Sverrir Norland, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir. Sævar Helgi Bragason hélt utan um verðlaunin fyrir barna- og ung- mennabækurnar. Um bestu skáldsöguna, Sextíu kíló af sólskini eftir Hallgrím Helga- son, segir dómnefnd: „Stór og mikil skáldsaga, í anda mestu verka Nóbelsskáldsins, og hátindur á ferli höfundar fram til þessa. Dómnefnd var sammála um að hér væri spilað á stærri skala en í öðrum tilnefndum skáldsögum. Tilþrif í stíl og frá- sagnarlist eru mikil – og sama gildir um lestur höfundar, sem er innlif- aður og þróttmikill. Skáldsaga sem nær þeim sjaldgæfu hæðum að vera í senn framúrskarandi afþreying og einstakt listaverk, engu lík en þó kunnugleg og aðgengileg.“ Einnig voru tilnefndar Húðflúr- arinn í Auschwitz eftir Heather Morris, Ólöf Pétursdóttir þýddi og Hjálmar Hjálmarsson les; Hann kallar á mig eftir Guðrúnu Sigríði Sæmundsen, Selma Björnsdóttir les; Kokkáll eftir Halldór Hall- dórsson sem einnig les; og Einfald- lega Emma eftir Unni Lilju Ara- dóttur, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir les. Saga sem rígheldur Í umsögn dómnefndar um bestu glæpasöguna, Illvirki eftir Emelie Schepp, segir að um sé að ræða hörkuspennandi glæpasögu sem ríg- haldi hlustanda allt frá fyrstu línu til þeirrar síðustu. Schepp sé „flink í að byggja upp spennu og óhugnað, flétta saman örlögum vel mótaðs per- sónugallerís og bregða birtu á ýmis áleitin samfélagsmálefni. Það sem lyftir Illvirki í verðlaunasæti er þó óumdeilanlega hinn framúrskarandi lestur Kristjáns Franklíns Magnúsar sem dómnefnd var sammála um að væri í algjörum sérflokki.“ Um sé að ræða flutning „á heimsmælikvarða“. Í flokki glæpasagna voru einnig til- nefndar Hvítidauði eftir Ragnar Jón- asson, Íris Tanja Flygenring og Har- aldur Ari Stefánsson lesa; Stelpur sem ljúga eftir Evu Björgu Ægis- dóttur, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir les; Fjötrar eftir Sólveigu Pálsdóttur sem einnig les; og Fimmta barnið eft- ir Eyrúnu Ýri Tryggvadóttur, María Lovísa Guðjónsdóttir les. Skrifað af sterkri þörf Óstýriláta mamma mín eftir Sæ- unni Kjartansdóttur var valin best í flokki óskáldaðs efnis. Er þetta sögð einstaklega hjartnæm og áhrifamikil saga sem hreyfi við hlustandanum og lifi með honum lengi á eftir. „Höf- undur dregur á ljóslifandi hátt upp myndir úr bæði fortíð og samtíð, fléttar tímasviðin saman af miklu öryggi og sýnir aðstæður margra íslenskra fjölskyldna aftur í kyn- slóðir. Verkið er skrifað af sterkri þörf höfundar til að reyna að skilja bæði eigið líf og annarra, einkum móður sinnar, og vinna úr flóknum tilfinningum.“ Einnig voru tilnefndar hljóðbæk- urnar Björgvin Páll Gústavsson án filters eftir Sölva Tryggvason og Björgvin Pál Gústavsson, Rúnar Freyr Gíslason les; Ljósið í Djúpinu eftir Reyni Traustason, Berglind Björk Jónasdóttir les; Útkall – Tifandi tímasprengja eftir Óttar Sveinsson sem les; og Manneskju- saga eftir Steinunni Ásmundsdóttur, Margrét Örnólfsdóttir les. Mælt með fyrir alla Eyðieyjan eftir Hildi Loftsdóttur í lestri Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur var valin af Sævari Helga best í flokki barna- og ungmennabóka. Í umsögn segir: „Geðveik saga og mjög spenn- andi. Söguþráðurinn er blandaður við gamlar sögur og daginn í dag og kemur vel út. Lesið rosalega vel og ekki alltaf bara með sömu rödd held- ur með mismunandi röddum fyrir persónur. Mæli með fyrir alla.“ Einnig voru tilnefndar Orri óstöðv- andi – Hefnd glæponanna eftir Bjarna Fritzson, Vignir Rafn Val- þórsson les; Traustur og Tryggur – Allt á hreinu í Rakkavík eftir Gunnar Helgason og Felix Bergsson sem einnig lesa; Langelstur að eilífu eftir Bergrúni Írisi Sævarsdóttur, Sigríð- ur Láretta Jónsdóttir les; og Langafi minn Súpermann eftir Ólíver Þor- steinsson, Sigríður Láretta Jóns- dóttir les. Verðlaun veitt fyrir bestu hljóðbækurnar - Bækur Hildar, Schepp, Sæunnar og Hallgríms bestar Hallgrímur Helgason Sæunn Kjartansdóttir Hildur Loftsdóttir Gunnar Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.