Morgunblaðið - 27.03.2021, Side 56
Sýningin Berskjölduð verður opnuð á
morgun, sunnudag, í Listasafni Reykja-
nesbæjar og stendur hún yfir til 25.
apríl. Á sýningunni má sjá verk ellefu
listamanna sem fanga á ólíkan hátt
áskoranir og viðfangsefni í lífinu, eins
og því er lýst á vef safnsins, og nota
listamennirnir eigin sjálfsímynd og
reynsluheim sem efnivið og af því
spretta opinská og djörf verk sem allir geta tengt við eða
dregið lærdóm af. Sum verkanna miðla úthaldi og seiglu
en önnur fagna mannslíkamanum með húmor og næmi,
eins og því er lýst.
Sýnendur eru Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Berglind
Ágústsdóttir, Dýrfinna Benita, Egill Sæbjörnsson, Freyja
Reynisdóttir, Hildur Ása Henrýsdóttir, Maria Sideleva,
Melanie Ubaldo, Michael Richardt, Róska, Sara Björns-
dóttir og sýningarstjórar Amanda Poorvu, Ari Alexander
Ergis Magnússon, Björk Hrafnsdóttir, Emilie Dalum og
Vala Pálsdóttir. Berskjölduð er fyrsta sameiginlega
sýningarverkefni þeirra í nýju meistaranámi í sýninga-
gerð í myndlistardeild Listaháskóla Íslands.
Berskjölduð í Reykjanesbæ
LAUGARDAGUR 27. MARS 86. DAGUR ÁRSINS 2021
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.268 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
„Það hefur verið markmiðið hjá mér að spila fyrir ís-
lenska landsliðið alveg frá því ég var lítil stelpa og
þetta kom mjög skemmtilega á óvart. Ég vissi í raun
ekki að ég yrði í hópnum fyrr en hann var opinberaður á
heimasíðu KSÍ þannig að þetta kom mér alveg jafn mik-
ið á óvart og öðrum,“ segir Hafrún Rakel Halldórsdóttir,
átján ára nýliði í íslenska kvennalandsliðinu í knatt-
spyrnu. »48
Markmið frá því ég var lítil stelpa
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Síðasti þátturinn í seríunni „Það er
komin Helgi“ í Sjónvarpi Símans
verður í kvöld en liðlega ár er síðan
Helgi Björns og Reiðmenn vindanna
hófu að létta landsmönnum lund
með vikulegum skemmtiþáttum.
„Ferlið hefur verið mjög lærdóms-
ríkt og það er gefandi að fara svona í
gegnum íslenska tónlist,“ segir Ingi
Björn Ingason, bassaleikari bands-
ins.
Fótboltagenið er ríkt í fjölskyld-
unni og Ingi Björn fetaði í fótspor
föður síns og nafna sem og afans Al-
berts Guðmundssonar, en sneri sér
síðan alfarið að tónlistinni á ung-
lingsárunum. „Ætli það hafi ekki
verið miðjubarnssyndrómið, einhver
uppreisn,“ segir Ingi um valið.
Hljóðupptökur og tónlistar-
myndbönd með tónlistarfólki eins og
Bítlunum og Led Zeppelin hafi
kveikt elda sem og vinsælustu rokk-
böndin á umræddum tíma. „Bassa-
gítarinn heillaði mig strax, spila-
gleðin í bassaleikurum eins og Cliff
Burton heitnum í Metallica, Paul
McCartney í Bítlunum og Glen
Hughes í Deep Purple höfðaði til
mín enda allt mjög líflegir menn.“
Hann hafi hlustað á alla tónlist og
ýmsar öfgar hrifið sig en rokkið á
sjöunda og áttunda áratugnum hafi
alltaf togað mest í.
Í góðum félagsskap
Ingi fór ekki í stíft tónlistarnám
fyrr en hann var 24 ára en fram að
því hafði hann fikrað sig áfram sjálf-
ur og farið á eitt og eitt námskeið.
Eftir fjögurra ára háskólanám í
skóla sem Paul McCartney stofnaði
í Liverpool á Englandi útskrifaðist
hann með BA-gráðu 2006. Hann
gerðist samt hvorki stuðningsmaður
Liverpool né Everton í boltanum.
„Til að forðast áflog fannst mér
öruggast að segja að ég héldi með
litla liðinu Tranmere og fékk þá létt
klapp á öxlina.“
Eftir að Ingi flutti aftur heim hef-
ur hann spilað í ýmsum böndum.
Hann byrjaði að leika með Bjarna
Sigurðssyni í B.Sig/Monotown og í
kjölfarið datt hann inn í alls konar
blönduð verkefni og spilaði víða, til
dæmis í nokkrum söngleikjum og í
leikhúsum. Hann hefur verið með
Reiðmönnunum í tæpan áratug,
spilaði með Ritvélum framtíðarinnar
í um átta ár og lék meðal annars inn
á tvær plötur með hljómsveitinni,
var með Baggalúti í fimm til sex ár,
túraði með Bang Gang um Kína og
fór í tónleikaför ytra með Ásgeiri
Trausta. Þá hefur hann spilað víða
með Bubba Morthens og Sólskugg-
unum, m.a. inn á tvær plötur.
„Nýliðnir tólf mánuðir hafa verið
mjög sérstakir,“ segir Ingi um beinu
útsendingarnar, sem hafa fengið
marga til þess að gleyma veiru-
faraldrinum á meðan. „Ég hef hugs-
að um þetta verkefni og komandi
helgarverkefni daglega, því það hef-
ur nánast tekið yfir allt annað. Þetta
hefur enda verið mjög skemmtilegt.
Okkur hefur tekist að halda vissum
léttleika, það hefur verið mikil og
góð vinátta og stemning í hópnum,
mikill „brómans“, sem hefur bara
eflst við hverja raun, og hljóm-
sveitin er orðin eins og vel smurð
vél.“
Hann segir viðtökurnar líka hafa
haft mikið að segja. „Ég er rosalega
meyr af þakklæti fyrir hvað fólk er
jákvætt og finnst þættirnir hafa ver-
ið skemmtilegir.“ Eins hafi verið
mjög gefandi að spila með góðum
gestum, þekktu tónlistarfólki sem
og efnilegu. „Hver heiðurinn hefur
rekið annan og svo hefur verið sér-
lega gaman að vera hluti af þessari
góðu skipulagningu Helga. Hann
hefur lagt gífurlega mikla vinnu í
verkefnið, sinnt því af miklum metn-
aði, lagt áherslu á að öllum líði vel
og það er mikill heiður að vera í
hópnum. Við höfum flutt um 340 lög
á þessum tíma, öll íslensk, og erfitt
verður að toppa þetta langa ferða-
lag.“
Gleðin leynir sér ekki
- „Það er komin Helgi“ gefandi verkefni, segir Ingi Björn
Ljósmynd/Mummi Lú
Gaman Ingi Björn Ingason hefur notið þess í botn að spila með Helga og
Reiðmönnum vindanna í beinni útsendingu í Sjónvarpi Símans í rúmt ár.
Útskrift Paul McCartney og Ingi
Björn kampakátir í Liverpool.