Morgunblaðið - 31.03.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.03.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021 Hörður Ægisson sem ritstýrirviðskiptaskrifum Frétta- blaðs skrifaði m.a. þetta á dög- unum: - - - Eitthvað mikið hefur farið úr-skeiðis. Ísland er eitt þróað- asta ríki í heimi, efnað land með fáa íbúa og öfluga inn- viði, þar sem vilji til bólusetningar er ríkur. Þjóðin ætti, við venjulegar kringumstæður, að hafa alla burði til þess að bera sig saman við vestræn ríki, sem standa utan ESB, á borð við Bret- land og Bandaríkin. - - - Í Bretlandi stendur öllum semkomnir eru yfir fimmtugt nú til boða bólusetning og í Banda- ríkjunum stendur til að nægt bóluefni verði til fyrir alla í lok maí, auk þess sem bæði ríkin hafa fest eins konar frelsisdaga í dagatalið í vor og sumar, þegar öllum hömlum verður aflétt. Á meðan höfum við horft upp á tafir og meiri háttar klúður í bólusetningaráætlun stjórnvalda, sem var af óskiljanlegum ástæð- um útvistað til ESB. Enn er ekki einu sinni búið að bólusetja alla eldri borgara hér á landi og fyr- irætlanir um bólusetningar hafa nú tafist um heilan mánuð, og ráðamenn yppa bara öxlum við þeim tíðindum... - - - Með öflugri forystu hefði máttbólusetja þjóðina mun fyrr, opna landið og afnema um leið þær skerðingar á daglegu lífi, sem við höfum búið við... - - - Bólusetningarklúður stjórn-valda, sem er einkum á ábyrgð heilbrigðisráðherra, eru afglöp af áður óþekktri stærð- argráðu.“ Hörður Ægisson Grautfúl staða STAKSTEINAR Fyrsta skipið sem komið hefur til Húsavíkur með hráefni fyrir kísilver PCC á Bakka í marga mánuði lagðist að Bökugarði í gærmorgun. Það er flutningaskipið Wilson Nanjing sem flytur kol til verksmiðjunnar. Starfsmenn PCC eru að undirbúa gangsetningu ofna kísilversins. Rún- ar Sigurpálsson forstjóri segir að horft sé til síðari hluta aprílmánaðar en tekur fram að enn séu lausir endar sem eftir sé að hnýta. PCC greip til tímabundinnar stöðv- unar á ljósbogaofnum kísilversins á síðasta ári til að gera endurbætur á reykhreinsivirki þess og var megin- hluta starfsfólks sagt upp. Nú er verið að ráða inn fólk að nýju, til viðbótar þeim sem ekki var sagt upp. Unnið er að þjálfun þess. helgi@mbl.is Fyrsti hráefnisfarm- urinn til kísilversins - Stefnt að endurræsingu ofna í apríl Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Húsavíkurhöfn Kolum sem notuð eru við framleiðslu PCC mokað á bíl. Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, undirritaði í gær samkomulag við sveitarstjórn Strandabyggðar um að hefja endurskipulagningu fjármála sveitarfélagsins svo að unnt verði að ná jafnvægi í rekstri sveitarfélagsins og standast fjárhagsleg viðmið sveit- arstjórnarlaga. Samkomulagið kveð- ur einnig á um 30 milljóna kr. fram- lag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins Sigurður Ingi segir í tilkynning- unni að ljóst sé að sveitarfélögin séu misjafnlega í stakk búin til að bregð- ast við áföllum. „Því er mikilvægt að nýta þau verkfæri sem til eru til að styðja sveitarfélög við hagræðingu og stefnumótun til að þau geti staðið undir lögbundinni þjónustu nær- samfélagsins,“ segir Sigurður Ingi. Ráða óháðan ráðgjafa Markmið samkomulagsins er að stuðla að markvissri vinnu við fjár- hagslega endurskipulagningu og hagræðingu í rekstri Strandabyggð- ar, skapa grundvöll fyrir fjárhags- áætlanagerð og aðgerðaáætlun fyrir árin 2022-2025 og móta verk- efnaáætlun sveitarstjórnar. Í samkomulaginu felst að sveit- arstjórn Strandabyggðar mun ráða óháðan ráðgjafa sem vinnur með sveitarstjóra og starfsmönnum sveitarfélagsins að fjárhagslegri greiningu og markmiðasetningu. Þá skuldbindur sveitarstjórnin sig einn- ig til að vinna að hagræðingu í rekstri og draga úr rekstrar- útgjöldum eins og kostur er, jafn- framt því sem leitast verður við að auka tekjur. Þá er í samkomulaginu gert ráð fyrir að unnin verði úttekt á kostum sameiningar við önnur sveit- arfélög og fjárhagsleg áhrif samein- ingar. Samið um fjármál Strandabyggðar - Fá 30 milljóna kr. framlag úr Jöfnunarsjóði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Strandabyggð Sveitarfélagið fær 30 milljónir úr Jöfnunarsjóði. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.